Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1969, Side 28

Strandapósturinn - 01.06.1969, Side 28
í Ögri, sennilega skjólstæSingur hans og átti allt sitt undir honum. Þetta ár gerðust Spánverjavígin á Vestfjörðum og var síra Jón við þau riðinn. Aðalheimildin um }rá atburði eru rit Jóns lærða: „Sönn frásaga af spanskra manna skipbrotum og slagi“, og ævi- kviða hans, „Fjölmóður“. Sanna frásögu hefur Jón ritað vet- urinn eftir Spánverjavígin og vom atburðimir honum þá í fersku minni, en Fjölmóð orti hann í elli sinni og ber þeim að mestu saman. Jónas Kristjánsson segir svo í formála að Spán- verjavígunum, sem Hið íslenzka fræðafélag gaf út 1950: „Rit Jóns, Sönn frásaga og Fjölmóður, em einstök að því, að þau era á bandi Spánverja og draga enga fjöður yfir, hversu hroðalega var vio þá leikið. Er furða, að fátækur bóndi skyldi þora að ganga í berhögg við æðsta valdsmann sýslunnar og aðra, sem að dráp- unurn höfðu staðið, enda varð honum dýr hreinskilnin, hann varð að hrökklast burt úr átthögum sínum, lenti síðan á flæking og lifði í basli það sem eftir var ævinnar.“ (bls. VII). I Fjölmóði foimælir Jón einhverjum, sem hann kallar „þræla klóta“, og mun það vera sóknarprestur hans, síra Jón Grímsson. Kjami Sannrar frásögu er á þessa leið: Sumarið 1615 komu 16 hvalveiðiskip með Frönskum og Spönskum fyrir Hornstrandir og lögðu þrjú þeirra til hafnar í Reykjarfirði. Höfðu mörg hval- veiðiskip verið fyrir Ströndum tvö undanfarin sumur. Jón lærði bjó þá í Stóru-Avík og var Spánverjum vel málkunnugur og virðist hafa haft ýmsa meðalgöngu milli Víkursveitunga og Spán- verja. Attu sveitarmenn góð kaup við Spánverja þessi sumur, enda var á því hin mesta þörf, því að árferði var mjög hart og íshrafl inni á fjörðum um hásumarið. Létu Spánverjar sveit- armenn fá þvesti og rengi að vild við hægu verði, „svo að af þvílíkri þeirra gagnsemd lifði hér fátækt fólk og viðhélzt á þeim harðindavetri“. (Spánverjavígin 1615, bls. 6). Oft gáfu Spán- verjar mönnum þvesti að vikl, en vildu þó hafa nokkuð fyrir þennan greiða sinn: smjör, vettlinga, sauða- eða nautakjöt. Ari í Ögri hafði bannað mönnum að eiga kaup við Spánverja og þorðu sumir það ekki af þeim sökum. Fóm þó margir til Spán- verja nær daglega „sem í annan kaupstað, bæði á hestum og skip- um. Hamra, öxar, járn og striga mátti hjá þeim fá“. (Spánverja- 26
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.