Fréttablaðið - 20.11.2021, Blaðsíða 112

Fréttablaðið - 20.11.2021, Blaðsíða 112
Metnaðarleysið og skorturinn á nákvæmni skín í gegn alls staðar, en Rockstar Games hefur hingað til einmitt verið þekkt fyrir nákvæmni í leikjum sínum. Tölvuleikir Grand Theft Auto: The Trilogy – The Definitive edition Útgefandi: Rockstar Games Framleiðandi: Grove Street Games Spilaður á: PlayStation 5. Einnig til fyrir Microsoft Windows, Nintendo Switch, PlayStation 4, Xbox One, Xbox Series X/S, Android og iOS oddurfreyr@frettabladid.is Það er margt hægt að segja um nýju útgáfuna af Grand Theft Auto- leikj- unum, en fátt af því er jákvætt. Flest allt sem er jákvætt við þessa útgáfu á rætur að rekja til þess að leikirnir voru byltingarkenndir og sérlega vandaðir á sínum tíma, en í þess- ari endurútgáfu er búið að fara illa með góðan efnivið og útkoman er ókláruð, óvönduð og virkar illa. Samt enn þá gaman Byrjum á því jákvæða. Uppfærslan á stýringunum er til bóta og það er þægilegt að leikurinn visti nú sjálf- virkt. Í San Andreas er líka komið kerfi sem vistar árangurinn í miðju verkefni, svo það þarf ekki alltaf að byrja frá byrjun ef illa fer. Þrátt fyrir alla gallana er ég búinn að skemmta mér mjög vel. Sögurnar og persónurnar eru skemmtilegar og tónlistin og útvarpsþættirnir eru æðisleg. Það er gaman að vera í þessum heimum, flest verkefnin eru skemmtileg og þau verða sífellt betri eftir því sem líður á seríuna. Þetta eru frábærir leikir í grunninn og bæði þeir sem vilja rifja upp kynnin og þeir sem hafa aldrei prófað þá, ættu að geta haft mjög gaman af þeim, sérstaklega ef þessi útgáfa verður fínpússuð. Bæði flottari og ljótari Leikirnir líta að mestu leyti betur út en áður. Bætt lýsing er sérstak- lega áberandi kostur, sérstaklega í neonljósum Vice City, auk þess sem upplausnin á umhverfi er betri, svo almennt hafa þessir heimar aldrei litið betur út. En það eru líka komnir nýir útlitsgallar. Rigningin í GTA3 er til dæmis rosalega ljót og óraunveru- leg og miklu verri en í gamla daga. Hún getur líka litið mjög illa út í Vice City og San Andreas, en það er ekki jafn algengt. Leikirnir eiga líka til að vera bæði of dimmir og of bjartir í HDR og oft birtist fólk eða bílar bara skyndilega rétt fyrir framan mann. Svona mætti lengi telja. Persónur líta líka bæði verr og betur út. Aðalpersónurnar líta almennt betur út, en margar auka- persónur líta mun verr út en þær gerðu á sínum tíma og þar var greinilega ekki vandað til verka. Það eru líka ýmsar hreyfingar sem líta óeðlilega út eftir að persónunum var breytt. Leikirnir bjóða upp á valkost milli „Fidelity“ og „Performance“ grafíkstillinga, sem er eiginlega út í hött í leikjum sem eru komnir á kosningaaldur. Það sem verra er, þá halda leikirnir ekki 60 römmum á sekúndu á „Performance“-stillingu á PS5. Á nýjum leikjatölvum ættu svona gamlir leikir að virka í 4K upplausn og 60 römmum á sekúndu án vandræða. Þokan sem var áður í leikjunum er horfin, sem virkar almennt vel í GTA3 og Vice City, en í San Andreas er furðulegt að geta séð á milli borga og þetta lítur illa út úr mikilli hæð. GTA5 og aðrir nýrri leikir nota líka þoku til að gera umhverfið raunveru- legra og það sama ætti að gera hér. Ótrúlega ófullkomið Svo hafa allir leikirnir óteljandi galla, bæði þegar kemur að útliti og virkni, svo vonandi fær þetta safn bráðnauðsynlega uppfærslu. Það sem virðist hafa gerst við framleiðslu þessarar útgáfu er að í stað þess að byggja á gömlu leikjunum, voru far- símaútgáfur leikjanna teknar og þær keyrðar gegnum hugbúnað sem jók upplausnina. Svo var greinilega lítið meira gert og sama og ekkert farið yfir vinnuna til að tryggja að allt væri í lagi. Útkoman er óvönduð og ókláruð og þetta skapaði fjöldamörg ný vandamál. Metnaðarleysið og skorturinn á nákvæmni skín í gegn alls staðar, en Rockstar Games hefur hingað til einmitt verið þekkt fyrir nákvæmni í leikjum sínum. Mér finnst líka lélegt að tveir leikmenn geti ekki lengur spilað saman í San Andreas, eins og hægt var í upprunalegu útgáfunni og mér finnst líka að í „endanlegri útgáfu“ leikjanna ættu Liberty City Sto- ries og Vice City Stories verkefna- pakkarnir að fylgja með. n NiðursTAðA: Það er sorglegt og skammarlegt að það hafi verið farið svona illa með þessi gömlu meistaraverk. Metnaðarleysið var algjört. Vonandi fær þessi útgáfa fínpússun og ef það gerist verður sannarlega hægt að mæla með því að endurupplifa þessa leiki. En það er því miður ekki hægt að mæla með þeim í núverandi útgáfu. Sorgleg meðferð á meistaraverkum Það var greini- lega lítill metn- aður lagður í endurútgáfu Grand Theft Auto-leikjanna sem komu fyrst út á PS2. MYND/ROCK- STARGAMES.COM Bývaxkerti Margar gerðir Krem, sápur og olíur Úrval fallegra listmuna sem fegra og gleðja. Tilvalið í jólapakkann fyrir starfsmenn, vini og ættingja. Verið hjartanlega velkomin í vefverslun Sólheima Þorgrímur (E.B) 28.900 kr Hestur (G.L.A) 5.900 kr Doppa (K.A.S) 10.900 kr Ástríkur (E.B.S) 13.900 kr Líð á haus (E.B.S) 12.900 kr Bolli með undirskál (E.B) 6.990 kr Útikerti 68 Lífið 20. nóvember 2021 LAUGARDAGURFréttablaðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.