Strandapósturinn - 01.06.1969, Blaðsíða 73
cr leitt frá um nálægar sveitir og einnig suður yfir fjall til
Reykhólasveitar og Geiradals.
Þegar viS vorum komnir langleiSina inn með vatninu, fram
hjá Stórhöfða og Skorarkletti og inn á svonefnd Rauðholt, sem
eru skammt fyrir neðan Vatnshornsbæ, þá hittum við þar Einar
bónda Jóhannsson, er var að huga að fé sínu. Við vorum hon-
um vel kunnugir, því að hann hafði um allmörg ár búiS á móti
foreldrum okkar í Vatnshomi og bjó þar enn, á nokkrum hluta
jarðarinnar. Einar var skvr maður og veðurglöggur og spurð-
um við hann því strax, hvernig honum litist á ferðaveðrið, þar
þar sem við væram á leið suður yfir Laxárdakheiði. Hann skim-
aði um stund til lofts og Heiðarskarðanna, sem nú blöstu við,
en mælti síðan: „Ég hygg að hann fari að fenna innan stundar
en e.t.v. ekki mikið fyrst í stað, og þó að hann sé hægur hér
niðri í dalnum er hann vafalaust hvass uppi, en ef hann hvessir
að ráði er óðar kominn öskubylur á heiðinni. Þó er ekki gott að
segja nema að hann hangi svona aðgerðalítill fram eftir deginum,
en tryggt er það ekki.“ Að svo mæltu kvöddum við Einar bónda
með virktum og hlupum við fót. fyrir neðan garð í Vatnshomi og
stefndum á Heiðarskörðin fram svokaUaðan Nautadal, að sunnan-
verðu. Það var venjuleg leið gangandi manna, þótt bratt væri
og gata engin, utan fjárgötur hér og hvar.
Reiðvegurinn upp úr dalnum til heiðarinnar, er nokkru sunnar
á fjallsbrúninni um svonefnt Kerlingarskarð, sem er lengri leið
en ekki eins brött. Þegar við komum á hinn eiginlega heiðarveg,
efst í Skörðunum, var þar þæfingsófærð og sást hvergi fyrir
götu. Skömmu síðar byrjaði að snjóa og hvessa meir en áður.
Enn sást þó vel á milli varðanna, bæði framundan og að baki.
Við héldum því óhræddir áfram og hvorugur hafði orð á því
að snúa aftur, þótt óneitanlega hefði úthtið versnað mjög, með
snjókomunni og vaxandi stormi. Brátt náðum við Sprengibrekku,
sem er norðarlega á heiðinni, snarbrött og allhá. Þar blésum við
mæðinni um stund, því að við höfðum gengið frekar greitt og
færðin ekki góð. Sunnan brekkunnar tekur við langur og mis-
hæðalítill holtahryggur, þar sem heiðin nær fljótlega fullri hæð,
eða rétt um 600 m eins og fyrr er sagt. Liggur vegurinn eftir
71