Fréttablaðið - 20.11.2021, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 20.11.2021, Blaðsíða 32
Amma Auðar vissi af skrif- unum og sagðist gefa henni 100 þúsund krónur ef hún færi með fjarskyldri frænku til Svíþjóðar og kláraði þessa bók. „Ég bara fór og gleymdi að ég ætti eiginmann og það f losnaði upp,“ segir Auður og hlær. „Bókin, Stjórnlaus lukka, kom svo út og það urðu algjör kaflaskil í lífi mínu, sem á þessum tímapunkti var fráskilin að vestan,“ segir hún í léttum tón, en um tveimur árum síðar kynntist hún Þórarni Leifs- syni rithöfundi sem svo varð maður hennar til 18 ára. „Að gefa út bók var svolítið eins og maður fengi loksins einhverja prófgráðu,“ segir Auður, sem fékk vinnu á DV og Þórarinn starfaði á Vísi. „Þarna byrjaði bara algjörlega nýr kapítuli.“ Vænd um að fá frípassa Bókin var tilnefnd til bókmennta- verðlauna en Auður minnist þess að tilnefningin hafi verið umdeild. Í framhaldi fékk hún starfslaun og gat því haldið áfram að skrifa. „Það var auðveldara fyrir ungan höfund á þeim tíma en núna, við vorum ekki það mörg.“ Það loddi lengi við Auði að vera barnabarn Nóbelsskáldsins Hall- dórs Laxness. „Þegar ég fór að sjást skrifa á kaffihúsum og fór að tala um að gefa út bók, heyrði ég eitraðar tungur í kringum mig. Að þarna væri komið vandræðabarnið að reyna að vera eins og afi sinn,“ rifjar hún upp, en segist þó skilja þetta að ein- hverju leyti. „Við Huldar Breiðfjörð vorum yngst til að vera tilnefnd, ég kem eftir allan minn vandræðagang, ómenntuð og þetta fór í taugarnar á ákveðinni kreðsu. Fólk leit á þetta sem frípassa og ég man að Guðni Elíasson prófessor hringdi í mig og sagði við mig: „Ekki taka það nærri þér þó allir séu að tala illa um þig.“ En þó að Auður segist skilja hvað- an gagnrýnin komi, upplifði hún sig ótengda bókmenntaelítunni sem hún var sökuð um að þiggja frípassa af. „Þó ég hefði hitt alls konar fólk með ömmu og afa þekkti ég þetta fólk ekki neitt. Ég var bara að gefa út bók og hafði ekkert hugsað út í það að maður fengi gagnrýni eða til- nefningu.“ Auður segist lengi hafa burðast með minnimáttarkennd yfir að vera ekki menntuð í bókmennta- fræði eða heimspeki. „Alveg þar til ég varð svona 35 ára, og ég man eftir stingandi kvíða frá þessum árum.“ Vaknaði frosin hvern morgun Fyrstu bækurnar fengu misjafna dóma, bæði góða og slæma og bendir Auður á að á þeim tíma hafi slík bók- menntagagnrýni haft mikið vægi, það hafi reynst áskorun fyrir ungan óreyndan höfund að taka neikvæðri gagnrýni, fyrir framan alþjóð. „Næsta skáldsaga var skrifuð í hálfgerðu óráði og f lýti í helgar- fríum frá blaðamannsstarfinu. Hún var ekki nógu vatnsheld og maður fékk bunu yfir sig aftur og þær komu reglulega. Það er líka merkilegt að bækurnar sem fara hæst fá líka oft hörðustu gagnrýnina.“ Auður rifjar upp að þegar bókin Ósjálfrátt kom út, hafi hún verið nýbúin að eiga einkasoninn og segir jólabókaflóðið hafa valdið sér miklum kvíða. „Ég vaknaði frosin hvern morgun og labbaði niður til að skoða blaðið þar sem ég beið eftir dómnum. Þá fattaði ég hvaða áhrif þetta hafði haft. En ég held að þetta sé eitthvað sem flestir ungir höfundar kynnast. Í fyrsta lagi upplifði maður niður- lægingu því þetta er opinbert og til- finningin var svolítið eins og ástar- sorg eftir rosalegt fyllerí og maður gat verið með eymsladofa í marga daga,“ segir Auður og ítrekar að upp- lifunin sé ekki slík í dag. Sjálfshjálp sem kryddbaukur Talið berst að tilfinningum sem oftar en ekki eru Auði yrkis- og rannsóknarefni. „Ég er mikil til- Auður lýsir sér sem mikilli tilfinningaveru og hefur notað skrifin sem tæki til að ná utan um veruleikann. Fréttablaðið/Valli Ég byrjaði þá að skrifa bók sem eins konar björgunarlínu. Ég vissi ekkert hvað ég var að gera en hafði alltaf leitað í skrifin frá því ég var lítil. Það opnast nýtt spektr­ um, en koma barns getur þrátt fyrir góðan vilja líka breytt parasam­ bandi í eitthvað annað. Ég var að flytja á milli landa, heimilið að flosna upp, við að skilja, ég lenti í réttar­ höldum vegna meiðyrða­ máls sem höfðað var á hendur mér og ég byrjaði á breytinga­ skeiðinu. finningavera og finnst gaman að pæla í þeim. Framan af voru skrif- in mikið leið til að skilja kenndir. Tæki til að ná utan um veruleikann. Á þessum tíma sem ég hef verið að skrifa bækur hefur orðið mikil vakning í öllu sjálfshjálparlingói, svo ég hef öðlast f leiri hugtök og greiningartæki til að skilja.“ Sjálf segist Auður lengi hafa stundað ýmiss konar sjálfshjálp. „Það getur verið fínt að detta inn á Al-Anon-fund en svo getur líka verið fínt að lesa bók um heimspeki eða dansa. Ég hef alltaf bara notað þetta eins og kryddbauk.“ Fyrir tveimur árum kom út bók Auðar, Tilf inningabyltingin. Á þeim tíma var Auður að ganga í gegnum skilnað við eiginmann sinn og barnsföður og varð sú upp- lifun henni innblástur. „Einhver sagði mér að skilnaðar- ferlið væri að sumu leyti eins og meðganga. Meðganga getur verið svo intensív að fátt annað kemst að, en svo er þetta bara blörr á eftir. Það er svipað með skilnað.“ Skilnaður á breytingaskeiðinu Hjónin bjuggu í Berlín ásamt ungum syni og lýsir Auður sér sem ráðsettri móður á þeim tíma. „Svo skiljum við óvænt og það fór allt í uppnám. Ég var að flytja á milli landa, heimilið að flosna upp, við að skilja, ég lenti í réttarhöldum vegna meiðyrðamáls sem höfðað var á hendur mér og ég byrjaði á breyt- ingaskeiðinu,“ telur Auður upp. „Í þeim greinum sem ég hef lesið um breytingaskeiðið er mælt með því að láta fjölskylduna hlúa að sér, en ég var bara á kúpunni að taka að mér öll frílansverkefni sem buðust, með tóma íbúð og sífellt í réttar- höldum sem hefðu getað farið alla vega.“ Þá varð Tilfinningabyltingin til, ekki ósvipað og frumraun Auðar, Stjórnlaus lukka. „Ég hélt ég væri hætt að skrifa til að skilja, en í þess- ari bók verður þetta alveg bjargráð. Ég skrifaði hana ógeðslega hratt og í hálfgerðu óráði. Ég gat skrásett ferlið af því að ég var inni í því, en núna man ég varla hvernig þetta var, ekki ósvipað og þegar maður fer í gegnum meðgöngu og fæðingu.“ Tilfinningabyltingin varð umdeild og fólk skiptist á að hrífast og rífa hana niður. „Þetta varð því svolítil rokkbók, en hún fer mikið út á bóka- söfnum og ég held að það sé þar sem svo margir eru í þessum pælingum.“ En eins og Auður nefndi var skilnaðurinn alls ekki eina stóra umbreytingin á þessum tíma. „Ég var svo tætt að systir mín sagði mér fara til kvensjúkdómalæknis og láta mæla í mér hormónana. Ég gerði það og kom í ljós að þeir voru í lágmarki. Ég sagði við lækninn: „Ertu að segja mér að ég sé búin að skrifa heila bók sem heitir Tilfinningabyltingin og þetta sé bara breytingaskeiðið?“ segir hún og hlær. Fráskilin á miðjum aldri fór Auður að stunda skemmtanalífið í Reykjavík, eitthvað sem hún hafði ekki gert allt sitt hjónaband. „Þetta var bara sturlaður tími. Maður fór aftur að fara á barina og ég held að það hafi bara bjargað lífi mínu.“ Hélt hún gæti ekki eignast börn Eftir rússíbanareið og tilfinninga- byltingu er Auður lent, búin að ná jafnvæginu sem þeir með reynsluna sögðu að hún myndi ná tveimur árum eftir skilnað. „Ég á kærasta í dag og allt bara gaman,“ segir Auður, en bendir á að allt hafi þetta sína kosti og galla. „Það er rosa fínt að vera í góðu hjónabandi en líka rosa gott að vera bara einn á miðjum aldri, því það er tækifæri til að átta sig á því hvernig maður vill hafa líf sitt. Maður fær svo mikið skilgreiningar- og upp- götvunarvald í tilverunni.“ Einkasonurinn er orðinn tíu ára og skipta foreldrarnir uppeldinu jafnt á milli sín. „Þetta er eina barnið mitt svo það er alltaf einhver tregi að vera ekki alltaf með hann, en það er gott líka að geta skipst á að vera mikið með honum og svo rosa mikið að vinna og stússast.“ Langaði þig aldrei í fleiri börn? „Jú, jú, það bara gerðist ekki. Við höfðum verið saman í ellefu ár þegar hann kom í heiminn,“ segir Auður, sem varð móðir viku fyrir 38 ára afmælisdaginn. „Ég var farin að halda að ég gæti ekki eignast börn en hafði ekki farið í neina rannsókn því tengda,“ segir Auður, sem segir þau hafa ákveðið að líta svo á að þetta gerðist bara ef það gerðist. „En ég var þó farin að finna fyrir depurð, það vantaði eitthvað. Svo einn daginn var ég úti að hjóla í Berlín og fékk svo mikið svimakast að ég hjólaði næstum fyrir sporvagn, svo kom bara í ljós að ég væri ólétt. Þetta var alveg út í hött,“ segir hún með áherslu. „Svo bara kom hann í heiminn og það var rosaleg gleði. Mér finnst það breyta manni svo mikið að eignast barn. Það er eins og hver einasta fruma inni í manni fari í endurnýjun. Maður sér hlutina á nýjan hátt og ég fór að horfa öðrum augum á mömmu mína og ömmu og hluti eins og fæðingarþunglyndi. Það opnast nýtt spektrum, en koma barns getur þrátt fyrir góðan vilja líka breytt parasambandi í eitthvað annað. Það bara breytir öllu.“ Allt hér eftir er bónus Talið berst að væntingum okkar og kröfum til lífsins. „Maður fæðist með þá hugmynd að við eigum heimtingu á einhverju. En nú þegar ég er komin á minn aldur og horfi aðeins yfir sviðið þá er ég búin að fá svo margt, án þess að hafa endi- lega unnið fyrir því fram yfir annað fólk í heiminum. Maður gleymir því oft að þakka fyrir það lán í lífinu til dæmis að eiga foreldra á lífi, að hafa eignast barn, geta búið í þjóðfélagi þar sem maður getur unnið við það sem maður vill og sagt það sem maður vill. Ef ég myndi deyja á eftir væri það ekki ósanngjarnt að neinu leyti, ég var líklega komin á þann stað um þrítugt. Ég er búin að fá alveg fullt. Allt sem kemur hér eftir er bónus,“ segir Auður að lokum. Þakklát fyrir sitt. ■  32 Helgin 20. nóvember 2021 LAUGARDAGURFréttablaðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.