Fréttablaðið - 20.11.2021, Blaðsíða 42
Það er alltaf svona
smá vísir að ein-
hverri sorg í tengslum
við jólin. Þetta er líka í
miklu af tónlistinni, það
er mörg fræg jólalög
moll-leg. En ég kann að
meta þetta og það fal-
legasta við þennan tíma
er að maður verður svo
tilfinningalega tengdur
öllum í kringum sig.
Óskar Logi Ágústsson
Oddur Freyr
Þorsteinsson
oddurfreyr
@frettabladid.is
Tónlistarmaðurinn Óskar
Logi Ágústsson hlakkar
alltaf til jólanna og hlustar
á fjölbreytta jólatónlist um
hver jól. Hann sækir bæði
í klassísk jólalög sem allir
þekkja og minna þekkt lög,
einnig lög sem eru ekki
jólaleg en hann tengir samt
við hátíðina.
Óskar Logi Ágústsson, gítarleikari
og söngvari hljómsveitarinnar
Vintage Caravan, er einn hæfileika-
ríkasta gítarleikari landsins og varð
nýlega yngsti handhafi heiðurs-
verðlaunanna Gullnöglin. Það er
lítið fram undan hjá honum annað
en að undirbúa tónleika næsta
árs, svo að hann fær gott tóm til að
njóta jólanna og hlusta á uppáhalds
jólatónlistina sína.
„Ég er með hugann við Evrópu-
túrinn okkar í febrúar og mars og
að læra öll lögin með Trúbroti fyrir
50 ára afmælistónleika Lifunar í
apríl, þar sem Vintage Caravan er
að fara að flytja lög sveitarinnar
með Magga Kjartans, Gunnari
Þórðar, Stefaníu Svavars, Stebba Jak
og fleirum,“ segir Óskar. „Trúbrot
er uppáhalds íslenska hljómsveitin
mín og það var ákveðinn hápunkt-
ur á ferlinum þegar við fluttum
Lifun á Eistnaflugi 2015 með Magga
Kjartans, svo ég er mjög spenntur.
Tónleikaferðalagið er svo fyrir
Monuments-plötuna okkar, sem
kom út í vor. Við förum með
félögum okkar í Volcanova til
meginlands Evrópu og Bretlands
og spilum á sirka 28 tónleikum á
fjórum vikum,“ segir Óskar. „Þetta
verður krefjandi, því við erum að
spila í um 90 mínútur í hvert skipti
og það er krefjandi að spila þetta
efni. Á svona tónleikaferðalagi geri
ég lítið annað en að spila og hvíla
mig til að halda röddinni góðri.
Ég þarf líka að beita alls konar
brögðum til að viðhalda henni og
passa mig að tala ekki of mikið og
tala ekki yfir tónlist né í flugvélum.
Maður er hljóðfæri og getur ekki
bara stillt sig eða skipt um strengi.
Ég fæ líka alltaf stórkostlegt ógeð
á engifertei eftir hvert tónleika-
ferðalag.“
Alltaf vísir að sorg í jólatónlist
Óskar er ekki
með neitt
sérstakt á prjón-
unum um þessi
jól, hann ætlar
bara að eiga
gleðileg jól með
fjölskyldunni
sinni og Hend-
rix, hundinum
sínum.
FRÉTTABLAÐIÐ/
SIGTRYGGUR ARI
Yngstur til að fá Gullnöglina
Óskar varð þess heiðurs aðnjót-
andi að fá Gullnöglina fyrir
skömmu.
„Þetta eru gítarheiðursverð-
laun á vegum Björns Thoroddsen
og Guitarama gítarveislunnar.
Margir af mínum uppáhalds gítar-
leikurum hafa fengið þau á undan
mér, þar á meðal Tryggvi Hübner,
fyrsti gítarkennarinn minn. Það er
ótrúlegur heiður að vera kominn
í þennan hóp og ég var eiginlega í
hálfgerðu losti þegar mér var sagt
að ég fengi verðlaunin,“ segir Óskar.
„Ég er ótrúlega ánægður með þetta
og þetta er mikil viðurkenning. Ég
er víst líka yngsti verðlaunahafinn
og það er gaman að fá svona klapp
á bakið. Það hvetur vonandi aðra
unga gítarleikara til dáða.
Ég er mjög þakklátur Birni Thor-
oddsen, Þorsteini Gunnarssyni og
Gunnari Erni gítarsmiði fyrir þessa
viðurkenningu og kann mikið að
meta hana,“ segir Óskar.
Elly og Vilhjálmur syngja
jólin inn á aðfangadag
Óskar segist vera jólabarn og vera
farinn að hlakka til.
„Þetta er alltaf gleðihátíð og
hátíð ljóssins, en það er samt alltaf
svona smá vísir að einhverri sorg
í tengslum við jólin. Þetta er líka í
miklu af tónlistinni, það er mörg
fræg jólalög moll-leg. En ég kann
að meta þetta og það fallegasta við
þennan tíma er að maður verður
svo tilfinningalega tengdur öllum
í kringum sig,“ segir Óskar, sem er
með nokkrar jólahefðir sem hann
heldur sig við.
„Mér finnst gott að fara í bað
klukkan 16 á aðfangadag og
hlusta á góða jólatónlist. Klukkan
fimm skelli ég plötunni Elly og
Vilhjálmur syngja jólalög í gang
á vínilspilaranum og hún fær að
rúlla tvisvar eða þrisvar fram að
mat,“ segir hann. „Það er líka hefð
hjá mér að vera alltaf ógeðslega
seinn í öllu og vera að redda jóla-
gjöfum korter fyrir jól, þannig að
það er líklegt að sjá mig á hlaupum
á Þorláksmessu.“
Hlustar á alls konar jólatónlist
Óskar segir að hann væri til í að
gefa jólatónlistinni frí alveg fram í
desember.
„Stundum kemst ég í jólaskap í
nóvember eða október því það er
byrjað að spila jólatónlist og svo
er maður bara orðinn þreyttur
á þessu áður en jólin koma. Þess
vegna reyni ég að halda mig
fjarri jólatónlist þar til í byrjun
desember,“ segir hann. „En svo
eru líka lög sem ég tengi við jólin
og hlusta á um það leyti sem eru
ekki jólatónlist. Til dæmis mikið
af sólóefninu hans John Lennon.
Ég tengi það við jólin 2008 þegar
ég fékk Greatest Hits með John
Lennon og hlustaði rosalega mikið
á hana. Ég tengi þessa tónlist við
nostalgíu og góða tíma, en það er
líka smá sorgleg nostalgía í þessu
og því tikkar þetta í sömu box og
mikið af jólatónlist.
Uppáhalds jólalagið mitt er
örugglega Jólin alls staðar af jóla-
plötunni með Elly og Villa. Það
hlýtur að vera jólalegasta lag í
heiminum og þegar ég heyri það
þá líður mér eins og klukkan sé
sex á aðfangadagskvöldi og finn ég
strax fyrir hlýju,“ segir Óskar. „Svo
er eitt minna þekkt jólalag sem ég
er hrifinn af, það er Still There’ll be
More með Procol Harum. Það er
hrikalegur texti í þessu lagi sem er
ekki sérlega jólalegur, en þetta er
rosa hresst og skemmtilegt jólalag
um einhvern geggjaðan einstak-
ling. Ég hlusta alltaf á þetta lag fyrir
jólin og það kemur mér í fíling.
Ég er líka hrifinn af laginu Í
skóginum stóð kofi einn. Ég man
svo skýrt eftir að vera á leikskól-
anum svona þriggja ára og búa til
bíómynd í hausnum um söguna í
þessu lagi og alltaf þegar ég heyri
það er ég kominn aftur á Krakka-
kot á Álftanesi með þessa bíómynd
í hausnum,“ segir Óskar. „Mér
þykir vænt um að það sé alltaf
sama bíómyndin sem fer í gang.
Happy Xmas, War is Over með
Lennon er svo eitthvert fallegasta
jólalag sem ég hef heyrt og fer alltaf
í gang á aðfangadag. Jólahjól er
líka mjög gott, ég man alltaf eftir
myndbandinu frá því þegar ég var
krakki,“ segir Óskar. „Svo er það
Last Christmas, sem er líka með
þvílíkt gott myndband. Við systk-
inin syngjum það oft saman eftir
að við borðum, það er mikil hefð
fyrir því í fjölskyldunni að spila
saman og syngja.
Svo er Fyrirgefðu að ég rotaði þig
um jólin alveg geggjað. Ég veit ekki
hversu oft ég hef hlustað á það í
hláturskasti og það kemur mér líka
í mikið jólaskap. Strákarnir í Blóð-
mör gerðu líka mjög góða ábreiðu
af þessu lagi,“ segir Óskar. „Svo er
það Run Rudolf Run með Chuck
Berry, vini mínum. Öll Chuck
Berry lög byrja eins en svo fer hann
að tala um Rudolf og þá veit maður
að jólin eru komin.“
Erfitt að gera gott jólalag
Óskar segir að það hafi engin ný
jólalög heillað hann í seinni tíð.
„Þetta er svo viðkvæm formúla.
Um leið og þú kemur með bjöll-
urnar inn eru yfirgnæfandi líkur á
að þetta verði hallærislegt. En það
eru náttúrulega góð stefgjöld í því
að gera gott jólalag svo ég skil að
fólk geri heiðarlega tilraun,“ segir
hann. „Ég á bara eftir að heyra vel
heppnaða tilraun.
Ég man samt að mér fannst lagið
Do They Know it’s Christmas með
Band Aid leiðinlegt, en núna fer ég
að dilla mér ef ég heyri það. Það er
nýjasta viðbótin við jólalagalistann
minn,“ segir Óskar. „Við vorum
reyndar líka beðnir um að spila
jólalag á Xmas-tónleikum X-ins árið
2019 en við leystum það bara með
því að kynna lagið Expand Your
Mind sem Expand Your Christmas
Spirit. Það hlógu allavegana svona
fimm í salnum.“ n
Bæjarlind 6 • S. 554 7030 Við erum á Facebook
Kjóll kr. 9.400.-
Str. S-XXL
4 kynningarblað A L LT 20. nóvember 2021 LAUGARDAGUR