Heilsuvernd - 01.12.1993, Side 39
FRETTIR
Viðvarandi
sársauki
Rannsóknir hafa leitt í
ljós að konur, sem beittar
hafa verið ofbeldi eða mis-
notaðar kynferðislega,
virðast næmari fyrir sárs-
auka en þær sem sloppið
hafa við slíkar hremming-
ar. Það eru sérfræðingar
við Carolina háskólann í
Bandaríkjunum sem hafa
rannsakað þetta að undan-
fömu og kunna þeir engar
skýringar á því hvemig á
þessu stendur. Þeir segja
að um 45% þeirra kvenna,
sem lagðar em inn á
sjúkrahús vegna óskýran-
legra verkja í kviðarholi
og móðurlífi, hafi lent í því
að vera ógnað eða misnot-
aðar kynferðislega. Þeir
telja ekkert vafamál að
meginskýring hinnar líka-
mlegu vanlíðunar kvenn-
anna sé af því að tauga-
kerfið hafi orðið fyrir áfalli
og undirmeðvitundin sé í
stöðugri vamaðarstöðu. I
mjög mörgum tilfellum
ræddu konumar ekki
þessa reynslu sína við
læknana áður en þær vom
lagðar inn til rannsókna.
E-vítamín
hindrar
hjartaáföll
Bandarískir vísinda-
menn greindu nýlega
frá viðamiklum rann-
sóknum sem þeir gerðu
á virkni E-vítamíns.
Alls tóku um 130 þús-
und manns þátt í rann-
sóknunum og voru
helstu niðurstöður
þeirra þær að margt
bendi til þess að E-víta-
mín geti dregið veru-
lega úr líkum þess að
fólk fái hjartaáfall.
Þeir, sem tóku þátt í
rannsóknunum, tóku
reglulega E-vítamín-
pillur í tvö ár og til sam-
anburðar var hafður
annar jafn stór hópur
sem ekki tók vítamínið.
Niðurstöður bentu til
að með því að taka víta-
mínið minnkuðu líkur á
hjartaáfalli um hvorki
meira né minna en
40%. Það kom líka fram
að ekkert vannst með
því að taka stóra
skammta af vítamíninu
og gat það meira að
segja virkað neikvætt.
(Úr New England
Joumal of Medicine)
Viðamikil
sykursýkis-
rannsókn
Nýlega vom kynntar
niðurstöður úr viða-
mikilli rannsókn á syk-
ursjúku fólki sem fram
fór á vegum Bandar-
ísku heilbrigðismála-
stofnunarinnar (U.S.
National Institutes of
Health). Tæplega
fimmtán hundmð syk-
ursýkissjúklingar tóku
þátt í rannsókninni,
sem staðið hefur í tíu
ár, og er kostnaður við
rannsóknina orðinn
upphæð sem svarar til
tíu milljarða íslenskra
króna. Þátttakendum í
rannsókninni var skipt
í tvo hópa. Þeir, sem
vom í öðmm hópnum,
fengu venjulega og það
sem kalla má hefð-
bundna meðferð en
fylgst var sérstaklega
vel með fólkinu sem var
í hinum hópnum. Blóð-
sykur þess var mældur
að minnsta kosti fimm
sinnum á dag, það fékk
þrjár insúlínsprautur
daglega og fylgst var
mjög vel með mataræði
þess og þess gætt að
það neytti ekki fæðu
sem var því óheilsu-
samleg. Eftir tíu ár kom
glögglega í Ijós að heils-
ufar þess fólks, sem
fylgst var vel með og fór
eftir strangari reglum
varðandi mataræði en
gerist og gengur, var
miklu betra en hinna og
alvarleg áhrif sykur-
sýkinnar komu síður
fram. Þannig var það
undantekning ef ein-
staklingar, sem voru í
þeim hópi, fengu verstu
sjúkdómana sem fylgja
sykursýki, svo sem
sjónmissi og alvarlega
nýmasjúkdóma. Lík-
legt má teljast að niður-
staða úr rannsókn
þessari verði til þess að
breyta meðferð sykur-
sjúkra og bæta tækni til
þess að fylgjast betur
með veikinni, svo sem
með mælingu blóðsyk-
urs.
39