Strandapósturinn - 01.06.1969, Side 88
Oft er hljótt um hetjudáðir
Oft er hljótt um hetjudáðir, hildarleik við stormsins slátt, at-
burðirnir aldrei skráðir. — Barátta upp á líf og dauða, það er
sjómanns líf.
Einn mikilsverður þáttur í björgunarstarfi allra tíma, er almenn
sundkunnátta. Það mun vera einsdæmi hér á landi, að í einum
fátækum hreppi séu byggðar og starfræktar tvær sundlaugar.
Það mun hafa verið fyrsta vorið, sem sund var kennt í Hvera-
víkurlaug í Steingrímsfirði, að meðal nemendanna var ungur
Hólmvíkingur, Magnús Sigurjónsson, og áður en það ár var
liðið hafði hann bjargað mannslífi.
1 Gvendarlaug hins góða að Klúku í Bjarnarfirði lærði sund
Bernodus Óiafsson, sá er síðar bjargaði félaga sínum frá drukkn-
un og hlaut sem viðurkenningu fagran bikar, sem veittur er fyrir
mesta björgunarafrek ársins.
I Hveravíkurlaug lærði sund sá maður, sem fyrstur hlaut
afreksmerki hins Islenzka lýðveldis fyrir frækilega framgöngu
við björgun skipsfélaga sinna, Guðmundur Halldórsson frá Bæ
í Steingrímsfirði.
Guðmundur Halldórsson var skipverji á togaranum Verði frá
Patreksfirði er hann fórst 29. janúar 1950. Frásögn sú, sem
hér fer á eftir, er skráð af Guðmundi sjálfum, í bréfi sem hann
skrifaði föður sínum Halldóri Guðmundssyni í Bæ í Steingríms-
firði. Bréfið er dagsett 16. febrúar 1950.
Þeir, sem þekkja Guðmund, vita, að frásögn hans er full-
komlega sönn og rétt, aðeins kemur fram í frásögninni hans
eigin hlédrægni, þar sem hann gerir sinn hlut að mun minni
en hann raunverulega var.
Bréfið, sem skrifað er nokkrum dögum eftir slysið og meðan
allir atburðir eru í fersku minni, er á þessa leið:
86