Fréttablaðið - 20.11.2021, Blaðsíða 84

Fréttablaðið - 20.11.2021, Blaðsíða 84
Fjórða matreiðslubók Evu Laufeyjar Kjaran Hermanns- dóttur, Bakað með Evu, kom út á dögunum og segir hún hana ætlaða allri fjöl- skyldunni. Uppskriftirnar séu þannig að allir ættu að geta leyst þær. Stundum þarf maður hjálp frá fjölskyldumeðlimum en það er einmitt mark- mið mitt að fjölskyldan og vinir komi saman og baki upp úr bókinni. Ég elska að baka með mínum stelpum og ég á svo góðar minningar úr eldhúsinu með ömmu og mömmu, þess vegna veit ég að þessar stundir í eldhúsinu sem geta stundum verið kaótískar skilja þó eftir ljúfar minningar, segir Eva Laufey. Eva segist sækja innblástur að uppskriftum út um allt og hún elski að fara í ný bakarí og smakka eitt- hvað nýtt. „Sérstaklega ef ég fer til útlanda, sumir leita uppi ákveðnar búðir á meðan ég reyni að stoppa í flestum bakaríum. Mér finnst líka mjög gaman að prófa mig áfram með gamlar og góðar uppskriftir sem mamma og amma notuðu mikið.“ Klárar jólagjafir í nóvember Aðspurð segist Eva elska aðventuna og vera yfirleitt byrjuð snemma að skreyta og hlusta á jólalög. „Hægt og rólega byrja ég svo að baka jóla- kökur. Ég reyni alltaf að klára jóla- gjafir í nóvember og þarf þess vegna ekkert að spá í því í desember og nýt þess frekar að baka meira og njóta aðventunnar með fjölskyldu og vinum.“ Það er alltaf í nægu að snúast hjá Evu Laufeyju en hún lýsir sér sem „Excel-konu“ og „to do lista-fíkli“. „Ég er að reyna að hemja mig í þessum listum en ég verð eiginlega að hafa gott skipulag því annars myndi ég bara gleyma hlutum. Ég fæ að gera alls konar skemmtilega hluti í vinnunni og einnig utan vinnu og vinnan er áhugamálið mitt og þess vegna næ ég að sinna þessum verk- efnum, því mér finnst þetta brjál- æðislega skemmtilegt,“ segir Eva sem býr á Akranesi og segist nýta tímann sem fer í akstur fram og til baka í skipulag. Oreo-bomba 3 x 20 cm form Það er stundum alls ekki nóg að baka einfalda súkkulaðiköku, hún þarf stundum eitthvað auka og þá kemur Oreo til bjargar eins og svo oft. Þessi uppskrift og kaka er sann- kölluð bomba og þið verðið ekki svikin. Botnarnir 400 g sykur 220 g hveiti 120 g kakó 2 tsk. matarsódi 1 tsk. lyftiduft 1 tsk. salt 3 egg 2,5 dl súrmjólk 2,5 dl heitt soðið vatn 2 dl ljós bragðlítil olía 1 tsk. vanilludropar Vinnan er aðaláhugamálið Eva Laufey nýtur aðventunnar í botn enda klárar hún jólagjafainnkaup í nóvember. MYNDIR/HEIÐDÍS GUÐBJÖRG GUNNARSDÓTTIR Ómótstæðileg Oreo-bomba sem engan svíkur. Sörurnar eru ómissandi í desember og gaman að útbúa. Eva segist elska að baka með stelpunum sínum. Forhitið ofninn í 180°C (blástur). Sigtið þurrefnin saman í skál (sykur, hveiti, kakó, matarsóda, lyftiduft og salt). Bætið eggjum, súrmjólk, soðnu vatni, olíu og vanilludropum saman við og þeytið áfram. Skiptið deiginu jafnt á milli forma og bakið við 180°C í 25 mín- útur. Kælið botnana mjög vel. Oreo-rjómaostakremið 700 g flórsykur 500 g smjör 200 g rjómaostur 100 g Oreo-kex og meira fyrir skraut 1 tsk. vanilludropar Þeytið saman rjómaost og smjör og bætið svo f lórsykrinum smám saman við. Bætið vanilludropum út í og þeytið áfram í nokkrar mínútur. Myljið kexið í matvinnsluvél og bætið saman við. Sprautið kreminu á milli botn- anna og þekið kökuna með krem- inu. Kælið kökuna mjög vel áður en þið hellið súkkulaðikreminu yfir. Kremið verður að vera stíft. Súkkulaðikremið 100 g súkkulaði 1 dl rjómi Hitið rjóma að suðu, saxið súkku- laði og hellið rjómanum yfir. Ley f ið sú k k u laðir jómanu m að standa í smá stund og hrærið aðeins upp í. Hellið varlega yfir kökuna og skreytið gjarnan með ferskum jarðarberjum og Oreo-kexi. Sörurnar Sörur eru ómissandi í desember og þær eru í sérstaklega miklu uppá- haldi hjá mér og minni fjölskyldu. Það er lítið mál að baka sörur en það er smá dúllerí og því tilvalið að virkja fjölskyldumeðlimi eða bjóða vinum heim og baka saman – þær stundir geta verið ósköp indælar. 4 eggjahvítur 230 g möndlur Björk Eiðsdóttir bjork @frettabladid.is 230 g flórsykur Salt á hnífsoddi Forhitið ofninn í 180°C (undir- og yfirhita). Hak k ið möndlurnar í mat- vinnsluvél. Stífþeytið eggjahvíturnar. Blandið möndlunum, f lórsykr- inum og saltinu varlega saman við eggjahvíturnar með sleikju. Mótið kökurnar með teskeið og setjið á pappírsklædda ofnplötu. Bakið í 10-12 mínútur. Kremið 4 eggjarauður 1 dl vatn 130 g sykur 300 g smjör, við stofuhita 3 msk. kakó 1 tsk. vanilludropar 1 msk. sterkt uppáhellt kaffi Þeytið eggjarauðurnar þar til léttar og ljósar. Hitið vatn og sykur saman í potti þar til sykurinn bráðnar og verður að sírópi en það tekur nokkrar mínútur. Hellið sírópinu saman við eggja- rauðurnar i mjórri bunu og haldið áfram að þeyta. Skerið smjörið í teninga og bætið út í. Bætið kakó, vanillu og kaffi út í kremið. Þeytið í svolitla stund eða þar til kremið verður silkimjúkt. Það er ágætt að smakka kremið til á þessu stigi. Gott er að sprauta kreminu á kökurnar með sprautupoka eða nota teskeiðar til þess að smyrja kreminu á þær. Það er algjört smekksatriði hversu mikið af kremi fer á kökurnar. Kælið kökurnar mjög vel, helst í frysti áður en kökurnar eru hjúp- aðar með súkkulaði. Hjúpurinn 300 g súkkulaði, til dæmis suðu- súkkulaði Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði. Dýfið kremhlutanum á sörunum ofan í súkkulaðið. Gott er að geyma kökurnar í frysti en takið þær út með smá fyrirvara áður en þið berið þær fram. n 40 Helgin 20. nóvember 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.