Strandapósturinn - 01.06.1969, Blaðsíða 16
Fiskurinn á Hólmavík og Drangsnesi var pakkaður og frystur,
en fiskurinn á Djúpavík var allur saltaður. Var hann 11.000 kg
fullverkaður. Kaupfélag Strandamanna á Norðurfirðí stóð fyrir
fiskmóttöku á trillufiski á Gjögri, en þar voru framleidd 15.000
kg af fullverkuðum saltfiski.
Oll rækjan á Hólmavík og Drangsnesi var skelflett og meiri
hluti rækjunnar á Ingólfsfirði. Fyrri hluta ársins var hún pökkuð
og hraðfryst, en síðari hluta ársins var hún lögð niður í pækil.
Hrognkelsaveiði var töluvert stunduð. Margir aðilar söltuðu
grásleppuhrogn og er því erfitt að segja til um hve magnið
varð mikið en óhætt mun að fullyrða að það hafi verið a.m.k.
800 tunnur. Rauðmaginn var hka dálítið veiddur og var hann
verkaður í reyk á nokkrum stöðum.
Nokkrir bátar lögðu hákarlalóðir og fiskuðu eitthvað, en ókunn-
ugt er um aflamagn.
Tafla III sýnir afla einstakra báta af rækju og fiski.
Rœkja Fiskur
Guðmundur frá Bæ, Hólmavík 47.942 kg 67.245 kg
Hilmir, Hólmavík 42.227 — 151.280 —
Hrefna II, Hólmavík*) 23.627 — 28.000 —
Kópur, Hólmavík 24.417 — 24.862 —
Sigurfari, Hólmavík 42.793 — 88.175 —
Víkingur, Hólmavík 42.226 — 55.490 _
Guðrún Guðmundsd., Kleifum 46.113 — 121.300 —
Pólstjarnan, Hamarsbæli 55.848 — 52.080 —
Sólrún, Drangsnesi 29.030 — 55.690 —
Guðrún, Eyri 5.000 —
*) Hrefna II, Hólmavík var leigð til Djúpavíkur sumarið 1968
°g gerð út þaSan.
Opinberar framkvœmdir:
Vegagerð, önnur en viðhald var lítil sem engin í sýslunni sum-
arið 1968.
Byggð var brú á Miðdalsá 20 m löng.
14