Fréttablaðið - 20.11.2021, Blaðsíða 100
Þannig að
Systu
megin er,
að ég held,
frekar
furðuleg
blanda af
raunsæi og
fantasíu og
um leið
bæði
fyndin og
átakanleg.
Í nýjustu bók sinni, leiksög-
unni Systu megin, segir Stein-
unn Sigurðardóttir hetjusögu
úr undirheimum Reykjavíkur
sem kom til hennar fyrir
rúmum tuttugu árum.
Steinunn er landsmönnum löngu
orðin kunn fyrir verk sín en hún
hefur fengist jöfnum höndum við
ljóð, skáldsögur og smásögur, allt
frá því hún sendi frá sér sína fyrstu
bók aðeins 19 ára gömul.
Hún settist niður með blaða-
manni á Mokka til að ræða nýjustu
Hetjusaga úr
undirheimum
Reykjavíkur
Ég vil að fólk lesi um Systu, segir Steinunn Sigurðardóttir. Fréttablaðið/Ernir
Þorvaldur S.
Helgason
thorvaldur
@frettabladid.is
bók sína, leiksöguna Systu megin.
Áður en viðtalið hófst hafði Stein-
unn orð á því að hingað hefði hún
oft komið með atómskáldinu Sig-
fúsi Daðasyni þegar hún vann fyrir
hann hjá Máli og menningu á árum
áður.
„Þetta er bók sem er aðgengileg
en óvenjuleg í forminu og fjallar
um manneskju sem hefði ekki getað
sagt sögu sína sjálf,“ segir Steinunn,
spurð hvernig hún myndi lýsa
bókinni. „Systa er aðalpersónan og
sú sem langmestu máli skiptir. Ég
vildi búa til manneskju sem býr við
ótrúlega kröpp kjör en heldur reisn
sinni og er karakter til orðs og æðis.“
Systa mætir miklu mótlæti í líf-
inu og býr við nöturlegar aðstæður
í miðbæ Reykjavíkur. Þótt persónan
sé vissulega skálduð þá á hún sér
kveikju í raunveruleikanum. Stein-
unn fékk hugmyndina að bókinni
árið 2000 og sagðist ekki geta hugs-
að sér að fara í gröfina án þess að
draga Systu fram í dagsljósið.
„Það er undantekningartilfelli
hjá mér að ég get rakið það hvar
á fátækt en það ættum við ekki að
gera. Við ættum að dást að fólki sem
dregur fram lífið við kröpp kjör og
heldur sinni reisn,“ segir hún.
Það kemur skýrt fram af spjall-
inu við Steinunni hvað henni þykir
vænt um Systu, sem hún segir sóma
sér vel í persónugalleríinu við hlið-
ina á persónum á borð við Öldu
Ívarsen, söguhetju Tímaþjófsins,
sem Steinunn segir að sé á vissan
hátt andstæða Systu.
„Ég fer náttúrlega ofan í það svo-
lítið gróf lega hvernig hún fer að
þessu, bara hvað hún borðar til
dæmis. Þannig að Systu megin er,
að ég held, frekar furðuleg blanda af
raunsæi og fantasíu og um leið bæði
fyndin og átakanleg,“ segir hún.
Alltaf reynt að teygja út formið
Bókin er titluð sem leiksaga og þú
ert svolítið að dansa á mörkum
bókmenntaforma, annars vegar er
þetta leikrit og hins vegar er þetta
skáldsaga. Hvaðan kom þessi bræð-
ingur?
„Þetta er bara mín uppfinning.
Ég náttúrlega veit að það er ekkert
nýtt undir sólinni og það getur vel
verið að 130 höfundar úti um allan
heim hafi gert eitthvað svipað, en
ég hafði alls enga fyrirmynd. Eins
og þú segir þá er þetta bræðingur
úr stuttum prósatextum og svo
leikriti sem er alls ekki leikrit,“
segir Steinunn og bætir við að í
jafn tilraunakenndri bók þá hafi
hún getað leyft sér ýmislegt sem
höfundurinn hefði ekki getað gert
í hefðbundnu leikriti eða hefð-
bundinni skáldsögu.
„Það hefur náttúrlega alltaf
heillað mig að finna viðfangsefnum
mínum nýtt form og teygja formin.
Ég er búin að vera að þessu allan
tímann. En það sem gleður mig svo
innilega er að formið á Systu megin
er að svínvirka fyrir lesandann. Nú
er ég ekkert alltaf að reyna að vera
aðgengileg, til dæmis myndi ég
ekkert að segja að Tímaþjófurinn
væri aðgengileg bók, en ég er búin
að sannreyna á alls konar lesend-
um að þessi bræðingur er aðgengi-
legur, sem gleður mig því ég vil að
fólk lesi um Systu. Mér hefði verið
skítsama þó að Tímaþjófurinn
hefði selst í fimm eintökum en mér
var ekki sama um Systu.“
Heldurðu að Systa muni eignast
framhaldslíf, til að mynda á leik-
sviðinu?
„Ég fékk skilaboð frá vinkonu
um daginn sem sagði „Hún lendir
á hvíta tjaldinu“. En ég vona að hún
fái framhaldslíf, því ég held að Systa
sé merkileg persóna sem við höfum
gott af því að kynnast, þó ég segi
sjálf frá. Og ég held það sé rétt sem
bókmenntavinur benti á: Röddin er
Systu, ekki Steinunnar.“ n
bókin byrjar. Vinkona mín keypti
hús í miðbænum og með því fylgdi
leigjandi. Ég sá inn í íbúðina þar
sem var svo lágt til lofts að maður
sem er 180 sentimetrar hefði ekki
getað staðið uppréttur og svo var
kemískt klósett. Það er þetta tvennt
sem þrúgar Systu mest, lofthæðin
og kemíska klósettið. Ég hugsaði
með mér, hvernig getur þetta verið,
að venjuleg kona búi við þessar
aðstæður í miðbæ Reykjavíkur?
Þetta var óhuggulegt að því leyti að
innilokunarkenndin var yfirþyrm-
andi,“ segir Steinunn.
Ættum ekki að líta niður á fátækt
Aðspurð um hvort hún sé að reyna
að varpa ljósi á fátækt og fólk sem
stendur utangarðs í þjóðfélaginu,
segir Steinunn það hiklaust hafa
verið eitt markmiðið.
„En líka að segja hetjusögu úr
undirheimum Reykjavíkur. Um
þá heima hef ég reynst leiðinlega
sannspá, ekki síst hvað útlend-
ingaþrælkun og mansal varðar. Ég
held að við lítum mörg hver niður
Ertu 8–15 ára?
Bókmenntum
Listum
Vísindum?
Umhverfismálum
Ungir sýningarstjórar taka þátt í að þróa spennandi alþjóðlegt verkefni.
Young curators. An exciting project for 8–15 year old students in Kópavogur.
Młodzi kustosze. Ekscytujący projekt uczniów w wieku 8–15 lat w Kópavogur.
Kópavogsbær leitar að ungum sýningarstjórum til að vinna með bænum að skemmtilegum verkefnum og viðburðum á næsta ári í kringum Vatnsdropann, alþjóðlegt samstarfsverkefni sem tengir saman sígildar barnabókmenntir við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Árið 2022 verður áhersla lögð á 15. markmiðið Líf á landi.
Við hvetjum alla krakka á aldrinum 8–15 ára
að sækja um og biðjum ykkur um að svara einni
spurningu í umsókninni:
Umsóknarfrestur 30. nóvember 2021
og umsækjendur mega skila inn umsókn á
hvaða formati sem þeir kjósa á netfangið:
vatnsdropinn@kopavogur.is
Þekkir þú Múmínálfana, Línu Langsokk
og Litlu hafmeyjuna – eða langar
þig kannski að kynnast þeim á nýjan
og spennandi máta?
Hvernig mundir þú bjarga heiminum ef þú fengir að ráða í einn dag?
Hefur þú áhuga á:
UNGIR
SÝNINGAR
STJÓRAR
Ertu 8-15 ára
og býrð í Kópavogi?
Bókmenntum Vísindum
Listum
Hefur þú áhuga á: Umhverfismálum
Kópavogsbær leitar að ungum sýningarstjórum til að vinna með bænum að skemmtilegum verkefnum og viðburðum á næsta ári í kringum Vatnsdropann, alþjóðlegu samstarfsverkefni sem tengir saman sígildar norrænar barnabókmenntir við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.Árið 2022 verður áhersla lögð á 15. markmiðið, Líf á landi.
Umsóknarfrestur 30. nóvember 2021.
Umsækjendur mega skila inn umsókn með bréfi
eða stuttu myndbandi á netfangið
vatnsdropinn@kopavogur.is.
Frekari upplýsingar er að finna á
www.kopavogur.is.
56 Menning 20. nóvember 2021 LAUGARDAGURFRéttablaðiðmenninG FRéttablaðið 20. nóvember 2021 LAUGARDAGUR