Strandapósturinn - 01.06.1969, Blaðsíða 97
bjargaði þeim skipverjum, sem bjargað varð.
Einn skipverja, Jóhann Jónsson, mun hafa dáið eftir að hann
kom um borð í Bjama Ólafsson, og einn þeirra, sem bjargað
var er slasaður.
Það var raunar tilviljun ein, að Bjami Ólafsson var staddur
á þessum slóðum. Hann kom frá Aberdeen, og er vanur að taka
olíu í Englandi. Að þessu sinni gerði hann það ekki, þar sem
hann hefði þá tafizt um fullan sólahring, og hugsaði skipstjórinn
sér að fá olíu í Hvalfirði.
Bjarni Ólafsson var væntanlegur til Akraness í nótt, og mun
eftir komu hans verða fyrir hendi nánari vitneskja um þetta
hörmulega slys.
Togarinn Vörður frá Patreksfirði var eign þeirra bræðra Frið-
þjófs og Garðars Jóhannessona. Hann var á milli 600—700 smá-
lestir, nær tólf ára gamall og hafði verið þrjú ár í eigu Vatn-
eyrarbræðra, en þeir keyptu hann frá Englandi.“
í dagblaðinu Tíminn, sunnudaginn 12 febrúar 1950, segir:
„Á fimmtudaginn (9. febr.) fór fram minningarathöfn á Pat-
reksfirði um hina fimm skipverja er fórust með togaranum Verði
29. janúar. Séra Einar Sturlaugsson jarðsöng. Kirkjukórinn ann-
aðist söng og ívar Helgason söng einsöng og hafði hvorttveggja,
ljóð og lag, verið samið í þessu tilefni. Mikill mannfjöldi var
viðstaddur þessa athöfn.“
Þriðjudaginn 13. janúar 1953, birtist í dagblöðunum frá-
sögn af því að Guðmundur Halldórsson frá Bæ hafi verið heiðrað-
ur fyrir frábæra framgöngu við björgun félaga sinna, er Vörður
fórst. I Morgunblaðinu er komizt svo að orði:
STRANDAMAÐUR HLAUT FYRSTA AFREKSMERKI
ÍSL. LÝÐ VELDISINS.
Var á togaranum VerSi er hann fórst.
Árið 1950 voru með forsetabréfi settar reglur um afreks-
merki hins íslenzka lýðveldis, er veita má fyrir björgun úr lífs-
háska. Merkið er í tveimur stigum, silfur og gullmerki.
Afreksmerkið hefur nú í fyrsta sinn verið veitt. Hefur Guð-
95