Strandapósturinn - 01.06.1969, Side 63
lagsverzlunarinnar við Húnaflóa. Strandamannabók, eftir Pétur
Jónsson frá Stökkum. Þjóðólfur.
Verzlunarstjórar og verzlunarmenn á Borðeyri.
Jón Auðunn Blöndal, fæddur 7. nóv. 1825, dáinn 3. júní 1878. Foi
eldrar Björn Blöndal sýslumaður í Hvammi í Vatnsdal og kona hans
Guðrún Þórðardóttir.
Jón var verzlunarstjóri á Borðeyri árin 1871 og 1872 en síðan í Graf-
arósi. Hann var fyrri þingmaður Skagfirðinga 1875 til 1877.
Thomas Thomsen, fæddur 1842, dáinn 24. júní 1877. Foreldrar V.
Thomsen kaupmaður á Dýrafirði og kona hans Anna, fædd Knudsen.
Thomas var verzlunarstjóri á Borðeyri árin 1872 til 1873, var áður
verzlunarstjóri á Hólanesi á Skagaströnd.
Kristján (Ragnar Júlíus) Hali, fæddur 29. des. 1851, dáinn 20. júní
1881. Foreldrar Rasmus Peter Hall, veitingamaður í Reykjavík og kona
hans Anna, dóttir Norgaards skipstjóra og konu hans Sigríðar, systur
Helga biskups Thordarsen.
Kristján var fyrst verzlunarmaður á Borðeyri árið 1871 og síðar
verzlunarstjóri þar fyrir Clausensverzlun, til æviloka, en hann dó
vofeiflega af byssuskoti. Dóttir hans var Kristjana Ragnheiður, er
átti Einar M. Jónasson sýslumann á Patreksfirði, bróður Ingibjargar
prestskonu í Árnesi og Margrétar prestskonu á Stað í Steingrímsfirði.
Kona Kristjáns var Elínborg Pétursdóttir Eggerz.
Sveinn Guðmundsson, fæddur 6. júlí 1822, dáinn 5. október 1888.
Foreldrar Guðmundur Guðmundsson verzlunarstjóri á Búðum á Snæ-
fellsnesi og kona hans Steinunn Sveinsdóttir.
Sveinn var verzlunarstjóri hjá Brydesverzlun á Borðeyri árin 1878
til ’81.
Kona Sveins var Kristín Edvardsdóttir Siemzen kaupmanns í Reykja-
vík. Það var um giftingu Sveins og hennar, sem Kristján Jónsson skáld
gerði hina alkunnu visu, Sveinn á Búðum fái fjúk o. s. frv.
Veturinn 1878 var bókhaldari hjá Brydesverzlun á Borðeyri Jón
Johnsen, kallaður Ensku Johnsen, hann hætti störfum vorið 1879. Við
starfi hans tók Torfi Thorgrimsen. Torfi bjó I Grundarbæ á Borð-
eyrartanga. Hann flutti frá Borðeyri árið 1882.
Thor Axel Jensen, fæddur 3. des. 1863 dáinn 12. sept. 1947. For-
eldrar Jens Chr. Jensen húsasmíðameistari I Kaupmannahöfn og kona
hans Andrea Louise fædd Martens.
Thor Jensen kom til Borðeyrar 5. júní 1878 sem verzlunarnemi, á
vegum Valdemars Bryde, er hafði rekið lausaverzlun frá skipi á Borð-
eyri, en stofnaði nú fasta verzlun þar. Verzlunarfélagi Valdemars Bryde
61