Heilsuvernd - 01.12.1993, Blaðsíða 17

Heilsuvernd - 01.12.1993, Blaðsíða 17
MEGRUN V anlíðan þarf ekki að fylgja megruninni Mataræði, sérfæði, megrun og svelti. Allt eru þetta hálfgerð vandræðanjöfn. Þegar hugsað er um megrun er ekki laust við að hálfgerð vanlíðan komi upp í hugann. Öll þessi orð tengjast á einhvern hátt því böli sem svo margir kannast við eftir að þeir reyndu að losna við aukakílóin. Algengt er að menn ákveði einn daginn að nú skuli aukakílóin tekin föstu taki. Þá er jafn algengt að menn borði það lítið að hungurverkir og sjálfsvork- unn verði það eina sem afrekast þann daginn. Sá dagur endar síðan í einni hungursprengju um kvöldmatarleytið þar sem allt, sem er í ísskápnum, er étið upp. Hvemig væri að léttast án þess að minnka til- finnanlega hitaeiningarnar og þurfa að ganga í gegnum slíkt píslarvætti sem megrun er? Ætli það sé hægt? Jú, eins og þú munt sjá á eftirfarandi rök- stuðningi og punktum þá er það að fara á eitthvað sérfæði ekki eina ráðið til þess að vera grannur og hraustlegur. Auðviðað hefur rétt mataræði sitt að segja eða réttara sagt réttar matarvenjur hafa sitt að segja. Við skulum fara yfir helstu galdraformúlurnar sem ættu að færa okkur nær takmarkinu án þess að þurfa að skera verulega niður hitaeiningarnar. Það sem skiptir máli er að taka upp réttar matar- venjur, ekki að svelta sig. 1. ÚTRÝMDU SJOPPUFÆÐI OG UNNUM MAT Þetta fellur undir almenna skynsemi. Þessar fæðutegundir eru þekktar fyrir að innihalda mikið af einföldum sykri, fitu og salti. Þær innihalda einnig ótrúlega mikið magn af hitaeiningum. 2. BORÐAÐU SEM MEST FYRIR SEM MINNST Spumingin snýst um það að velja rétt. Hver kannast ekki við það að borða tvær brauðsneiðar með smjöri og osti í morgunmat? Þær em svo sem ágætar í sjálfu sér. En hver verður saddur af tveimur brauðsneiðum? Hugsaðu þér eftirfarandi: IHHHRHHRRHRHHHRNNNMMHNMHRHHNMRHHHHHMHHHHHHMHHHHHHHH I staðinn fyrir þessar tvær brauðsneiðar gætirðu borðað annaðhvort 6 epli, 1,7 kg af káli, hálft kíló af skyri eða 10 sneiðar af hrökkbrauði með létt- osti, tómatsneiðum og gúrku! I smjörinu, sem not- að er á tvær brauðsneiðar (20g), eru jafn margar hitaeiningar og í 700 g af tómötum eða einu kílói af gúrkum. ímyndaðu þér í huganum hversu miklu meira þú getur borðað í þessum tilfellum heldur en það litla sem þú færð með þessum tveimur brauðsneiðum. Ekki er ætlast til að einhver hafi áhuga á því að borða sex epli í einu eða nær tvö kíló af káli. Nei, þetta er aðeins gróft dæmi sem sýnir hvað sé hægt að gera með því að kynna sér hitaeiningainnihald þeirra fæðutegunda, sem í boði eru, og velja rétt. Það er ekki ætlunin hér að telja upp ótal fæðutegundir sem draga má í dilka sem hollar og óhollar. Slíkt er allsveigjanlegt og fer eftir því hver á í hlut en það skynsamlegasta, sem fólk gerir, er að verða sér úti um næringar- efnatöflu. Þar sést svart á hvítu hver hitaeininga- L 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.