Strandapósturinn - 01.06.1969, Blaðsíða 55
flóa. Frá Húnrööi Márssyni verzlunarþjóni. Bréf þetta var gefið
út í 1200 eintökum og sent út um félagssvæðið. í þessi bréfi segir
meðal annars:
„Clausen og Sandholt fyrir vestan, Hillebrandt á Hólanesi
og Bjarni Sandholt lausakaupmaður Borðeyri, seldu mjöl, er
eigi var bjóðandi hundum, en þó seldist það upp, er leið á vetur
fram, svo mjög sótti hungur á fólk.“
Sendibréfið endar á þessum orðum. „Húnvetningar, Skagfirð-
ingar og aðrir félagsvinir. Ég tek það enn einu sinni fram.
Leggið hluti í félagið eftir því sem hver hefur efni á, og gangið
í 5 ára samninginn, þá yrði sigurinn vís! Gangið hraustlega í
bardagann, fylkið yður öndverðir á móti óvinunum, Ijóstið upp
herópi og gangið samtaka í fylkingu að musterum Gyðinganna! —
Þeir hafa nógu lengi fært Mammoni fórnir í þeim. Áfram, áfram
góðir menn! Skömm sé þeim, er undan merkjunum svíkjast! —
Musterin munu hrynja, og þar mun ekki steinn yfir steini standa.“
Árið 1875 dagana 17.—-19. febrúar, var aðalfundur félags-
verzlunarinnar haldinn að Stóru-Borg. Þar voru mættir 60 full-
trúar af öllu svæðinu norðan úr Fljótum og sunnan úr Leirár-
sveit. Á fundinum var ákveðið að skipta félaginu í tvennt, og
kosnir 6 fulltrúar til að skilja félagið að. Þann 23. febrúar 1875
var fundur á Borðeyri með fulltrúunum, og félaginu skipt um
Gljúfurá fyrir vestan Þing, og stofnuðu vestanmenn Borðeyrar-
félagið, en Skagfirðingar Grafarósfélagið, fyrir Skagafjarðarsýslu
og sjö hreppa í Húnavatnssýslu austan Gljúfurár.
I Norðlingi, föstudaginn 30. júlí 1875, birtist svohljóðandi
auglýsing. „Þriðjudaginn 24. ágúst þ.á. verður í Steinnesi í
Húnavatnssýslu haldinn fundur skiptingamefndarinnar í félags-
verzluninni við Húnaflóa“.
Þetta ár 1875 kom gufuskipið Freyr frá Björgvin, 500 tonn
að stærð, tvisvar á hafnir verzlunarfélaganna, en þær vom
Stykkishólmur, Flatey, Borðeyri og Grafarós, og flutti í báðum
ferðum út hesta, fé og aðrar vömr til Liverpool á Englandi.
Þetta sama ár er gmnnleiga af Borðeyrarverzlun 54 krónur.
Borðeyrarfélagið og Grafarósfélagið munu hafa hætt störfum á
ámnum 1877 og 1878. Veturinn 1879 er Pétur Eggerz hættur
53