Strandapósturinn - 01.06.1969, Side 109
hönd, sem á sverðinu heldur,
hvort mun þá ekki andskotinn
setja brillur upp á réttarins nas-
ir, svo að hann fái ekki ramm-
að þann höggstað, er hann
hafði til ætlað.“
Tryggvi átti ekki einungis
baráttugleði gagnrýnandans.
Hann átti einnig og öllu frem-
ur hugsjónaeld umbótamanns-
ins. Trú hans á landið og þjóð-
ina átti sér engin takmörk. Okk-
ur nútímamönnum, sem höfum
glatað svo miklu af þessari
barnatrú okkar, finnst að hún
hafi verið barnaleg. En við,
sem vorum ungir á þessum ár-
um, hrifumst af þessari trú og
þeim eldmóði og bjartsýni, er
Tryggvi Þórhallsson hún var okkur boðuð af
Tryggva Þórhallssyni.
Það var sólheitan júnídag, 1923, að ég sá Tryggva í fyrsta
sinn. Við vorum í vegavinnu, nokkrir strákar, undir forystu föður
míns, þegar hann kom að norðan, úr sinni fyrstu yfirreið um
Strandir. Eg man, að hann hafði skyggnismikla, brúna leðurhúfu
á höfði og bar hann þá húfu jafnan í Strandaferðum hin næstu
ár. Slíkar húfur urðu eftir það algengar hér og voru kenndai
við húfu Tryggva og kallaðar framsóknarhúfur.
Þeir Tryggvi og faðir minn tóku tal saman og settust út í móa.
Við strákar reyndum að hlera á tal þeirra, svo sem við máttum, án
þess að svíkjast allt of mikið um. Ekki minnist ég þess, að þeir
ræddu stjórnmál.
Hitt man ég, að Tryggvi lét í ljósi mikla hrifningu yfir ferða-
lagi sínu um Strandir og þeim menningarbrag og umbótavilja
er hann taldi sig hafa kynnzt norður þar. Sérstaklega var hann
hrifinn af því, að sjá unnið með diskaherfi í stóru flagi norður
107