Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.11.2021, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 20.11.2021, Qupperneq 8
Við setjum upp hleðslustöðvar á 60 stöðum í borginni næstu þrjú árin. Hjálpaðu okkur að finna réttu staðina. Sendu okkur tillögu á reykjavik.is/hledsla Hvar vilt þú hlaða batteríin? Skipt var um stjórnarfor- mann hjá Úrvinnslusjóði í gær. Sjóðurinn sætir rann- sókn Ríkisendurskoðunar vegna alvarlegra ásakana um rangar tölur um endur- vinnslu á plasti og fleira.   elinhirst@frettabladid.is endurvinnsla Magnús Jóhann- esson, fyrrverandi ráðuneytis- stjóri umhverf isráðuneytisins, tók í gær við stjórnarformennsku í Úrvinnslusjóði af Laufeyju Helgu Guðmundsdóttur. Skipunartími Laufeyjar var til ársins 2023. Í svari frá umhverfisráðuneytinu segir að Laufey hafi látið af stjórnarfor- mennsku að eigin ósk. Ekki náðist í Laufey Helgu við vinnslu fréttar- innar. Alþingi samþykkti í vor að Ríkis- endurskoðun skyldi rannsaka starf- semi Úrvinnslusjóðs, en sjóðurinn velti tveimur milljörðum króna árið 2020. Í greinargerð með skýrslu- beiðni Alþingis, sem níu þing- menn Sjálfstæðisf lokksins lögðu fram og var samþykkt, kemur fram harðorð gagnrýni á vinnubrögð Úrvinnslusjóðs, svo sem að opin- berar tölur sjóðsins séu rangar og Ólgusjór ásakana umvefur störf Úrvinnslusjóðs Sjóðurinn er sakaður um að gefa upp rangar tölur í endurvinnslu. stór hluti þess plasts sem fluttur er úr landi og Úrvinnslusjóður greiði fyrir, séu óhreinindi. Þá sé erfitt að nálgast opinberar tölur yfir ráð- stöfun fjármagns sjóðsins, þar sem ekki hafi verið birtir ársreikningar Úrvinnslusjóðs frá árinu 2016. Langflestar vörur, bæði þær sem eru framleiddar hér á landi og inn- f luttar, bera svokallað úrvinnslu- gjald, sem rennur í Úrvinnslu- sjóð. Viðskiptamódelið á bak við Úrvinnslusjóð er að sjóðurinn semur við verktaka, Sorpu, Terra, Íslenska gámafélagið og f leiri.  Þessir  aðilar senda síðan upp- lýsingar um það magn sem þeir hafa  safnað, en fá ekki greitt úr Úrvinnslusjóði fyrr en þeir hafa komið þeim til ráðstöfunaraðila sem Úrvinnslusjóður viðurkennir.  Þar á meðal er sænska fyrirtækið Swerec, sem hefur orðið uppvíst að fölsun upplýsinga. Upp komst um misferli hjá Swe- rec gagnvart sambærilegum aðilum og Úrvinnslusjóði í Noregi og Sví- þjóð, þar sem í ljós kom að endur- vinnsluhlutfallið var mun lægra en Swerec hafði gefið upp. Íslendingar voru hins vegar ekki með neina samninga við Swerec sem kváðu á um tiltekinn árangur við f lokkun- ina, að sögn Ólafs Kjartanssonar, framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs. Stundin g reinir f rá þv í að kviknað hafi í verksmiðju á vegum Swerec í Lettlandi árið 2017, og að gríðarleg mengun hafi hlotist af brunanum og í ljós komið að mörg þúsund tonn af plasti frá Swerec var að finna á svæðinu. Í fram- haldinu var gerð húsleit hjá Swe- rec og í ljós kom að Swerec hafði falsað upplýsingar um hvað yrði um plastið sem það veitti móttöku. Þá segir Stundin frá því að mikið magn af íslensku plasti hafi fund- ist á glámbekk í geymslu á vegum fyrirtækis í Kalmar í Svíþjóð, sem Swerec hafði samið við um endur- vinnslu, eftir að það fór í þrot. Stundin greinir einnig frá því að Úrvinnslusjóður hafi ekki gefið upp réttar tölur til Umhverfisstofn- unar um förgun á plasti og reynd- ist mun minna hlutfall af plastinu hafa farið í endurvinnslu en tölur sjóðsins sögðu til um. Ólafur segir að þær tölur hafi verið leiðréttar um leið og í ljós kom að þær væru rangar, en ekki var gerður greinarmunur á plasti sem fór í endurvinnslu og plasti sem fór í brennslu.  Þar er þó mikill munur á, því að það plast sem fer í endurvinnslu er mun verðmætara og umhverfisvænna en það sem er brennt og nýtt í orkuvinnslu. n Magnús Jóhannesson, stjórnarformað- ur Úrvinnslu- sjóðs Laufey Helga Guðmundsdótt- ir, fyrrverandi stjórnarformað- ur Úrvinnslu- sjóðs 8 Fréttir 20. nóvember 2021 LAUGARDAGURFréttablaðið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.