Strandapósturinn - 01.06.1969, Blaðsíða 82
frumbýlingsár þeirra Sandneshjóna hlutu að vera erfið. Víð-
sýni og framfarahugur var þá dýr fífsmunaður, sem örðugt var
að láta eftir sér. Þetta fengu umbótamennimir að reyna í upp-
hafi nýrrar aldar og í þeirra hópi má hiklaust telja Sigvalda.
Hann var kjörinn fulltrúi bændamenningar þeirra tíma, sem
óx af eigin mætti og var grunntónn sjálfstæðisbaráttunnar, er
háð var á fyrstu tugum aldarinnar.
Sandneshjónin söfnuðu aldrei auði, enda vafasamt að hug-
ur þeirra hafði staðið til slíkrar iðju.
Þau urðu sjálfum sér nóg og veittu beina án endurgjalds eða
eftirtölu hverjum sem að garði bar. Fór þar vel saman hlýhugur
og umsvif húsfreyjunnar hvað alla aðhlynningu snerti og frjáls-
lyndi, fróðleikur og rökhyggja húsbóndans.
Matthías Helgason, bóndi á Kaldrananesi, sem lengi starfaði
með Sigvalda að sveitarstjórnarmálum, hefur minnzt þeirra sam-
skipta á þessa leið:
„Bezt minnist ég Sigvalda fyrir langt og gott samstarf að
ýmsum þeim málum er varðaði okkar sveitarfélag. Tillögur hans
vora viturlegar og af góðgimi mæltar, studdar af þekkingu á
málum og oft sögulegum rökum, ef því varð við kcmið“.
Ég, sem þessar línur rita kynntist Sigvalda frá því ég ungur
man mig heima. Faðir minn var oddviti sveitarstjórnar öll mín
uppvaxtarár og fundir því haldnir á heimili foreldra minna.
Vel man ég ennþá ýmis þau mál sem þar voru rædd og orða-
skipti manna á milli, virtist mér sem hverju máli væri betur
borgið, þegar Sigvaldi hafði léð því liðveizlu.
Ég var einn í hópi þeirra mörgu, sem naut gistivináttu Sand-
neshjónanna og man þar margar glaðar og góðar stundir.
Margt er breytt orðið frá því þau Sigvaldi og Guðbjörg sátu
Sandnes. Nú er fáförult um Bjarnarfjarðarháls fótgangandi
mönnum. Bílar þjóta um byggð alla og dagleiðir verða því lengri
milli gististaða. En þó býður mér svo hugur um, að svipaður andi
og fyrr svífi yfir vötnum hjá núverandi húsbændum á Sand-
nesi, Ólafi Sigvaldasyni og Brynhildi konu hans, ef þar ber
gest að garði. Tveir tugir ára, þótt umbrotasamir séu, þurrka ekki
80