Fréttablaðið - 20.11.2021, Blaðsíða 110
Þetta er náttúrulega
mikil yfirlýsing, þar
sem hún gefur „the
man“ einfaldlega
fokkjú putta.
Birgir Jónsson,
forstjóri Play og
aðdáandi Taylor
Swift
Taylor Swift á vinsælasta lag
í heimi. Það er tíu mínútna
útgáfa af hinu níu ára gamla
lagi All Too Well, á nýrri
útgáfu af plötunni Red. Einn
mesti aðdáandi hennar hér
á landi er rokkhundurinn
Birgir Jónsson, forstjóri Play,
og fagnar hann útgáfunni.
„Þetta er ekki búið að gerast í ein
tuttugu, þrjátíu ár, að svona langt
lag nái slíkum vinsældum,“ segir
Birgir Jónsson, forstjóri Play og
rokkstjarna, en hann þrumaði í
trommusettið með Dimmu meðal
annars. Ekki eru margir sem vita að
hann er líklega einn stærsti aðdá-
andi söngkonunnar hér á landi.
Hann er sannkallaður f lugstjóri á
Swift-vagninum.
„Margir halda að ég sé að grínast
en ég er á þeirri skoðun að þetta sé
einn merkilegasti tónlistarmaður
okkar tíma, segir Birgir og stekkur
hvergi bros. „Það var mikið að það
kom einhver með eitthvað sem
skiptir máli. Ég er búinn að bíða
lengi eftir þessu,“ skýtur Birgir svo
inn í hlæjandi.
Söngkonan gaf nýverið út nýja
útgáfu af plötu sinni Red frá 2012,
sem líkt og önnur tónlist söng-
konunnar er nú komin í eigu hins
alræmda umboðsmanns Scooter
Braun. Platan er því ný útgáfa af
þeirri gömlu, sem Birgir segir ein-
faldlega miklu betri.
Red 2021 miklu betri en Red 2012
„Hér er hún að gera eitthvað sem
margir tónlistarmenn hafa reynt
en engum tekist. Að hrifsa til sín
eignarréttinn á þessum upptökum,
sem hún missti þarna í hendurnar
á einhverjum vondum kapítalista,“
segir Birgir.
Hann segir að þegar hljóðskrár
sömu laga frá 2012 og 2021 séu spil-
aðar hlið við hlið, séu þær nánast
að öllu leyti eins. Minnt er á að um
nákvæmlega sömu lög er að ræða.
„En samt er þetta miklu f lottara
og betra í þetta skiptið og hún er að
ná þessu upp á tíu. Þetta er náttúru-
lega mikil yfirlýsing, þar sem hún
gefur „the man“ einfaldlega fokkjú
putta,“ segir Birgir.
Treflalagið er kántrílag
All Too Well í tíu mínútna útgáfu
er fylgilag á nýja disknum frá söng-
konunni. Upprunalega lagið er um
fimm mínútna langt og er það líka
að finna í nýrri útgáfu á disknum.
„Þetta hefur lengi verið í uppá-
haldi meðal aðdáenda og hefur allt-
af verið kallað treflalagið [e. Scarf
song]. Þarna talar hún um þennan
margumrædda trefil,“ segir Birgir.
Í fyrsta versi lagsins syngur Taylor
til síns fyrrverandi, sem er nokkuð
ljóst að er Hollywood-leikarinn Jake
Gyllenhaal, og nefnir að hún hafi
gleymt treflinum sínum hjá systur
hans. Hann eigi trefilinn enn.
„Hann getur ekki farið út úr húsi
núna af því það eru allir brjálaðir út
í hann. Svo lætur hún þessa stutt-
mynd fylgja sem er alveg ógeðslega
flott hjá henni og hún eiginlega rífur
hann í sig,“ segir Birgir. Hann segir
alveg ljóst hvers kyns lag er hér um
að ræða.
„Þetta er hundrað prósent kántrí.
Þetta er saga af einhverjum sem er
vondur við einhvern og um einhvern
sem rís upp í kjölfarið. Ef eitthvað er
kántrílag þá er það þetta. Fólk sem
segist hata kántrí fattar ekki að það
verður ekki meira kántrí en þetta,“
segir Birgir um vinsælasta lag heims.
Tíu mínútna tónverk
Söngkonan flutti lagið í bandaríska
skemmtiþættinum Saturday Night
Live um helgina, í fullri tíu mínútna
útgáfu. Birgir segir það einstakt og
til vitnis um það hvílíkur viðburður
vinsældir lagsins séu í raun og veru.
„Á þessum tímum þar sem fólk,
og sérstaklega ungt fólk, er að
neyta tónlistar í þriggja mínútna
bitum, þá er það stórkostlegt að tíu
mínútna tónverki sé gefið pláss eins
og þarna,“ segir Birgir. Í þættinum
stóð söngkonan alein uppi á sviði
við sönginn og hefur fengið mikið
lof fyrir.
„Þetta var ótrúlega vel gert. Hún
var pínu brothætt og kom þessari
tilfinningu alveg á framfæri. Það er
magnað að þetta nái svona mikilli
athygli, því maður hefði haldið að
ungt fólk hefði bara ekki athyglis-
gáfuna í þetta, miðað við tónlistar-
markaðinn og hvernig hann er í dag.“
Við hin erum heppin
að búa í veröld Swift
Söngkonan á mest spilaða lag í heimi. Mynd/Getty
Swift er merkilegasti tónlistarmaður okkar tíma að mati Birgis. Það sætir tíðindum að tíu mínútna langt lag sé svo vinsælt. Mynd/GettySwift skaut Scooter Braun ref fyrir rass. Mynd/Getty
Red er komin aftur út. Nú svo sannarlega í eigu Swift.
Hver er Taylor Swift?
n Fæddist 13. desember 1989.
n Hún fæddist í smábænum West Reading í
Pennsylvaníu.
n Hún heitir fullu nafni Taylor Alison Swift.
n 14 ára fluttist hún til Nashville, Tennessee, til
að verða kántrístjarna.
n Hún spilar á gítar, píanó, ukulele, rafmagns-
gítar og banjó.
Tár á hvarmi við frumsýningu
„Útgefandinn vildi þetta lag ekki sem smáskífu,“
sagði söngkonan sigri hrósandi, í einlægri ræðu
á frumsýningu á fjórtán mínútna stuttmyndinni
sem hún gaf út í síðustu viku með laginu.
Þar fara leikararnir Dylan O’Brien og Sadie Sink
með hlutverk tveggja ástfanginna einstaklinga
og bregður heimsfrægum trefli þar meðal
annars fyrir. Á frumsýningunni rifjaði Taylor upp
útgáfu upprunalega lagsins á Red plötunni árið
2012.
„Þetta var uppáhaldið mitt,“ segir Taylor um
lagið. „Þetta var um eitthvað sem var mér mjög
persónulegt. Það var erfitt að flytja það í beinni.
Fyrir mér, í dag, er þetta lag 100 prósent um
okkur og fyrir ykkur,“ sagði hún við aðdáendurna
og þar mátti sjá tár á hvarmi víða.
Staðreyndir um vinsælasta lag í heimi
n Hún samdi það eftir sambandsslit sín við Jake
Gyllenhaal.
n Lagið er oft kallað „treflalagið“.
n Söngkonan sást með trefil á sér á þeim tíma,
sem Gyllenhaal hafði áður haft á hálsi sér.
n Útgefandinn vildi ekki gefa út lagið sem smá-
skífu og taldi það ekki líklegt til vinsælda.
n Hún hefur sagt þetta sitt persónulegasta lag
frá upphafi.
Umboðsmaðurinn
sem rændi lögunum
Taylor Swift ákvað að endur-
gera plötuna sína Red frá
2012, þar sem umboðsmað-
urinn Scooter Braun eignaðist
útgáfufyrirtækið Big Machine
árið 2019.
Hún var vægast sagt ósátt
og sagði hún Scooter, sem er
meðal annars umboðsmaður
Justins Bieber, hafa rænt sig
ævistarfinu.
„Núna hefur Scoot er rænt
ævi starfi mínu og ég fékk ekki
tæki færi til að kaupa. Í raun
og veru er tón listar arf leifð
mín í höndum ein hvers sem
vill eyði leggja hana.“
Oddur Ævar
Gunnarsson
odduraevar
@frettabladid.is
Birgir hefur reglulega lýst yfir
aðdáun sinni á söngkonunni og
kántrítónlist almennt á Facebook.
„Og fólk heldur að ég sé eitthvað
ruglaður.
Maður segir þetta ekki við hvern
sem er, því fólk hugsar alltaf um ein-
hverja Roy Rodgers, en það er ótrú-
legasta fólk sem hlustar á kántrí,“
útskýrir Birgir.
„Þetta er svo ótrúlega vel unnin
og útpæld tónlist. En maður fer svo-
lítið með þetta í hljóði og er til í að
segja frá öllu nema þessu. Stundum,
eins og núna, þá bara getur maður
ekki setið á sér. Fólk heldur alltaf að
ég sé að grínast, bara einhver þunga-
rokkari að fíf last, en ég bara elska
Taylor,“ segir Birgir. n
66 Lífið 20. nóvember 2021 LAUGARDAGURFréttablaðiðLífið Fréttablaðið 20. nóvember 2021 LAUGARDAGUR