Strandapósturinn - 01.06.1969, Blaðsíða 46
og skemmtileg, þá þykir rétt og sjálfsagt að taka hana hér upp
orðrétta, og fer hún hér á eftir.
FYRSTA BORÐEYRARVERZLUN.
Eftir Jónadab Guðmundsson á Núpi.
Borðeyri varð löggiltur verzlunarstaður 23. des. 1846. Til þess
tíma höfðu Strandamenn og Vestur-Húnvetningar orðið að sækja
í kaupstað til Stykkishólms eða Hólaness. Það var auðvitað gott
hjá því sem að þurfa að fara í kaupstað til Hafnarfjarðar eins
og áður var lengi. ] )
Menn hugðu gott til að kaupstaðarleiðin styttist. En svo leið
næsta vor að ekkert kaupfar kom til Borðeyrar og olli það á-
hyggjum nokkrum. Hafði enginn þorað að sigla inn milli Illuga-
staðaboða og Kýrhamarsboða og er þó vika sjávar á milli.
Þá var það að héraðshöfðinginn Jón kammeráð á Melum reið
suður til Stykkishólms og með honum séra Þórarinn á Stað
Kristjánsson, síðar prófastur á Prestbakka, til þess að reyna að
telja Clausen kaupmann þar á að senda spekúlant til Borðeyr-
ar. Clausen kaupmaður var ríkur vel og átti hann 27 skip í för-
um er mest var. Hann var lengi tregur til ferðarinnar, en lét þó
loks tilleiðast er kammeráðið hét honum að veði 40 hundruð-
um í Hofsstöðum2), í Miklaholtshreppi fyrir því að ekkert yrði
að skipinu. Varð þetta bundið fastmælum og skyldi skipið koma
á næsta vori.
Snemma morguns dag einn í júníbyrjun árið 1848 í norð-
an stórgarði og þoku, svo illa sá til sólar, urðu menn varir við
siglingu fyrir utan Hrútey. Skipið hélt kyrru fyrir um stund,
hefur ekki þótt árennilegt að leggja inn í brimskaflinn þar fyrir
innan. Svo lagði það inn Hrúteyjarsund og beint inn á Borð-
A Hór virðist Jónadab hafa gleymt verzlunarstaðnum Kúvíkum við
Reykjarfjörð, en þar var önnur elzta verzlun við Húnaflóa, hin var
Höfðakaupstaður á Skagaströnd. (J.J.)
2) Það var að Hofsstöðum, sem Eggert Ólafsson ætlaði að flytja, er
hann fórst á Breiðafirði. (J.J.)
44