Fréttablaðið - 20.11.2021, Blaðsíða 55
Vilt þú hafa áhrif á orkuskipti, loftslagsmál
Hlutverk samskiptastjóra stafrænnar miðlunar
er að tryggja sýnileika, trúverðugleika og upp
lýsingamiðlun Orkustofnunar á stafrænum miðlum,
gagnvart fjölmiðlum og öðrum hagaðilum, sem og
að tryggja markvisst innra upplýsingaflæði.
Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:
• Uppbygging stafræns miðlunarumhverfis
Orkustofnunar
• Umsjón með stafrænni miðlun Orkustofnunar,
þar með talið vefsíðu og samfélagsmiðlum
• Samskipti við samstafsaðila innanlands og
á erlendum vettvangi
• Skipulagning og utanumhald viðburða
• Ábyrgð á útgáfumálum og framsetningu efnis
• Innri samskipti og upplýsingamiðlun
• Aðstoða orkumálastjóra við samskipti, miðlun
og samstarf innan lands og utan
Hlutverk sviðsstjóra loftslagsmála, orkuskipta og ný
sköpunar er að móta og leiða til árangurs nýtt svið
sem stuðlar að því að Ísland nái markmiðum um
kolefnis hlutleysi árið 2040 og olíuleysi árið 2050.
Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:
• Leiða og móta nýtt svið
• Greiningar og ráðgjöf til stjórnvalda um hvernig
ná megi markmiðum um kolefnishlutleysi og
hraða orkuskiptum á Íslandi
• Efling nýsköpunar og rannsókna á svið
loftslagsmála og orkuskipta m.a. í gegnum
Orkusetur og Orkusjóð
• Stefnumótun, markmiðasetning, áætlanagerð
og eftirfylgni
• Stjórnun teymis, árangursstýring, endurgjöf til
starfsmanna, stöðugar umbætur og eftirfylgni
• Uppbygging samstarfs og öflun fjármagns til
verkefna sem stuðla að nýsköpun og skilvirkum
orkuskiptum
Hlutverk sviðsstjóra sjálfbærrar auðlindanýtingar
er að skapa skýra umgjörð fyrir stjórnsýslu leyfis
veitinga vegna nýtingar á auðlindum Íslands.
Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:
• Setur skýra umgjörð fyrir veitingu
rannsóknarleyfa og nýtingarleyfa.
• Vinnur að markmiðasetningu, áætlanagerð og
eftirfylgni er varðar starfsemi sviðsins
• Stjórnun teymis, árangursstýring og endurgjöf til
starfsmanna, stöðugar umbætur og eftirfylgni
• Þróun sviðsins í takt við þróun á regluverki
og rammaáætlun
• Áætlanagerð og þátttaka í öflun fjármagns
• Umbótastarf og framþróun í samræmi við
alþjóðleg viðmið, sjálfbærni og umhverfi
os.is
Nánari upplýsingar um hæfniskröfur er að fnna á vef Orkustofnunar:
os.is/orkustofnun/laus-storf/
Umsókn skal fylgja ferilskrá og stutt bréf þar sem umsækjandi gerir grein fyrir
áhuga og hæfni í starfi út frá hæfnikröfum auglýsingar. Nánari upplýsingar um
störfin veitir Inga Björg Hjaltadóttir hjá Attentus, inga@attentus.is Umsóknum
skal skilað í gegnum 50skills. Umsóknir eru gildar í sex mánuði frá birtingu
auglýsingar innan stofnunarinnar og umsóknir gilda í öll störf þessarar auglýsingar.
Umsóknafrestur er til og með 1. desember 2021.
Orkustofnun starfar í þágu samfélagsins og í takt við orkustefnu Íslands. Hlutverk
hennar er að skapa skýra umgjörð um orkumál, stuðla að nýsköpun og upplýstri
umræðu og að veita stjórnvöldum faglega ráðgjöf í þágu almannaheilla.
Stefna Orkustofnunar er að byggja upp þekkingu á fagsviðum stofnunarinnar
svo sem á sviðum orkuvinnslu, orkunýtingar og loftslagsmála, stunda skilvirka og
gagnsæja stjórnsýslu, sem og sjálfstætt vandað eftirlit. Orkustofnun leggur áherslu
á að vera framsýn, traust og skilvirk stofnun, með sem jafnast kynjahlutfall.
Sviðsstjóri sjálfbærrar
auðlindanýtingar
Sviðsstjóri loftslagsmála,
orkuskipta og nýsköpunar
Samskiptastjóri
stafrænnar miðlunar
Vilt þú hafa áhrif
á framtíð orkumála?