Fréttablaðið - 20.11.2021, Blaðsíða 8
Við setjum upp hleðslustöðvar á 60 stöðum
í borginni næstu þrjú árin. Hjálpaðu okkur
að finna réttu staðina.
Sendu okkur tillögu á reykjavik.is/hledsla
Hvar vilt þú
hlaða batteríin?
Skipt var um stjórnarfor-
mann hjá Úrvinnslusjóði í
gær. Sjóðurinn sætir rann-
sókn Ríkisendurskoðunar
vegna alvarlegra ásakana
um rangar tölur um endur-
vinnslu á plasti og fleira.
elinhirst@frettabladid.is
endurvinnsla Magnús Jóhann-
esson, fyrrverandi ráðuneytis-
stjóri umhverf isráðuneytisins,
tók í gær við stjórnarformennsku
í Úrvinnslusjóði af Laufeyju Helgu
Guðmundsdóttur. Skipunartími
Laufeyjar var til ársins 2023. Í svari
frá umhverfisráðuneytinu segir
að Laufey hafi látið af stjórnarfor-
mennsku að eigin ósk. Ekki náðist
í Laufey Helgu við vinnslu fréttar-
innar.
Alþingi samþykkti í vor að Ríkis-
endurskoðun skyldi rannsaka starf-
semi Úrvinnslusjóðs, en sjóðurinn
velti tveimur milljörðum króna árið
2020. Í greinargerð með skýrslu-
beiðni Alþingis, sem níu þing-
menn Sjálfstæðisf lokksins lögðu
fram og var samþykkt, kemur fram
harðorð gagnrýni á vinnubrögð
Úrvinnslusjóðs, svo sem að opin-
berar tölur sjóðsins séu rangar og
Ólgusjór ásakana umvefur störf Úrvinnslusjóðs
Sjóðurinn er sakaður um að gefa upp rangar tölur í endurvinnslu.
stór hluti þess plasts sem fluttur er
úr landi og Úrvinnslusjóður greiði
fyrir, séu óhreinindi. Þá sé erfitt að
nálgast opinberar tölur yfir ráð-
stöfun fjármagns sjóðsins, þar sem
ekki hafi verið birtir ársreikningar
Úrvinnslusjóðs frá árinu 2016.
Langflestar vörur, bæði þær sem
eru framleiddar hér á landi og inn-
f luttar, bera svokallað úrvinnslu-
gjald, sem rennur í Úrvinnslu-
sjóð. Viðskiptamódelið á bak við
Úrvinnslusjóð er að sjóðurinn
semur við verktaka, Sorpu, Terra,
Íslenska gámafélagið og f leiri.
Þessir aðilar senda síðan upp-
lýsingar um það magn sem þeir
hafa safnað, en fá ekki greitt úr
Úrvinnslusjóði fyrr en þeir hafa
komið þeim til ráðstöfunaraðila
sem Úrvinnslusjóður viðurkennir.
Þar á meðal er sænska fyrirtækið
Swerec, sem hefur orðið uppvíst
að fölsun upplýsinga.
Upp komst um misferli hjá Swe-
rec gagnvart sambærilegum aðilum
og Úrvinnslusjóði í Noregi og Sví-
þjóð, þar sem í ljós kom að endur-
vinnsluhlutfallið var mun lægra en
Swerec hafði gefið upp. Íslendingar
voru hins vegar ekki með neina
samninga við Swerec sem kváðu á
um tiltekinn árangur við f lokkun-
ina, að sögn Ólafs Kjartanssonar,
framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs.
Stundin g reinir f rá þv í að
kviknað hafi í verksmiðju á vegum
Swerec í Lettlandi árið 2017, og að
gríðarleg mengun hafi hlotist af
brunanum og í ljós komið að mörg
þúsund tonn af plasti frá Swerec
var að finna á svæðinu. Í fram-
haldinu var gerð húsleit hjá Swe-
rec og í ljós kom að Swerec hafði
falsað upplýsingar um hvað yrði
um plastið sem það veitti móttöku.
Þá segir Stundin frá því að mikið
magn af íslensku plasti hafi fund-
ist á glámbekk í geymslu á vegum
fyrirtækis í Kalmar í Svíþjóð, sem
Swerec hafði samið við um endur-
vinnslu, eftir að það fór í þrot.
Stundin greinir einnig frá því að
Úrvinnslusjóður hafi ekki gefið
upp réttar tölur til Umhverfisstofn-
unar um förgun á plasti og reynd-
ist mun minna hlutfall af plastinu
hafa farið í endurvinnslu en tölur
sjóðsins sögðu til um.
Ólafur segir að þær tölur hafi
verið leiðréttar um leið og í ljós
kom að þær væru rangar, en ekki
var gerður greinarmunur á plasti
sem fór í endurvinnslu og plasti
sem fór í brennslu. Þar er þó mikill
munur á, því að það plast sem fer í
endurvinnslu er mun verðmætara
og umhverfisvænna en það sem er
brennt og nýtt í orkuvinnslu. n
Magnús
Jóhannesson,
stjórnarformað-
ur Úrvinnslu-
sjóðs
Laufey Helga
Guðmundsdótt-
ir, fyrrverandi
stjórnarformað-
ur Úrvinnslu-
sjóðs
8 Fréttir 20. nóvember 2021 LAUGARDAGURFréttablaðið