Strandapósturinn - 01.06.1969, Blaðsíða 138
Sönn saga
Strandasýsla er ein lengsta sýsla landsins, og á sameiginleg
sýslumörk við fimm eða sex aðrar sýslur. Hún liggur öll með
sjó fram, og eru engar uppsveitir í sýslunni að undanskildum
smádölum inn frá víkur- og fjarðarbotnum. Þarna skiptast á firð-
ir og víkur með nes á milli, er ganga út í Húnaflóann. Það er
því landfræðilega eðlilegt, að mjög mörg nöfn á bæjum í sýsl-
unni enda á vík eða nes. I Arneshreppi einum eru til dæmis sjö
bæir, er nafnið endar á vík.
Saga sú, er hér fer á eftir, segir frá fólki og atburðum, er
gerðust fyrir um það bil 40 árum á bæjunum Nesi og Vík. En
vegna þess hve skammt er um liðið síðan þetta gerðist, hef ég
ekki fengið leyfi viðkomanda til að gefa upp rétt nöfn, en sagan
er örugglega sönn og mjög merkileg.
A fyrri hluta 20. aldar bjó að bænum Nesi bóndi sá, er Ámi
hét, son átti hann er Jón heitir, og er hann enn á lífi.
Atburður sá, er hér verður frá sagt kom fyrir Jón, er hann
var sextán ára að aldri.
Næsti bær sunnan við Nes heitir Vík, lítil jörð og afskekkt.
Nú bar svo við, að bóndinn í Vík hætti búskap, en þar sem
enginn sótti um að fá jörðina leigða, fór hún í eyði.
Er Vík hafði verið í eyði í eitt eða tvö ár, fékk Ámi í Nesi
hana leigða og nytjaði hana með heimajörðinni. Hann aflaði
heyja á jörðinni um sumarið og lét flytja heim að Vík. Um haust-
ið, er fénaður var tekinn á gjöf, lét Ámi bóndi reka sauðfé sitt að
Vík og var Jóni ætlað að dveljast þar og hirða féð. Bæjar-
húsum var þannig háttað í Vík, að hlaðnir vom torfveggir á
þrjá vegu, en stafnþil móti suðri. Uppi var baðstofa þrjú stafgólf
á lengd, þiljuð með skarsúð. Niðri var þiljuð stofa í suðurenda
en eldhús í norðurenda, var það með timburgólfi og þilvegg milli
stofu og eldhúss, en útveggur hlaðinn úr torfi og grjóti. Eldavél
136