Strandapósturinn - 01.06.1969, Side 28
í Ögri, sennilega skjólstæSingur hans og átti allt sitt undir honum.
Þetta ár gerðust Spánverjavígin á Vestfjörðum og var síra Jón
við þau riðinn. Aðalheimildin um }rá atburði eru rit Jóns lærða:
„Sönn frásaga af spanskra manna skipbrotum og slagi“, og ævi-
kviða hans, „Fjölmóður“. Sanna frásögu hefur Jón ritað vet-
urinn eftir Spánverjavígin og vom atburðimir honum þá í
fersku minni, en Fjölmóð orti hann í elli sinni og ber þeim að
mestu saman. Jónas Kristjánsson segir svo í formála að Spán-
verjavígunum, sem Hið íslenzka fræðafélag gaf út 1950: „Rit
Jóns, Sönn frásaga og Fjölmóður, em einstök að því, að þau era
á bandi Spánverja og draga enga fjöður yfir, hversu hroðalega
var vio þá leikið. Er furða, að fátækur bóndi skyldi þora að ganga
í berhögg við æðsta valdsmann sýslunnar og aðra, sem að dráp-
unurn höfðu staðið, enda varð honum dýr hreinskilnin, hann varð
að hrökklast burt úr átthögum sínum, lenti síðan á flæking og
lifði í basli það sem eftir var ævinnar.“ (bls. VII). I Fjölmóði
foimælir Jón einhverjum, sem hann kallar „þræla klóta“, og mun
það vera sóknarprestur hans, síra Jón Grímsson.
Kjami Sannrar frásögu er á þessa leið: Sumarið 1615 komu
16 hvalveiðiskip með Frönskum og Spönskum fyrir Hornstrandir
og lögðu þrjú þeirra til hafnar í Reykjarfirði. Höfðu mörg hval-
veiðiskip verið fyrir Ströndum tvö undanfarin sumur. Jón lærði
bjó þá í Stóru-Avík og var Spánverjum vel málkunnugur og
virðist hafa haft ýmsa meðalgöngu milli Víkursveitunga og Spán-
verja. Attu sveitarmenn góð kaup við Spánverja þessi sumur,
enda var á því hin mesta þörf, því að árferði var mjög hart
og íshrafl inni á fjörðum um hásumarið. Létu Spánverjar sveit-
armenn fá þvesti og rengi að vild við hægu verði, „svo að af
þvílíkri þeirra gagnsemd lifði hér fátækt fólk og viðhélzt á þeim
harðindavetri“. (Spánverjavígin 1615, bls. 6). Oft gáfu Spán-
verjar mönnum þvesti að vikl, en vildu þó hafa nokkuð fyrir
þennan greiða sinn: smjör, vettlinga, sauða- eða nautakjöt. Ari
í Ögri hafði bannað mönnum að eiga kaup við Spánverja og
þorðu sumir það ekki af þeim sökum. Fóm þó margir til Spán-
verja nær daglega „sem í annan kaupstað, bæði á hestum og skip-
um. Hamra, öxar, járn og striga mátti hjá þeim fá“. (Spánverja-
26