Fréttablaðið - 20.11.2021, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 20.11.2021, Blaðsíða 6
bth@frettabladid.is borgarmál Vigdís Hauksdóttir, borg a r f u l lt r ú i M iðf lok k si n s , segir að milljarðar fari í súg- inn hjá Reykjavíkurborg vegna ofmönnunar. Starfsmannafjöldi Reykjavíkurborgar haf i aukist sem nemur 1.100 til 1.200 manns á kjörtímabilinu. „Ég gagnrýni ekki lögbundna þjónustu eða grunnþjónustu í þessum efnum, en ég geri athuga- semdir við skrif borðsstörf, ólög- bundin verkefni og gæluverkefni,“ segir Vigdís. Nú standi enn til að ráða inn á þjónustu-og nýsköpunarsvið 60 manns vegna stafrænnar umbreyt- ingar. Star fsmannaf jöldinn sé orðinn slíkur að borgin sé á fullu að leigja nýtt skrifstofuhúsnæði þar sem borgin belgist út. „Þetta er algjörlega óásættanlegt, því við erum bara rúmlega 130.000 íbúar. Vigdís segir að heildarstarfs- mannafjöldi borgarinnar sé milli 11.500 og 12.000, sem sé langt yfir hlutfallslegum fjölda í nágranna- sveitarfélögum. „Það er engin starfsmannahag- kvæmni hér í höfuðborginni,“ segir Vigdís, sem leggur til 10 prósenta hagræðingarkröfu á stjórnsýsluna. „Ég er ekki síst upptekin af þessu vegna þess að borgin er lána- drifin.“ Alltaf sé verið að taka ný lán sem komandi kynslóðir sitji uppi með þrátt fyrir að tekjur borgarinnar aukist, til dæmis af fasteignagjöldum. n Ég gagnrýni ekki lögbundna þjónustu eða grunnþjónustu í þessum efnum, en ég geri athugasemdir við skrifborðsstörf, ólög- bundin verkefni og gæluverkefni. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins Það gildir sú skylda á íslenskum stjórn- völdum að afgreiða mál án nokkurra tafa. Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður Kvikmyndaskóla Íslands kristinnhaukur@frettabladid.is stjórnsýsla Jón Steinar Gunn- laugsson, lögmaður Kvikmynda- skóla Íslands, segir enga ágalla í lögum sem kalli á gerð gæðahand- bókar til að nota við viðurkenn- ingarmat á skólanum sem háskóla. Það kom fram í svari mennta- og menningarmálaráðuneytisins í gær. Telur hann svarið ekki halda vatni. Segir enga ágalla kalla á handbók „Það eru engir ágallar á lögunum. Skilyrðin eru talin upp í þriðju grein og óháðir aðilar meta hvort þeim sé náð. Nánar er kveðið á um þetta í reglugerð frá árinu 2006,“ segir Jón Steinar. Þá gefur hann einnig lítið fyrir svör um málsmeðferðartíma, en ráðuneytið bar því við að umsókn- in væri sú fyrsta af þessu tagi síðan lögin voru sett. Umsóknin var send inn fyrir tæpum tveimur árum. „Það gildir sú skylda á íslenskum stjórnvöldum að afgreiða mál án nokkurra tafa,“ segir Jón Steinar og bendir á að borist hafi fyrirheit um að ákveðnir hlutar málsins yrðu kláraðir á þessu ári. Meðal annars í bréfum frá starfsmönnum ráðu- neytisins. Hefur það ekki gengið eftir og Gæðaráði háskóla kennt um. n HAFNARFJÖRÐUR Hjallahraun 4 NJARÐVÍK Fitjabraut 12 KÓPAVOGUR Smiðjuvegur 34 REYKJAVÍK Skútuvogur 2 ÞAÐ ER ÓÞARFI AÐ NEGLA TÍMANN FR ÁBÆR VER Ð Á DE K K J UM Bæjarstjórn Akureyrar vakti mikla athygli í fyrra, þegar nokkurs konar þjóðstjórn var mynduð. Fulltrúarnir eru mistrúaðir á framhald á því. Samkvæmt fjárhagsáætlun snýst reksturinn í hagnað eftir tvö ár. kristinnhaukur@frettabladid.is norðurland Bæjarfulltrúar á Akureyri eru mistrúaðir á að því óhefðbundna stjórnarmynstri sem verið hefur undanfarið ár verði haldið áfram eftir kosningar í vor. Er það nokkurs konar „þjóðstjórn“ þar sem er enginn meiri- eða minni- hluti. Oddviti Sjálfstæðisflokksins telur áframhald mjög ólíklegt, en oddviti L-lista útilokar ekki áfram- haldandi mynstur. „Ég á ekki von á að þetta mynstur haldist. Við fórum í þetta vegna sérstakra aðstæðna. Ég reikna fast- lega með því að farið verði í fyrra horf eftir kosningar,“ segir Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðismanna. Sjálfstæðisf lokkur, Miðf lokkur og Vinstri græn voru í minnihluta fram til september á síðasta ári, en Framsóknarf lokkur, Samfylking og L-listi í meirihluta. Halla Björk Reynisdóttir, oddviti L-lista og for- seti bæjarstjórnar, segist ekki úti- loka áframhaldandi mynstur. „Ég á ekki von á því að það verði erfiðara að mynda sér sérstöðu en áður. Þeir sem starfa í meirihluta þurfa alltaf að mynda sér sérstöðu fyrir kosningar. Við erum ekki alltaf sammála þó við störfum saman,“ segir Halla. Reynsla sé nú komin á samstarfið og það hafi bæði kosti og galla. „Helsti kosturinn er að allir kjörnir fulltrúar leggja svipaða vinnu við stjórn bæjarins og allir bæjarbúar eiga þá sinn málsvara í þeirri vinnu. “ segir hún. Það geti hins vegar verið flókið og tímafrekt að komast að niðurstöðu, Guðmundur Baldvin Guðmunds- son, oddviti Framsóknarmanna og formaður bæjarráðs, er tvístígandi um áframhaldandi þjóðstjórn Sam- starfið hafi gengið ágætlega, en það hafi verið farið í vegna áskorana í rekstri, bæði vegna launahækkanna og áhrifa faraldursins. „Við erum ekki að sýta það að okkar starfsfólk, sem oft er með lág laun, fái kjarabætur. En þetta er verkefni sem við þurfum að takast á við,“ segir Guðmundur. „Bæjar- stjórn á Akureyri hefur í gegnum tíðina verið 90 prósent sammála. Ég myndi segja að það væri ágætt að hafa meiri- og minnihluta til þess að veita ákveðið aðhald.“ Róðurinn hefur verið þungur í f jármálunum. Samkvæmt nýrri fjárhagsáætlun verður tap bæjar- ins á næsta ári um 670 milljónir en hagnaður á þarnæsta ári. „Í gegnum þetta samstarf höfum við náð samstöðu um erf iðar aðgerðir sem við erum að vinna í núna,“ segir Gunnar. „Við erum að takast á við aukinn launakostnað og þurfum að leita leiða til að hag- ræða, til dæmis með því að skerða þjónustu eða bjóða út verkefni sem við höfum áður sinnt sjálf.“ Guðmundur segir ástæðu til bjartsýni, meðal annars vegna Hólasandslínu, uppbyggingar á f lugvellinum, opnun heilsugæslu- stöðva og fleiri þátta. Íbúðum hafi fjölgað og íbúum líka, til dæmis um 350 á árinu. „Það skiptir miklu til að auka útsvarið og nýta innviðina,“ segir Guðmundur. Þá er einnig ljóst að mikil endur- nýjun verður á listum og hafa meðal annars Gunnar og Halla ákveðið að leiða sína lista ekki áfram. Þá hafa tveir bæjarfulltrúar tekið sæti á Alþingi. „Sú endurnýjun sem er í kortunum er helst til of mikil. Ég hefði óskað að fleiri myndu halda áfram,“ segir Halla. n Mistrúuð á áframhaldandi samstarf eftir kosningarnar Frá september í fyrra hafa allir sex flokkarnir verið saman í stjórn á Akueyri. Mynd/aðsend Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjar- stjórnar Ofmönnun kosti borgina milljarða Kvikmyndaskóli Íslands vill mennta kvikmyndagerðarfólk á háskólastigi. 6 Fréttir 20. nóvember 2021 LAUGARDAGURFréttablaðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.