Fréttablaðið - 20.11.2021, Blaðsíða 98

Fréttablaðið - 20.11.2021, Blaðsíða 98
Polestar er undirmerki Volvo bílamerkisins, sem framleiðir nú einungis rafbíla. Polestar 2 er öflugur rafbíll sem er undir fimm sekúndum í hundraðið, en getur samt dregið 1.500 kg. njall@frettabladid.is Polestar bílamerkið er nú komið á klakann fyrir alvöru, en Brimborg hefur hafið sölu á Polestar 2 raf­ bílnum. Í gær var haldin kynning á bílnum fyrir blaðamenn og mun nýr sýningarsalur verða opnaður í húsakynnum Brimborgar strax í næstu viku. Hægt verður þá að panta Polestar 2 gegnum netið á slóðinni polestar.com/is svipað og gert er hjá Tesla og er grunn­ verð bílsins 6.750.000 kr. Bílnum er ætlað að keppa við bíla eins og Tesla Model 3 Performance og BMW i4. Polestar 2 er stór f imm dyra hlaðbakur og er hann framleiddur í sömu verksmiðju og Volvo XC40 raf bíllinn í Luqiao í Kína, en þeir deila einmitt CMA undirvagn­ inum. Framleiðsla hans hófst í mars í fyrra og er um fyrsta raf bíl merkis­ ins að ræða en Polestar 1 var tengil­ tvinnbíll sem framleiddur var í tak­ mörkuðu magni. Drægi hans er allt að 540 km samkvæmt WLTP­staðl­ inum í 231 hestaf la framdrifsút­ gáfunni, en 480 km með tveimur rafmótorum. Auk þess getur hann dregið allt að 1.500 kg. Mikið er lagt upp úr öryggi í hönnun Polestar 2 en hann fékk hæstu einkunn raf bíls í árekstra­ prófi Euro NCAP. Hann aftengir raf hlöðuna við árekstur og er hönnunin á þann veg að hún er sér­ staklega varin. Fjórhjóladrifni bíll­ inn er samt talsvert öflugur eða 408 hestöfl og er aðeins 4,7 sekúndur í hundraðið. Í Performance­útgáfu kemur hann með stillanlegri Öhlins fjöðrun og öflugum Brembo bremsum. n Polestar merkið opnar sýningarsal á Íslandi njall@frettabladid.is Fyrsta prófun Guy Martin á 52 Express fór fram um miðjan nóv­ ember á Elvington f lugvellinum í Bretlandi. Hraðametið sem til stendur að reyna við er 605 km á klst. en Guy Martin vonast til að ná um 650 km hraða þegar reynt verður við metið. Núverandi met á Rocky Robinson sem setti það á 1.000 hestaf la Suzuki mótorhjóli árið 2010. Sá sem hannað hefur hjólið er fyrrum keppandi í MotoGP, sem heitir Alex Macfadzean. Hann hannaði mótorhjólið sem setti breska hraðametið árið 1991. Á fyrsta prófunardegi var hámarks­ hraðanum haldið undir 150 km á klst., meðan bremsuvegalengd hjólsins var mæld. Annan próf­ unardaginn var hraðinn aukinn í 240 km á klst., en aflvélin í hjólinu er Rolls­Royce Gem­42 túrbína úr Westland Lynx þyrlu sem skilar um 1.200 hestöflum. Grindin er með einrýmissmíði úr áli og er létt, en tvær fallhlífar sjá um að hægja á hjólinu þegar þar að kemur. Mun verða reynt við metið á Uyuni­saltsléttunum í Bólivíu. n Guy Martin prófar 52 Express í fyrsta skipti Guy Martin við hjólið án vindhlífa á Elvington flugvellinum. njall@frettabladid.is Óhætt er að segja að framleiðend­ urnir fari óhefðbundnar leiðir með þessum bílum, enda hafa þeir báðir vakið mikla athygli. Ljósabúnaður EV9 er sérstakur, sem og kassalaga útlitið með sínum hvössu línum. Kringum hjólin eru áberandi bretta útvíkkanir og afturrúðan er innfelld. Hin svokallaða vélarhlíf er nú sólarsella og þakbogar eru inn­ fellanlegir. Um stóran bíl er að ræða sem er næstum fimm metra langur og hjólhafið er 3.100 mm sem er 200 mm lengra en í Kia Tellu ride. Hægt er að velja um nokkrar stillingar á innanrými og er Active Mode hefð­ bundin akstursstilling, á meðan Pause Mode breytir miðjusæta­ röðinni í borð. Hyundai SEVEN er líka tilrauna­ bíll sem er hér forsýndur sem fram­ leiðslubíll. Von er á bílnum 2024 á markað, svo að líklega mun hann ekki breytast mikið þangað til. Bíllinn er með lágt húdd, bogalínu í þaki og mikið hjólhaf sem gerir hann nokkuð óvenjulegan. Pixluðu framljósin ná nú yfir allan fram­ endann og afturhlerinn er gegnsær. Undirvagninn er sá sami og á Ioniq 5 en hjólhafið er enn meira en á EV9 eða 3.200 mm. Þess vegna er innan­ rými mikið með flötu gólfi og líkt og í EV9 er hægt að breyta sætaröðum með margs konar hætti, þótt ólík­ legt sé að slíkt sjáist í framleiðslu­ bílnum. Tilraunabíllinn er sagður hafa yfir 500 km drægi en Ioniq 5 er með tveimur mótorum og skilar 306 hestöflum, svo að þessi bíll hefur allavega úr því sama að spila, ef ekki talsvert meiru. n Sjö sæta tilraunabílar Kia og Hyundai Kia EV9 er með sérstakt kassa- laga útlit sem vakið hefur athygli. Í Hyundai SEVEN er hjólhafið allsvakalegt eða 3,2 metrar og flatt gólfið gerir mögulegt að breyta uppröðun sæta með margvíslegum hætti. Sýningarsalur Polestar í aðalbyggingu Brimborgar er til bráðabirgða, en nýr sjálfbær sýningarsalur verður opnaður í húsnæði Ártúnsbrekkumegin á fyrsta ársfjórðungi 2022. fréttablaðið/sitryggur ari Formleg sala á Polestar 2 bílnum hefst 25. nóv- ember og verða fyrstu bílarnir afhentir eig- endum sínum í febrúar næstkomandi. Bílar Fréttablaðið 20. nóvember 2021 laUGarDaGUr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.