Fréttablaðið - 20.11.2021, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 20.11.2021, Blaðsíða 30
Ritlistin breytti lífi Auðar Jónsdóttur, sem fann sig betur á djamminu en í skóla á sínum yngri árum. Minni- máttarkenndin sem svo þjakaði hana yfir að hafa ekki numið bókmenntafræði eða heimspeki, heldur vera 22 árs og fráskilin að vestan, átti þó eftir að hverfa. Tilfinningar eru umfjöll- unarefni nýjustu bókar Auðar Jónsdóttur, Allir fuglar f ljúga í ljósið, nánar tiltekið tilfinn- ingaleg stéttaskipting sem Auður segir lúmskustu stéttaskiptinguna. „Aðalpersónur bókarinnar er fólk sem fór með ekki alltof góð spil út í lífið,“ segir Auður. „Ef við höfum ekki fengið rétt viðbrögð við erf- iðum upplifunum sem börn, getur það truflað og beyglað svo mikið í tilfinningalífi okkar að við verðum útsettari en ella fyrir erfiðleikum. Ég er að reyna að ná svipmyndum af fólki sem býr við ákveðið getuleysi í tilfinningalífi sínu.“ Ofbeldi er jafnframt umfjöllunar- efni en sögupersónan bæði beitir og er beitt ofbeldi. „Ofbeldi á stundum til að birtast ekki í einni mynd, oft er eitthvert mynstur sem það fæðist upp úr.“ Auður skoðar þannig for- söguna: „Hvar byrjar þetta og hverjar eru sögurnar? Hvað býr í samskipt- unum? Mig langaði að skrifa um konu sem væri búin að gefast upp á að vera með tilfinningar. Ég fór að horfa á höfundarverk mín aftur í tímann og sá þá gegnumgangandi þema í bók- unum: Að það verður einhvers konar áfall í æsku og svo er ég að skoða manneskjuna á fullorðinsárum í einhverri annarri sögu. Það er alltaf þessi forvitni um samspil fortíðar og nútíðar. Að hversu miklu leyti erum við fortíðin? Úr hverju koma viðbrögð okkar? Það er þannig sem ég er að skoða ofbeldi, hvaðan koma svona skrítnir reflexar og hvað gerir okkur útsett fyrir því? Söguhetjan á mikla ofbeldissögu að baki og fer því út í lífið án þess að vera með sömu tilfinningalegu tækin og tólin og margir.“ Hugmyndin um tilfinningalega stéttaskiptingu er Auði hugleikin. „Við getum komið frá alls konar mis- efnuðum heimilum, en það er þetta tilfinningalega öryggi sem er svo lúmsk stéttaskipting. Hversu vel við hvílum í okkur og getum tekist á við lífið og tengt við aðrar manneskjur.“ Ósmart að fjalla um alkóhólisma Eins og Auður segir hefur hún verið að horfa yfir feril sinn. „Ég gef fyrstu bókina mína út árið 1998. Hún fjallar um stelpu sem á mömmu sem er alkóhólisti og þetta þóttu ekki fínar bókmenntir þá. Mikael Torfa- son var að einhverju leyti á svipaðri línu og við þóttum ekki smart í bók- menntalegri kreðsu. Það var skömm sem fylgdi þessu umfjöllunarefni, enda alkóhólismi litinn allt öðrum augum á þessum tíma.“ Báðir ólust höfundarnir upp við alkóhólisma og Auður segist halda að þau hafi átt það sammerkt að vera að brjótast út úr einhverju með skrifum sínum. „Það er svona mín kynslóð höfunda sem er að byrja að kafa ofan í þetta og maður fékk oft á sig rosa fuss frá eldra fólki, sem fannst þetta ekki viðeigandi. En í raun var ekkert sem maður skrifaði sem kæmist með tærnar þar sem eitt opnuviðtal í Stundinni eða DV er með hælana í dag,“ segir hún, en viðurkennir að hafa upplifað bæði ótta og skömm með því að taka á þessu viðkvæma efni. Skrifaði sig inn í nýtt líf Eftir að hafa upplifað sig týnda unga konu og átt að eigin sögn kolsvört unglingsár, skrifaði Auður sig inn í nýtt líf. Fréttablaðið/Valli Björk Eiðsdóttir bjork @frettabladid.is Þetta var samt skrítið líf Auður er 24 ára þegar fyrsta bókin hennar, Stjórnlaus lukka, kemur út. „Ég var í rauninni að skrifa mig inn í nýtt líf. Ég hafði átt kolsvört unglingsár. Ég týndist gjörsamlega, fékk margoft f log og vaknaði upp á bráðamóttöku, f losnaði upp úr skóla og prófaði þónokkra mennta- skóla,“ segir Auður, sem greindist með f logaveiki á unglingsárum. „Ég var mikið til vandræða, enda leið mér oft tætingslega.“ Djammið var fyrirferðarmikið en Auður segist þó ekki hafa leiðst út í eiturlyf. „Ég held ég hafi bara haft vit á að sleppa dópinu því ég var með flogaveiki. Hún bjargaði mér,“ segir hún í léttum tón. „Þetta var samt svo skrítið líf, því ég bjó inni á milli hjá ömmu á Gljúfrasteini og jafnaði mig þar, fékk mat og straujuð föt og fór í sund,“ segir hún, en móðuramma hennar og afi voru Halldór og Auður Laxness. Auður vann við ýmislegt á þess- um tíma eins og f lestir af hennar kynslóð. „Ég var á miklum þvælingi um landið og vann í fiski, uppvaski, í bíómyndum og á öldrunarheimili. Foreldrar mínir skildu og því fylgdi öldugangur, stundum var erfitt ástand á heimilinu. Ég átti rosa góða vinkonu, Binnu, á Flateyri og fór þangað mikið og bjó þá hjá henni, á verbúð og á Vagninum.“ Giftist 20 árum eldri manni Þegar mannskætt snjóf lóð féll á Flateyri árið 1995 segist Auður hafa upplifað það sem mikið heimshrun. „Ég fer vestur í ráðaleysi ungrar manneskju sem heldur að hún geti bjargað heiminum. Þar var ég svo í ár eftir f lóðið og þetta var mjög skrítinn tími, enda fóru ansi margir heimamenn burt og í staðinn komu alls konar lukkuriddarar og þarna ríkti skrítin stemning.“ Auður kynntist manni sem var 20 árum eldri en hún og þau hófu sam- band. „Hann var rosalega drykk- felldur, hafði verið að grafa upp fólk úr f lóðinu og þjáðist líklega af áfallastreituröskun. Einn daginn vöknuðum við upp og áttum hvorki fyrir sígarettum né kaffi. Ég sagði þá: „Við skulum bara gifta okkur – þá gefa okkur allir allt,“ rifjar hún upp á hispurslausan hátt. Auður hafði samband við Ólaf Helga Kjartansson, þáverandi sýslumann á Ísafirði, og spurði hvort hann gæti gift sig. „Hann spurði hvenær og ég svar- aði „í dag“ og hann sagði mér þá að koma klukkan eitt. Í framhaldi var haldin veisla fyrir okkur á Vagn- inum og dregið fram lambakjöt úr frystinum og rauðvín og við fengum fullt af sígarettum.“ Auður hringdi svo í móður sína með fréttirnar úr tíkallasíma. „Ég held ég hafi í og með gert þetta til að ögra henni og þetta var náttúr- lega sjokk fyrir hana.“ Send til Svíþjóðar að klára bók Hjónabandið entist aðeins í nokkra mánuði og þar var amma Auðar og nafna, Auður Laxness, áhrifavaldur. „Ég hafði f lutt aftur í bæinn með þennan mann og var í algjöru ráða- leysi. Ég fékk vinnu sem þjónustu- fulltrúi hjá Stöð 2 á meðan hann þóttist fara í vinnu, en var svo bara á einhverjum nektarbúllum og fyll- eríi á daginn. Ég byrjaði þá að skrifa bók sem eins konar björgunarlínu. Ég vissi ekkert hvað ég var að gera en hafði alltaf leitað í skrifin frá því ég var lítil.“ Einn daginn vöknuðum við upp og áttum hvorki fyrir sígarettum né kaffi. Ég sagði þá: Við skul- um bara gifta okkur – þá gefa okkur allir allt. Mér finnst það breyta manni svo mikið að eignast barn. Það er eins og hver ein- asta fruma inni í manni fari í endur- nýjun.  30 Helgin 20. nóvember 2021 LAUGARDAGURFréTTablaðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.