Fréttablaðið - 20.11.2021, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 20.11.2021, Blaðsíða 26
Svo fékk ég aðra sýk- ingu sem sló mig til baka. Það fyllti mig kvíða og depurð. Á næsta ári verður Dagur B. Eggertsson búinn að vera tuttugu ár í borgarstjórn, þar af átta ár sem borgarstjóri. Hér gerir hann upp árin í Ráð­ húsinu – en hann er að senda frá sér bók um þann tíma – og talar hispurslaust um veikindi sín og skotárásina á heimilið, sem var við það að buga hann fyrr árinu. Á skrifstofu borgarstjóra í Ráðhúsi Reykjavíkur, sem vísar í suður yfir Tjörnina og Vatnsmýr­ ina, hangir innrömmuð mynd að baki skrifborðsins, sem er yfirfullt af pappírum og skýrslum af allra handa tagi. Strax í anddyrinu fangar hún athygli aðkomumanns, þessi mynd, en þar stendur svart á hvítu með stóru letri: Aldrei hætta að þora. En það er ekkert annað á þess­ ari mynd, bara þessi orð, pensluð áberandi og einbeittum strokum á hvítan pappír. Og þar utan um er svartur ramminn. „Geggjuð mynd og frábært kjör­ orð,“ segir Dagur við mig, þegar við erum í þann mund að setjast í svörtu leðurstólana á kontórnum. „Mér þykir reyndar rosalega vænt um hana,“ bætir hann við og útskýrir: „Einn okkar bestu borgar­ starfsmanna, Gísli Kristjánsson þúsundþjalasmiður, vélfræðingur og listamaður, hafði þetta að ein­ kunnarorðum sínum – og hann hefur einfaldlega rétt fyrir sér, maður á aldrei að hætta að þora.“ Borgin er miklu skemmtilegri Hárið á Degi hefur gránað frá því ég sá hann síðast, en sveipirnir rísa jafn hátt og áður, svo sem verið hefur einkennismerki hans allt frá því hann byrjaði sem borgarfulltrúi í upphafi aldarinnar og varð fyrir vikið þjóðkunnur, en árin í Ráð­ húsinu verða orðin tuttugu á næsta ári þegar kosið verður til nýrrar stjórnar borgarinnar. Og hann er ekki í nokkrum vafa um hvað skipti hann mestu þegar hann horfir yfir farinn veg: „en það eru umbreytingarnar í borginni í græna átt, að betri borg fyrir hjól­ reiðarnar og húsnæðismálin,“ segir hann ákveðið, „og borgin er orðin miklu manneskjulegri fyrir vikið – og skemmtilegri.“ Hann segist hafa hugsað sem svo fyrir fjórum árum, þegar fyrsta kjör­ tímabil hans á stóli borgarstjóra var að klárast, að ef hann fengi brautar­ gengi annað kjörtímabil yrði það hans seinna við stjórn borgarinnar. En þetta kjörtímabil hafi sannar­ lega orðið óvenjulegt, farsóttin og fylgigigtin, svo margt hafi breyst við heimsfaraldurinn og veikindi hans sjálfs. „Að sumu leyti finnst mér ég enn vera í miðju verki. Við náðum tíma­ mótasamningum í samgöngumálum sem varða Borgarlínuna og hluta Miklubrautar og Sæbrautar í stokk. Þetta eru risaverkefni og mikil lífs­ gæðamál, en þar fyrir utan má nefna Sundabraut, sem er komin í upp­ byggilegan farveg. Ekkert af þessu er hins vegar komið í framkvæmd og einhver hluti af mér vill sannar­ lega sjá þetta til enda,“ segir Dagur og nefnir að auki að það sé magnað að fylgjast með Reykjavík verða líf­ legri og að meiri heilsuborg með hverju árinu, eftir því sem byggðin þéttist og þjónustan færist meira inn í hverfin. Enn þá verk að vinna Þú ert að segja mér að þú sért ekki að hætta í borgarpólitíkinni? „Það er enginn ómissandi í póli­ tík, en það er enn þá verk að vinna,“ svarar Dagur og gerist harla dulur á svip, svo ég endurtek spurninguna. „Ég mun gera þetta upp við mig fljótlega en er ekki enn kominn að niðurstöðu. Mér finnst mikilvægt að sjá hvernig þessum stóru málum reiðir af í sáttmála nýrrar ríkis­ stjórnar og hvernig málum vindur Enn í miðju verki fram hjá öðrum flokkum í borginni. Sjálfstæðisflokkurinn er því miður þverklofinn og ekki treystandi,“ svarar hann og vísar til fyrri orða um hálfnað verk – og ég segist túlka þessi orð hans á einn veg, aðeins einn veg. Þá brosir hann, en breytir svo snöggvast um svip, verður hugsi. „Ef þú hefðir spurt mig í vor þá hefði ég líklega sagst vera að hætta. En ég ákvað að bíða með slíkar ákvarðanir,“ og hann þagnar um stund, heldur svo áfram og rómur­ inn er hægur: „Skotárásin við heim­ ili okkar Örnu fékk mikið á okkur. Mín ósjálfráðu viðbrögð voru þá: Ég er hættur, þarna eru mörkin. Ég get ekki boðið fólkinu mínu upp á þetta. Hér verð ég að draga línu í sandinn,“ og hann segir að þótt hann hafi fyrir löngu verið búinn að venjast pólitískri hörku og óbilgirni og jafnvel verið farinn að sætta sig við hversdagslegar svívirðingar, þá hafi þetta verið eitthvað allt annað. Þú bognaðir? „Í byrjun var þetta fyrst og fremst áfall. Þegar á leið fann ég hvað þetta varpaði miklum skugga yfir svo margt. Já, þetta sat í mér og lagðist á mig eins og mara,“ og hann horfir yfir að skrifborðinu, virðir myndina með einkunnarorðum Gísla fyrir sér, en segir svo rólega frá því að þegar hann horfi til baka, átti hann sig betur á hvað árásin hafi hvílt þungt og lengi á heimilinu: „Þetta tók meira á mig og mína en ég þorði að viðurkenna á meðan málið reis hvað hæst í vor. Og skugginn af því fylgdi okkur inn í sumarið.“ Sat hræðslan heima fyrir lengi í þér? „Hræðsla er kannski ekki rétta orðið. Ég stóð hins vegar sjálfan mig að því að horfa öðruvísi út um gluggann á heimilinu en ég hafði áður gert. Ég upplifði ákveðið varn­ arleysi. Það er óhuggulegt í alla staði að vera hræddur heima hjá sér.“ Hann segir að þessi lífsreynsla hafi verið mikil viðbrigði, því hann eins og aðrir hafi trúað á gott og friðsamt samfélag. Aðalsmerki þess að búa í Reykjavík eigi að vera það að fólk geti umgengist og átt samtöl eins og jafningjar: „Ég elska að ganga um götur og heilsa upp á fólk eða Sigmundur Ernir Rúnarsson ser @frettabladid.is fara í heita pottinn til að ræða málin og þannig samfélag viljum við ein­ mitt byggja, tala hvert við annað í augnhæð, en hinn kosturinn hefur bara verið svo fráleitur, að finna ekki til öryggis á meðal fólks.“ Ætlaði ekki í pólitíkina Dagur er fæddur í Osló á kvenrétt­ indadaginn 19. júní 1972 og stendur því brátt á fimmtugu, en hann er elstur þriggja barna þeirra Bergþóru Jónsdóttur og Eggerts Gunnarsson­ ar, sem voru að læra lífefnafræði og dýralækningar í Noregi þegar frum­ burðurinn kom í heiminn, ógift þá og allsendis grunlaus um að dreng­ inn þyrfti að kenna við móðurina, af því faðirinn var ekki eiginmaður á útlenskum pappírum. Sjálfur var Dagur staðráðinn í því að fara álíka leið og foreldrar hans í framhaldsnámi – og valdi lækninn: „svo ég yrði örugglega ekki pólitík­ inni að bráð,“ segir hann með glott á vör, en meinar hvert orð: „Ég fann strax á þessum námsárum mínum að þjóðmálaáhuginn ólgaði innra með mér, en vissi ekkert hvað þar var í gangi af því að enginn í fjöl­ skyldunni var svona pólitískt þenkjandi. Svo að læknisfræðin átti að bjarga mér út úr þessum bráða vanda.“ Skotárásin á heimili fjöl- skyldunnar var mikið áfall og hugsaði hann með sér ósjálf- rátt að hann væri hættur. Fréttablaðið/ Valli  26 Helgin 20. nóvember 2021 LAUGARDAGURFréttablaðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.