Strandapósturinn - 01.06.1969, Blaðsíða 64
hét Munk. Thor kom með verzlunarskipi Bryde, er hét Júnó og var
100 lesta skip. Þá var Húnaflói fullur af hafís. Thor getur þess, er
þeir þræddu milli hafisjakanna inn Húnaflóa hafi þeir hitt mann
sofandi á jaka með bátkænu bundna við fót sinn. Þessi maður var
Bjöm daskari. Kæna sú er hann átti og var þama á ferð á í ísnum, er
enn til og er nú geymd á byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna
að Reykjum í Hrútafirði.
Thor Jensen lauk sínum námstíma á Borðeyri og gerðist því næst
bókari þar til ársins 1884. Thor Jensen bar jafnan ræktarhug til
Borðeyrar, og þegar R. P. Riisverzlun á Borðeyri var seld um 1921,
keypti hann hana ásamt öðrum og rak hana til 1930.
Torfi Jörgen Thorgrímsen, fæddur 10. ágúst 1831, dáinn 24. júlí
1894. Foreldrar Þorgrímur Thorgrímsen prestur í Saurbæ á Hval-
fjarðarströnd og kona hans Ingibjörg Guðmundsdóttir systir Helga
biskups Thordarsen.
Torfi var verzlunarmaður á Borðeyri árin 1879 til 1881. Siðar verzl-
unarstjóri I Ólafsvík.
Valdemar Bryde, fæddur 1835, (danskur kaupmaður). Tók við verzl-
unarstjórn Brydesverzlunar þegar Sveinn frá Búðum flutti burt 1881.
Valdemar Bryde er talinn eiga heima á Borðeyri frá 1881 til 1891.
Árið 1881 varð Sveinn Guðmundsson frá Ferjukoti í Borgarfirði,
starfsmaður við Brydesverzlun, þá rúmlega tvltugur að aldri. Árið
1882 kom nýr búðarsveinn í Brydesverzlun. Hann hét Sigfried Christ-
ensen. Hann fór til Ameríku eftir að hafa lokið 5 ára námstlma á Borð-
eyri. Það sumar voru til aðstoðar við verzlunina um mesta annatím-
ann, Lýður Sæmundsson frá Þambárvöllum og Jóel Jóhannsson frá
Ásgarði.
Richard Peter Riis fæddur 14. okt. 1860 dáinn í júlí 1920. Foreldrar
Michael Peter Riis verzlunarstjóri á ísafirði og kona hans Frederikka
Caroline fædd Westh.
Richard Riis varð verzlunarstjóri Clausensverzlunar á Borðeyri árið
1881. Tók við verzluninni eftir fráfall Kristjáns Hall.
Richard Riis keypti verzlunina árið 1891 og rak hana til æviloka.
Hann stofnaði síðar verzlanir á Hólmavík og Hvammstanga. Hann dð
eins og áður er sagt árið 1920, en árið 1921 keyptu Thor Jensen og
fleiri verzlun hans á Borðeyri og ráku hana til ársins 1930,
Heinrich Biering, fæddur 23. okt. 1845, dáinn 5. mai 1905. Foreldrar
Morits Biering verzlunarstjóri í Reykjavík og kona hans Jeane Mary.
Heinrich Biering var verzlunarstjóri Clausensverzlunar á Borðeyri frá
1883 til 1891. Fóstursonur hans var Kristján Linnet bæjarfógeti.
Theodór Ólafsson, fæddur 19. april 1853, dáinn 8. júní 1906. For-
eldrar Ólafur Pálsson dómkirkjuprestur í Reykjavík og kona hans Guð-
rún Ólafsdóttir. Theodór var bókari við Clausensverzlun á Borðeyri
62