Fréttablaðið - 20.11.2021, Blaðsíða 20
18
mörk fékk liðið á sig.
3
víti fékk liðið.
39%
fyrirgjafa heppnuðust.
36
leikmenn voru
kallaðir til.
98
sinnum fékk liðið
aukaspyrnu.
20
gul spjöld fékk liðið
og eitt rautt.
81,41%
var sendinga hlutfallið.
4
leikmenn hafa tilkynnt
að þeir séu hættir með
landsliðinu eftir þessa
undankeppni.
12
mörk skoraði liðið.
56
hornspyrnur.
6
markverðir voru valdir.
129
sinnum var liðið
dæmt brotlegt.
20
sinnum var liðið
dæmt rangstætt.
30
sinnum vörðu
markverðirnir.
48,1%
var liðið með boltann.
Meðaleinkunn miðlanna
Tölfræðin í undankeppninni
433
Jón Dagur Þorsteinsson 6
Stefán Teitur Þórðarson 5,7
Elías Rafn Ólafsson 5,5
Albert Guðmundsson 5,4
Birkir Bjarnason 5,1
Fótbolti.net
Jón Dagur Þorsteinsson 6,3
Elías Rafn Ólafsson 6
Brynjar Ingi Bjarnason 6
Hjörtur Hermannsson 5,8
Ari Freyr Skúlason 5,8
WhoScored
Jóhann Berg Guðmundsson 7,1
Hörður Björgvin Magnússon 7,0
Elías Rafn Ólafsson 6,95
Stefán Teitur Þórðarson 6,92
Brynjar Ingi Bjarnason 6,89
20 Íþróttir 20. nóvember 2021 LAUGARDAGURÍþRóttiR Fréttablaðið 20. nóvember 2021 LAUGARDAGUR
Spurningarnar
fleiri en svörin
fréttablaðið/EYÞÓr
Einni merkilegustu undan-
keppni í sögu Knattspyrnu-
sambandsins er lokið. Hún
hefur tekið á, enda meira
fjallað um atvik utan vallar
en innan. Kynslóðaskipti hafa
orðið og óreyndur þjálfari
hefur þurft að læra að synda
ansi hratt í þeim ólgusjó sem
hann fékk í fangið.
benediktboas@frettabladid.is
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta
lauk undankeppni fyrir HM í Katar
í næst neðsta sæti í sínum riðli. Í tíu
leikjum vann liðið aðeins Liechten-
stein.
Undankeppninnar verður helst
minnst fyrir þau kynslóðaskipti
sem urðu vegna atvika utan vallar
og þjálfara sem kunni ekki að synda
í þeirri djúpu laug sem honum var
hent í. Hann er þó að læra.
Arnar Þór Viðarsson var ráðinn
landsliðsþjálfari til þriggja ára í
desember 2020. Án þess að fara of
djúpt í atvikin sem leiddu til falls
formanns KSÍ, afsagnar stjórnar
sambandsins og þess storms sem
geisað hefur um stærsta íþróttasam-
band Íslands, þá stóð Arnar skyndi-
lega uppi með landslið sem saman-
stóð af guttum sem voru óreyndir í
landsliðsbolta. Á sama tíma losaði
hann sig við Lars Lagerbäck, sem
hafði aðrar hugmyndir en lands-
liðsþjálfarinn.
Fyrstu mánuðir Arnars einkennd-
ust af klaufalegum ummælum og
hann var lengi að fóta sig á svell-
inu. Hann átti erfitt með að mæta á
blaðamannafundi án þess að hella
olíu á þá elda sem geisuðu og jafnvel
kveikja nýja. Á endanum var hann
búinn að gera sig að slíku athlægi að
Sóli Hólm skrifaði hann inn í frábæra
uppistandssýningu sína.
Arnar er þó að læra og flestir eru
sammála um að síðasti landsliðs-
gluggi hafi verið hans besti, þegar
kemur að því að tala til þjóðarinnar.
„Það eru allir svekktir að hafa ekki
getað ráðist á annað sætið í þessum
riðli en ég geri mér fulla grein fyrir
af hverju það er og ég held að fólk
heima geri það líka.
Ég er þess fullviss að íslenska
landsliðið mun verða mjög gott
aftur,“ sagði þjálfarinn eftir loka-
leikinn í riðlinum.
Hann hefur fengið einhver svör við
þeim fjölmörgu spurningum sem
hann hefur þurft að spyrja innan
vallar. Elías Rafn Ólafsson sýndi að
hann getur verið aðalmarkvörður,
Brynjar Ingi er orðinn fastamaður í
vörninni þó hann spili lítið sem ekk-
ert með félagsliðinu og litlu guttarnir
eflast við hverja þraut.
En stóru spurningarnar sem
landsliðsþjálfarinn þarf að svara
eru meðal annars hvernig hægt
er að fá eitthvað frá Alberti Guð-
mundssyni í landsliðstreyjunni?
Er endalaust hægt að treysta á Birki
Bjarnason? Hver á að leiða sóknar-
línuna? Og auðvitað: Hver verður
akkerið á miðjunni? Svona til að
nefna nokkrar spurningar. n