Fréttablaðið - 20.11.2021, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 20.11.2021, Blaðsíða 86
Páll Björnsson, sagnræðingur og prófessor, rekur deilu Íslendinga um ættarnöfn í nýrri bók sinni. arnartomas@frettabladid.is Ættarnöfn hafa verið þrætuepli í íslensku samfélagi nær sleitulaust frá miðri nítjándu öld. Páll Björnsson, sagn- fræðingur og prófessor við Háskólann á Akureyri, gerir grein fyrir þeim deilum í nýrri bók sinni, Ættarnöfn á Íslandi: Átök um þjóðararf og ímyndir. „Ég byrjaði á rannsókninni fyrir nokkrum árum þegar ég rakst á efni í gömlum blöðum og tímaritum þar sem menn voru að deila um ættarnöfn,“ segir Páll. „Maður sá strax að þetta var það mikið efni að ég ákvað að gera úr þessu stórt verkefni.“ Í bókinni byrjar Páll á nítjándu öld þegar greinar voru fyrst farnar að birtast um efnið í landsmálablöðunum. „Þá var ættarnöfnunum byrjað að fjölga hér á landi, en þau voru kannski hundrað í upphafi nítjándu aldar en um þrjúhundruð undir aldarlok,“ segir hann. „Þetta er hæg fjölgun sem á sér stað samhliða fjölgun ættarnafna í Evrópu, einkum í Danmörku þar sem var auðvitað mikið af íslenskum náms- mönnum sem kynntust þessum nafna- sið.“ Margt hafði áhrif á þessar deilur, til dæmis vesturferðir Íslendinga. „Þeir sem fluttu til Vesturheims tóku upp ættarnöfn og fóru síðan að hvetja það fólk sem bjó áfram á Íslandi til að gera slíkt hið sama,“ segir Páll. „Þeir og aðrir formælendur ættarnafnasiðarins fullyrtu að Íslendingar þyrftu að taka upp ættarnöfn til að halda reisn sinni gagnvart öðrum þjóðum. Andstæðingar ættarnafna lögðu á hinn bóginn megin- áhersluna á að föðurnafnasiðurinn væri slíkur menningarlegur fjársjóður að hann mætti ekki fyrir nokkurn mun hverfa.“ Tólf ára gluggi Deilurnar um ættarnöfnin náðu vissu hámarki á fyrri hluta tuttugustu aldar. „Á Íslandi eru samþykkt lög sem heimila ættarnöfn árið 1913, en tólf árum síðar ákvað þingið að banna ættarnöfn,“ segir Páll. „Það eru tólf ár þar sem ættarnöfn eru leyfð gegn því að fólk keypti sér leyfisbréf upp á tíu krónur og annað slíkt. Á þessu tímabili verða umræðurnar í blöðunum og á Alþingi mjög heitar og harðar.“ Þá kemur skírnarnafnasiður einnig við sögu í bókinni. „Ein helsta niður- staðan af þessari deilu um ættarnöfnin er ákvörðunin um að gera skírnarnafnið ráðandi á Íslandi,“ segir Páll. Umræðan hefur haldið áfram síðan af mismiklum krafti og á árunum 1955 og 1971 voru lögð fram stjórnar- frumvörp, þar sem til stóð að leyfa ættarnöfn á nýjan leik, en fengu ekki stuðning á þinginu. „Á síðustu tíu til tuttugu árum hefur svo verið að færast kraftur í umræðuna á ný eins og sést á frumvörpum á þinginu,“ segir Páll. „Nöfn eru mikilvæg fyrir Íslendinga eins og aðra, enda eru þau hluti af sjálfs- mynd fólks.“ n Deilan um ættarnöfnin Guðmundur Kamban var skírður Guðmundur Jónsson en tók tvítugur upp ættarnafn og hvatti aðra til að gera slíkt hið sama. mynd/aðsend Nöfn eru mikilvæg fyrir Íslendinga eins og aðra, enda eru þau hluti af sjálfsmynd fólks. Páll Björnsson, sagnræðingur og prófessor Sonur okkar og bróðir, Elvar Snær Jónsson andaðist á heimili sínu, Steinahlíð 1, Hafnarfirði, mánudaginn 15. nóvember. Útförin fer fram þriðjudaginn 23. nóvember kl. 13.00 frá Fossvogskirkju. Vegna fjöldatakmarkana verða einungis nánustu ættingjar og vinir viðstaddir. Útförinni verður streymt á https://youtu.be/5qbsDYBfLgs Lilja Ingibjörg Jóhannsdóttir Jón Sævar Alfonsson Arnar Freyr Jónsson Andri Örn Jónsson Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, Gunnar Moritz Steinsen verkfræðingur, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni föstudaginn 12. nóvember. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 25. nóvember klukkan 11 með nánustu ættingjum og vinum. Streymt verður frá athöfninni á http://laef.is/gunnar-steinsen Snorri Gunnarsson Hróðný Njarðardóttir Lilja Anna Gunnarsdóttir Birgir Rafn Birgisson Kristrún Sjöfn Snorradóttir Okkar kæra og ljúfa Petra Jónsdóttir frá Siglufirði, lést á hjúkrunarheimilinu Höfða á Akranesi sunnudaginn 7. nóvember sl. Útförin fer fram frá Akraneskirkju mánudaginn 22. nóvember nk. kl. 13.00. Viljum við þakka starfsfólki Höfða fyrir alúð og góða umönnun. Vegna samkomutakmarkana verður aðeins nánasta fjölskylda við útförina. Streymt verður frá athöfninni á slóðinni: www.akraneskirkja.is og mbl.is/andlat Fyrir hönd annarra aðstandenda, Vilborg Jónsdóttir og systkinabörn Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Guðbjartur Björnsson (Baddi í Stapafelli) Vatnsnesvegi 29, 230 Keflavík, lést þann 6. nóvember. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 23. nóvember kl. 13. Í ljósi aðstæðna munu einungis nánustu aðstandendur vera viðstaddir athöfnina. Athöfninni verður streymt á https://www.facebook.com/groups/gudbjartur Ragnhildur Antonsdóttir Ragnar Guðbjartsson Guðmunda Róbertsdóttir Viðar Þórhallsson Svanhildur Ólöf Harðardóttir Frímann Þór Þórhallsson Guðbjörg S. Pálmarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Sími · 567 9110 · utfarir@utfarir.is · www.utfarir.is Stofnað 1990 Traust fjölskyldufyrirtæki í áratugi Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Allur arður af þjónustunni rennur til reksturs kirkjugarðanna Útfararþjónusta í yfir 70 ár Við tökum vel á móti ástvinum í hlýlegu og fallegu umhverfi Auðbrekku 1, Kópavogi Sverrir Einarsson Jóhanna Eiríksdóttir síðan 1996 Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Elskuleg móðir okkar og systir, Hildegunn Bieltvedt er látin. Útförin hefur þegar farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Carine Gourjon Nino, Thierry Gourjon Bieltvedt, Brit Bieltvedt og Ole Anton Bieltvedt Merkisatburðir 1627 Þrjátíu ára stríðið: Wallenstein hertekur Greifswald. 1700 Svíar vinna sigur á Rússum í orrustunni við Narva í Eistlandi. 1763 Vígð er dómkirkja á Hólum í Hjaltadal, sú sem enn stendur þar. Hún var byggð fyrir norskt og danskt gjafafé. 1772 Tveir bæir á Látraströnd verða fyrir snjóflóði. Fjórir menn fórust og einum manni var bjargað úr flóðinu eftir tíu daga. 1945 Nürnberg-réttarhöldin hefjast í Þýskalandi. 1947 Elísabet krónprinsessa af Bretlandi gengur að eiga Filippus prins af Grikklandi. 1959 Viðreisnarstjórnin tekur við völdum undir forystu Ólafs Thors. Þessi stjórn tók nokkrum breytingum á mvaldatíma sínum en sat lengur en nokkur önnur stjórn á Íslandi eða í tæp tólf ár. 1985 Stýrikerfið Windows 1.0 kemur út. 42 Tímamót 20. nóvember 2021 LAUGARDAGURFréttablaðiðTímAmóT Fréttablaðið 20. nóvember 2021 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.