Heilsuvernd - 01.12.1993, Síða 30
TOBAKSVARNIR
ekki hrifin af því að vera með
hræðsluáróður og síst gagnvart börn-
um og unglingum. Þess í stað vil ég til
dæmis fræða unga fólkið um hvað
reykingar séu óheilsusamlegar fyrir
tennumar og húðina.
Ég fer reglulega í skólana og fræði
nemendur á aldrinum 11-16 ára um
skaðsemi reykinga. í upphafi fjalla ég
um hvað sé í tóbaki en í eldri bekkjun-
um segi ég frá áhrifum þess á líkam-
ann. Svo tala ég um hvernig hægt sé
að neita því að byrja að reykja þótt
félagarnir hvetji mann til þess. Margir
unglingar hafa sagt mér að þegar þeir
drekki vín sé ómissandi að reykja líka.
Nú virðist vínið koma fyrst og síðan
sígarettan en ekki öfugt eins og gerð-
ist áður fyrr.
Ég hef það á tilfmningunni að reyk-
ingar séu að aukast nú meðal ungl-
inga. Líklega á hippatískan, sem ríkt
hefur meðal þeirra undanfarin ár, sinn
þátt í því. Notkun á hassi og LSD er til
dæmis sú sama og fyrir 20 árum.“
Halldóra segir að fleiri unglings-
stelpur hefji reykingar en strákar.
„Kannski er það vegna þess að þær
eru bráðþroskaðri en þeir. Þær vilja
fyrr fara að sýna sjálfstæði og gera
það meðal annars með því að fara að
fikta við reykingar.
„Mig grunar aftur á móti,“ segir
Halldóra, „að stákamir neyti meira
neftóbaks en þær og illu heilli hefur
neysla þess aukist á undanförnum ár-
um. Árið 1985 voru flutt inn í landið 45
kg af fínkomuðu snuffi en sjö árum
síðar voru kílóin orðin 1200. Ungling-
ar hugsa lítið um að reykingar geti
kostað þá 100.000 krónur á ári. For-
eldrarnir myndu eflaust taka fyrir
vasapeningana ef þeir vissu að þeir
færu að mestu í tóbak.“
Reykingafólki er boðið upp á ýmis
námskeið til að auðvelda því að hætta
að reykja, takist því það ekki af sjálfs-
dáðum. Af þeim má nefna námskeið
Þorsteins Blöndals læknis á Heilsu-
verndarstöðinni í Reykjavík. Hann
hefur verið að gera tilraunir með sér-
stakan nefúða sem á að úða upp í nefið
finni maður fyrir löngun í tóbak.
Norðlendingar geta leitað til Krabba-
meinsfélags Akureyrar og nágrennis.
Krabbameinsfélagið í Reykjavík býð-
ur upp á einstaklings- og fyrirtækja-
framhald á bls. 54
fyrir okkur sjálf
„Það eru sex mánuðir síðan
ég hætti að reykja en ég byrjaði
á því fyrir 25 árum. Þetta er
ekki í fyrsta sinn sem ég reyni
að hætta. Áður hafði ég alltaf
reynt að finna einhverjar
ástaeður til að geta byrjað aft-
ur. Ég var reyndar búin að til-
kynna fjölskyldunni að ef ég
fitnaði myndi ég hætta við að
hætta eina ferðina enn. Það
hefur þó ekki gerst ennþá.
Eina hjálparmeðalið, sem ég
hef notað, er nikótíntyggjó.
Ég byrjaði að reykja þegar ég
vann næturvaktir á spítala þar
sem starfsfólkið drakk kaffi og
reykti alla nóttina. Þá fór ég
líka að fikta. A þeim tíma var
mikið reykt á spítölum en svo
fór það úr tísku með auknum
áróðri gegn því. Nú finnst mér
það aftur á móti vera að færast
í vöxt á ný.
Þegar sett var bann við reyk-
ingum á Ríkisspítölunum
hætti ég að reykja í vinnunni.
Ég lét ekki hafa mig út í að
standa úti í kulda og trekk með
sígarettuna. En ég vann aðeins
hálfan daginn svo ég hélt áfram
að reykja pakka á dag heima
hjá mér.
Nú líður mér mun betur en
áður og mig langar alls ekki til
að kveikja mér í sígarettu.
Þessu fylgir heldur ekki aðeins
líkamleg og andleg vellíðan
heldur er líka betri lykt í íbúð-
inni.
Það sem mér finnst mikil-
vægast, þegar fólk hættir að
reykja, er að það finni að það sé
að hætta fyrir sjálft sig en ekki
einhvern annan. Annars tekst
aldrei að drepa í síðustu sígar-
ettunni."
Björg Ólafsdóttir
hjúkrunarfræðingur:
Verðum að hætta
30