Heilsuvernd - 01.12.1993, Page 7
MYNDIR: GUNNAR GUNNARSSON
Guðjón Sigurbjörnsson,
sextugur læknir:
Ekki fædd til kyrrsetu
vöðvana og eykur þolið,“ segir Hilm-
ar í upphafi viðtalsins. „Þar sem eldra
fólki getur orðið meint af skyndilegri
líkamlegri áreynslu er gott að nota
það sem mælikvarða að ganga ekki
hraðar en svo að maður geti haldið
uppi samræðum á meðan. Því er ekki
úr vegi að hafa einhvem með sér og
helst alla fjölskylduna í tilefni Ars fjöl-
skyldunnar.“
Og Hilmar heldur áfram: „Eitt af
heilsumarkmiðum Alþjóðlegu heil-
brigðismálastofnunarinnar er að fólk
stundi þolþjálfun sem styrkir hjarta-
og æðakerfið. Það á helst að gera
þrisvar í viku og 20-30 mínútur í senn.
Að sjálfsögðu er hægt að gera það á
fleiri máta en einungis með sundi og
göngum og mörgum finnst til dæmis
skíðaganga og hjólreiðar skemmti-
legri. Ein íþrótt kallar líka oft á aðra.
Göngumann langar ef til vill að prófa
að fara á gönguskíði þegar snjóa tekur
eða skella sér í sund þegar sést til
sólar.
Allir geta hafið þjálfun og skiptir þá
engu máli á hvaða aldri fólk er. Islend-
ingar hafa gefið of lítinn gaum að því
hvað líkamsþjálfun er mikilvæg eldra
fólki. Hinar Norðurlandaþjóðimar eru
aftur á móti löngu búnar að uppgötva
að íþróttir seinka öldrunareinkennum
og hafa verið framarlega í þjálfun
þessa aldurshóps. Þeir, sem fundið
hafa fyrir veikindum og hafa ekki þjálf-
að mjög lengi, ættu þó að ráðfæra sig
við lækni áður en þeir byija að æfa.
Markmið þjálfunarinnar breytist eftir
því sem árin líða. Fram til fimmtugs
getur maður vænst árangurs og aukið
hann. Þegar komið er yfir þann aldur
reynir maður að halda því sem náðst
hefur.“
Hilmar segir að það sé reynsla sín
af þeim, sem nýbyrjaðir em að stunda
líkamsþjálfun að þeim sé nauðsynlegt
að komast yfir ákveðið tímabil til þess
að þjálfunin verði hluti af daglegu lífi
þeirra. „Það tekur að minnsta kosti
6-8 vikur og er þá miðað við að þjálfað
sé þrisvar sinnum í viku. Þá fer fólk að
finna vellíðunina sem fylgir því að
þjálfa líkamann. Fólk þarf að gera ráð
fyrir hreyfingunni á vikuáætluninni
því hún má ekki vera háð tilviljunum.
Það á enginn að segja að hann fari
„einhvem tímann á eftir“ að æfa enda
verður oft h'tið úr því. En ef eitthvað
„Ég hef stundað sund frá því
að ég var 7 ára að aldri.
Astæðan var upphaflega sú að
ég var með hryggskekkju og
gat því ekki verið í leikfimi
með bekkjarsystkinum mín-
um. Mamma mín hafði heyrt að
það væri hollt að synda og
sendi hún mig því í Sundhöll-
ina, enda bjuggum við skammt
frá. Fljótlega fór ég að æfa
sund með Ægi og keppti í nokk-
ur ár. Einnig stundaði ég sund-
knattleik.
Nú mæti ég hvern morgun
nema á sunnudögum klukkan
sjö í Sundhöllina og syndi rösk-
lega 250 metra. Því miður hef
ég ekki tíma til að synda lengur
því ég þarf að mæta til vinnu
hálftíma síðar. Mér finnst
bráðnauðsynlegt að byrja
hvern dag á að fara í sund. Það
er ekki aðeins hreyfingarinnar
vegna heldur fæ ég líka félags-
lega ánægju út úr því. Þarna
hittir maður félaga sína og
ræðir við þá dægurmálin áður
en amstur dagsins tekur við.
Konan mín og ég erum svo
heppin að eiga sumarbústað í
Grafningnum og reynum við að
hreyfa okkur þar sem mest úti
við. Við förum í langar göngu-
ferðir, stundum vatnaveiði og
berjatínslu. Við gætum þess að
láta veðrið ekki á okkur fá og
klæða okkur bara eftir því
hvemig viðrar.
Ég ráðlegg öllum að taka lýsi
og hreyfa sig sem mest. Sund
og göngur henta miðaldra og
eldra fólki sérstaklega vel því
þar er minni hætta á slysum en
í öðrum íþróttagreinum. Við
erum ekki fædd til kyrrsetu og
verðum að hreyfa okkur reglu-
lega til að líkaminn geti starfað
eðlilega. Þannig fyrirbyggjum
við líka sjúkdóma.“
7