Heilsuvernd - 01.12.1993, Blaðsíða 4

Heilsuvernd - 01.12.1993, Blaðsíða 4
Efnisyfirlit LÍKAMSRÆKT bls. 6 Allir vita að líkamsrækt hefur mikið að segja bæði fyrir andlega og líkamlega vellíðan en ekki eru allir jafn duglegir við þá iðju. Þó má segja að verulega hafi áunnist hérlendis á síðustu árum og að stöðugt fleiri stundi íþróttir eða hreyfingu í einu eða öðru formi. Rætt er við Hilmar Bjömsson, fram- kvæmdastjóra Forvarnarstöðvarinnar Máttar, sem m.a. gefur fólki ráð um hvemig það á að haga líkamsrækt sinni og hvað eigi að varast þegar af stað er farið. Eins er rætt við nokkra einstaklinga á misjöfiium aldri sem stunda líkamsrækt. NEYSLA TREFJARÍKS FÆÐIS bls. 10 Talið er að fjöldi sjúkdóma í velferðarþjóðfé- lögum eigi rætur að rekja til skorts á trefjum í fæðunni. í ítarlegri grein er fjallað um gildi þess að neyta fæðis sem er trefjaríkt og veittar upplýsingar um trefjainnihald matar- tegunda. BÓLGNIR LIÐIR bls. 15 Liðagigt er sjúkdómur sem herjar á fólk á öllum aldri og enn sem komið er hefur læknavfsindunum gengið illa að ráða við hann. Til em ýmis ráð til þess að takast á við þetta vandamál svo sem fram kemur í grein blaðsins um málið. KULNUN Bls. 22 Flestir hafa sennilega upplifað kulnun - það að finna sig engan veginn og vera haldin vanh'ðan bæði í vinnunni og í einkalífinu. Með þvf að íhuga vandamálið og gera sér grein fyrir því, orsökum og afleiðingum, er hægt að gera ýmislegt til þess að vinna bug á því. Grein blaðsins er byggð á athyglis- verðri grein sem birtist í sænsku blaði um málið. REYKINGAR Bls. 28 N okkrir áfangasigrar hafa unnist í baráttunni gegn reykingum á Islandi þótt enn sé langt í land að ástandið geti talist gott. Halldóra Bjamadóttir, formaður Tóbaksvamanefnd- ar, greinir frá því í viðtali við blaðið hvað nefndin aðhefst og ræðir stefnu í tóbaks- vömum hér á landi. Rætt er við einstaklinga sem sigrast hafa á tóbaksfíkninni. FRÉTTIR ÚR ÝMSUM ÁTTUM bls. 37 í fréttasyrpu blaðsins er víða komið við og greint er frá mörgum nýjungum á sviði Iæknavísinda og heilsuvemdar. EKKERT STRESS bls. 46 Margir verða fyrir miklu áreiti í daglegum störfum sínum og smátt og smátt hleðst upp spenna sem oft veldur vanlíðan. Það er hins vegar hægt að stunda einfaldar æfingar, jafnvel í stólnum sfiium, sem geta komið að góðu gagni. Barátta við vágest I viðtali vð Halldóru Bjarnadóttur, formann Tóbaksvarnanefndar, sem birtist í þessu blaði kemur fram að töluvert hefur áunnist í tóbaksvöm- um og baráttu gegn tóbaksreykingum hér á landi. Hún nefnir sem dæmi að könnun, sem gerð var árið 1985, hafi leitt í Ijós að um 40% fólks á aldrinum 18-69 ára reykti en þetta hlutfall var komið niður í tæp 29% árið 1993. Þeim vinnustöðum, þar sem tóbaksreykingum hefur verið úthýst, fer stöðugt fjölgandi og hömlur gegn reykingum hafa víða verið auknar til muna og hefur það tvímælalaust skilað árangri og aukið rétt þeirra sem ekki reykja. En þótt áfangasigrar hafi unnist í baráttunni gegn tóbaksreykingum er ástandið þó enn langt frá því að vera gott og það er vissulega áhyggju- efni ef sú er raunin að reykingar ungs fólks séu aftur að aukast. Það eitt sýnir að aldrei má slaka á klónni - áróður gegn reykingum þarf að vera og á að vera stöðugur og þá fýrst og fremst í upplýsingaformi. Það þarf einfaldlega að gera ungu fólki ljóst hversu mikill skaðvaldur reyking- amar em. Einnig þarf að gera því grein fyrir þeirri einföldu staðreynd að það er afskaplega auðvelt að venja sig á að reykja en getur verið gífur- legt átak og jafnvel ómögulegt að venja sig af reykingunum. Allt of litlu fjármagni er varið til tóbaksvarna á fslandi. Stórra skrefa í þá átt að kveða þennan fíknidraug niður á tiltölulega skömmum tíma er varla að vænta nema unnt sé að hafa í gangi viðvarandi forvarnarstarf og jafnvel ætti það að vera sjálfsagt að veita þeim einstaklingum, sem vilja hætta en geta það ekki, læknisfræðilega aðstoð, rétt eins og áfengis- sjúklingar fá. Hægt væri að hugsa sér sérskatt á tóbak sem væri varið beint til forvarnarstarfs en varla er þess að vænta að slíku fyrirkomulagi verði komið á. Vissulega er tóbak hátt sköttuð vara en peningamir, sem ríkið hirðir þannig, fara til annarra þarfa. Við hátíðleg tækifæri er stundum talað um að stefna beri að reyklausu íslandi árið 2000. Slíkt takmark er algjörlega óraunhæft nema hið opinbera marki sér ákveðna stefnu í tóbaksvamamálum og leggi fjár- muni í harðari baráttu gegn þessum heilsuvágesti en verið hefur. HEMJVEMD 4. tbl. 1993 48. árg. RITSTJÓRI: SteinarJ. Lúðvíksson. FULLTRÚINLFÍ í ritstjórn: Gunnlaugur K. Jónsson. FAGLEG RÁÐGJÖF: Guðmundur Bjömsson yfirlæknir AUGLÝSINGASTJÓRI: Erla Harðar ÚTGEFANDI: FRÓÐIHF. í samvinnu við NLFÍ STJÓRNARFORMAÐUR: Magnús Hreggviðsson FRAMKVÆMDASTJÓRI: Halldóra Viktorsdóttir VERÐ í ÁSKRIFT: kr. 398,00 pr. eintak Ef greitt er með greiðslukorti kr. 358,00 pr. eintak. VERÐ f LAUASÖLU: Kr. 495,00 irnVSK Blaðið er unnið í G. Ben. prentstofu hf. FORSÍÐUMYND: Gunnar Gunnarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.