Fréttablaðið - 20.11.2021, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 20.11.2021, Blaðsíða 28
En svo fór að hann varð ekki læknirinn á heimilinu, heldur konan hans, Arna Dögg Einarsdóttir, sem er læknir á líknardeild Landspítalans í Kópavogi, en þau hafa verið saman „allt frá fyrsta kossi 1998“ og það glaðnar yfir viðmælandanum um stund, áður en talið berst að heimil­ ishaldinu og uppeldi fjögurra barna á aldrinum 17, 16, 12 og 10, en á bak við þær tölur eru Ragnheiður Hulda, Steinar Gauti, Eggert og Móeiður. „Það eru forréttindi að vera borg­ arstjóri, en það getur verið fórn fyrir þá sem eru manni nánastir. Álagið sem fylgir starfinu er oft mjög mikið og álaginu heima fyrir er misskipt eftir því. Ég skrifa aðeins um þetta í nýju bókinni og kemst þannig að orði að ég upplifi mig nánast sem gervifemínista. Ég er alinn upp í jafnrétti. Mamma og pabbi skiptu heimilisverkunum alltaf jafnt á milli sín þegar þau voru að ala okkur systkinin upp. Í þeim samanburði hef ég ekki staðið mína plikt. Það er á við framkvæmdastjórastöðu að reka heimili með fjögur börn á aldrinum 10 til 17 ára og henni hefur Arna gegnt að stórum hluta. Þannig er það bara.“ Hefurðu misst af börnunum? „Nei, samband mitt við krakkana er gott. En það getur verið ósann­ gjarnt að vera makinn sem er bara til staðar þegar það er gaman hjá börnunum, en vera oftast víðs fjarri þegar það þarf að leysa úr öllum þessum aragrúa hversdagslegra verkefna sem þarf að sinna á stóru barnaheimili.“ En hefurðu misst af Örnu? „Nei, sem betur fer ekki – og þvílík gæfa að hafa hitt hana – og heppni. Það er ekkert sjálfgefið að hitta réttu manneskjuna, en það gerðist í mínu tilviki – og hennar sennilega líka,“ segir Dagur og brosir á ný: „Við eigum sem betur fer fjölmargt sam­ eiginlegt og verjum fyrir vikið mikl­ um tíma saman,“ segir eiginmaður­ inn og bætir sem snöggvast við: „eiginlega alltaf þegar við getum,“ en bendir svo á eina ókostinn á ráða­ hagnum, en svo margir vinir Örnu búi í Svíþjóð þar sem hún hafi sjálf alist upp í fimm systkina hópi, næst­ elst á heimili Einars Þórhallssonar læknis og Sigríðar Steinarsdóttur lífeindafræðings, sem hafi sest að í bænum Växjö og búi þar enn. „Það er svolítill spölur í matarboðin á þeim bæjunum.“ Bók um borgina og breytingarnar En hefur engin alvara verið í því að söðla um og fara í landsmálin? „Það hefur oft komið til tals – og vel að merkja, ég ætla ekki að fullyrða sem svo að ég fari aldrei í landsmálin. Það hafa allt of margir brennt sig á því,“ en hann segir að alltaf hafi borgin togað meira í sig en landsmálin: „Borgarmálefnin eru vanmetin, en verkefnin bæði stór og skemmtileg. Viðfangsefnin eru líka svo nálægt manni og fyrir vikið er svo auðvelt að brenna fyrir þeim. Krakkarnir minna mig oft á þetta þegar við erum á ferð um borgina, en þá hef ég óvart tekið krók eða sveigt af leið til að skoða eitthvert uppbyggingarsvæðið.“ Síðustu þingkosningar hafa sumsé ekkert kitlað? „Ég var óvenju f ljótur að hugsa minn gang í aðdraganda þeirra,“ segir hann og brosir, en setur svo upp næsta íbygginn svip: „Það kemur dagur eftir þennan dag.“ Og það er auðvitað til marks um ódrepandi borgarmálaáhuga Dags að hann sendir frá sér viða­ mikla bók um borgina við Sundin blá í næstu viku, en hún ber nafnið Nýja Reykjavík – umbreytingar á ungri borg, en þar fjallar hann um umskiptin í Reykjavík á síðustu áratugum sem hann hefur starfað í Ráðhúsinu og sögu þeirra róttæku hugmynda sem hann segir í ríkari mæli vera að verða að veruleika. „Ég hef gengið með þessa bók í maganum býsna lengi, kannski allt frá því samstarf okkar Jóns Gnarr, forvera míns á stóli borgarstjóra, var og hét. Ég lærði svo ótalmargt af honum, svo sem þá afstöðu að vera ekki alltaf að svara úrtöluröddum heldur gera bara hlutina. Þessi heildarhugsun hefur ekki verið til á einum stað fyrr en núna, með bókinni.“ Hann segir að ritið hafi í fyrstu átt að vera eins konar borgarþró­ unarbók, en svo þegar á leið hafi hún orðið persónulegri og von­ andi skemmtilegri og aðgengilegri fyrir vikið: „Ég rek atburðarásina í borgar pólitíkinni á tíma mínum í borgarstjórn, sem hefur verið væg­ ast sagt litrík,“ segir hann og fórnar höndum og báðir sjáum við fyrir okkur fjörlegt sviðið, frá tímum Reykjavíkurlistans, sem batt enda á óralangt valdaskeið íhaldsins í borginni árið 1994, þar til vinstri­ flokkarnir héldu um þræðina með Framsókn á nýrri öld, sigra Ingi­ bjargar Sólrúnar, skamma valdatíð Þórólfs Árnasonar og Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, valdatöku Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, hund­ rað daga stjórnartíð Dags á mánuð­ unum áður en allt hrundi, upprisu og fall Ólafs M. Magnússonar og loks fordæmalausa valdatíð Jóns Gnarr eftir kosningarnar 2010. Og við tökum báðir andköf, þvílíkir tímar og rússíbanareið: „Auðvitað svipti ég hulunni af ýmsu sem gerðist á bak við tjöldin,“ segir hann með glott á vör, „milli þess sem ég segi frá metnaðarfullum áformum og alls konar hugmyndum og verkefnum sem eru á fárra vitorði.“ Uppbyggingin átti að hefjast fyrr Hann segir mikinn létti að vera búinn með bókina – og þegar hann er inntur eftir því hvað hafi komið honum mest á óvart við alla þessa rannsóknarvinnu er hann snöggur til svars: „Hvað þetta hefur verið viðburðaríkur tími,“ og hann lygnir aftur augum. „Hvað Reykjavík hefur sótt fram á mörgum sviðum. Og hvað kraft­ urinn og umbreytingin er mikil. Viltu að ég telji allt upp? Vísinda­ þorpið í Vatnsmýri, kvikmynda­ þorpið í Gufunesi, uppbygginguna úti á Granda, húsnæðisuppbygg­ ingu fyrir alla tekju hópa, endur­ nýjun miðborgarinnar, um bylt ingu í hjólaleiðum og þéttingu byggðar um alla borg …“ En ég stoppa hann af og spyr hvort menn á borð við Bolla Krist- insson muni falla fyrir þessari bók. „Ég vona að þeir lesi hana og átti sig á því að gömlu hugmyndirnar um hraðbrautaborg, þvers og kruss um Reykjavík, hefðu endað með minni lífsgæðum allra og einni stórri umferðarsultu,“ og Dagur minnir á að stjórnendur allra vist­ vænustu borga heims hugsi eins, að draga úr umferð og gera byggðina grænni og sjálf bærari. En talandi um gagnrýni. Eftir hverju sérðu mest? „Húsnæðisuppbyggingin hefur slegið met síðustu fimm ár, en hefði mátt hefjast strax eftir hrun. Það var arfavitlaust af hægrimönnum að leggja verkamannabústaða­ kerfið niður um aldamótin og það fór of boðsleg orka og tími í það hjá okkur hinum að bregðast við. Hugsaðu þér, það fóru aðeins tíu íbúðir í byggingu í borginni á heilu ári þegar við tókum við af íhaldinu árið 2010,“ og hann baðar út höndum, gáttaður á samanburð­ inum við síðustu ár. „En sumsé, það tók of langan tíma að finna svarið og búa til úrræði á borð við Bjarg, byggingarfélag og aðrar félagslegar lausnir á ný.“ Gigtin fyllti mig kvíða og depurð Við röltum upp Þingholtin, heim á Óðinsgötu, og ég tek eftir því að Dagur stingur ekki lengur við. Og þegar inn er komið hangir raunar stafurinn uppi á hönk í anddyr­ inu. Yfir ilmandi kaffibolla spyr ég hvernig hann hafi það og hvort hann hafi náð sér: „Já og nei,“ er svarið. „Ég er svo til verkjalaus og finn ekki fyrir bólgum eins og áður. Það er lyfjunum að þakka. Það er helst að gigtin togi í mig ef ég ætla mér um of.“ Dagur greindist með fylgigigt haustið 2018 eftir að hafa glímt við sýkingu af völdum iðrakveisu. „Ég var óheppinn,“ segir hann og ræðir svo áfallið: „Óvissan var verst, ég vissi í byrjun svo lítið, svo sem hvernig ég myndi svara lyfjunum – og þróun sjúkdómsins getur verið svo ótrúlega ólík eftir einstakling­ um.“ Og hann rifjar upp sögu: „Þegar meðferðin fór á fullt sagði læknir­ inn minn að hann væri bjartsýnn, en ég yrði að forðast allt álag – og svo hló hann eins og hross,“ og Degi er skemmt yfir sögunni, getur eftir allt saman brosað þótt hann hafi á tímabili velt því fyrir sér hvort hann yrði að láta af störfum í Ráð­ húsinu. „Ég var orðinn smeykur um það á tímabili. Ég komst varla á milli hæða hérna í húsinu,“ segir hann og bendir fram á skör. „Ég svaraði lyfjunum vel í byrjun, en svo fékk ég aðra sýkingu sem sló mig til baka. Það fyllti mig kvíða og depurð eins og ég reifa í nýju bókinni – og reyndist mér miklu erfiðara en greiningin í byrjun.“ En stafurinn er óhreyfður? „Já, en hann er áminning,“ segir Dagur, „áminning um dýrmæti heilsunnar.“ Og svo er bara að hætta ekki að þora? „Aldrei,“ segir hann, hæfilega langt frá glugganum sem vísar út á torg. n Skotárásin á heimili okkar Örnu fékk mikið á okkur. Mín ósjálfráðu viðbrögð voru þá: Ég er hættur, þarna eru mörkin. Ég stóð sjálfan mig að því að horfa öðruvísi út um glugg- ann á heimilinu en ég hafði áður gert. Dagur segir að hann sé ekki ómissandi, það sé enginn í pólitík, en hann eigi enn verk eftir óunnið. Fréttablaðið/ Valli  28 Helgin 20. nóvember 2021 LAUGARDAGURFréttablaðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.