Strandapósturinn - 01.06.1969, Blaðsíða 90
Við fórum héðan á fimmtudag í vondu veðri og urðum því
að liggja við akkeri meðan við stóðum hér við. Gengið var frá
lestarlúgum og öðru eins og venjulega, þegar farið er út í siglingu,
og einnig troðið með keðjuklussinu og steypt með steypu sem á
að harðna á nokkrum mínútum ef það kemst ekki bleyta að henni.
Á leiðinni til Hafnarfjarðar fengum við vont veður, en þar
áttum við að taka kol. Þar var kastað akkeri við bryggjuna og
kom þá í ljós að allt var farið úr keðjuklussinu og talsverður
sjór kominn í keðjukjallarann og vorum við látnir tæma hann
með hand-dælu meðan stoppað var.
Klukkan fimm var svo lagt af stað og gengið frá öllu eins
og venjulega, enn var vont veður, sjórinn gekk yfir skipið strax
og komið var út úr höfninni og hélzt þar til á sunnudagsmorgun.
Á þeim tíma hefði einhver látið athuga, til dæmis við Reykja-
nes, hvort allt væri í lagi framundir, en það var ekki gert. Hefði
einhver undirmannanna farið að minnast á það, þá hefði því
ekki verið tekið vel, því það þykir ekki viðeigandi að undirmenn
séu að minna á neitt. Þama hefði það verið talin afskiptasemi
eða þá sjóhræðsla, þannig var aginn um borð.
Ég var á vakt um nóttina til kl 3,30, og sáum við að skipið
hallaðist óvenjulega mikið í bakborða og töluðum um það okkar
í milli, að það myndi vera kominn sjór í lúkarinn. Annar stýri-
maður tók við vakt af mér og sá hann það sama og við, og
lýsti hann þá upp dekkið vandlega með ljóskastara og sá, að
lúkar og hurðir undir hvalbak vora í lagi. K1 6,30 kom fyrsti
stýrimaður á vakt, annar stýrimaður hafði þá orð á því, að
skipið hallist óvenju mikið og sé farið að taka á sig sjóa framan-
yfir. Þá var hringt niður i vél og spurt hvort brennt sé jafnt
úr skipinu, og fékkst það svar, að það sé þó heldur meira úr bak-
borða.
Svona var látið standa til kl 8,30, þá þurfti matsveinninn
að senda fram undir hvalbak eftir kosti. Tveir hásetar voru
sendir og beðnir að athuga um leið hvort sjór sé í lúkamum.
Að því athuguðu létu þeir vita, að lúkarinn væri hálf-fullur
af sjó. Skipstjórinn var þá nýkominn upp.
Klukkan 8,45 erum við allir ræstir út og okkur sagt hvemig
88