Strandapósturinn - 01.06.1969, Blaðsíða 98
munduí Halldórsson, sjómaður, frá Bæ í Steingrímsfirði verið
sæmdur silfurmerkinu fyrir frábæra aðstoð við björgun félaga
sinna, er togarinn „Vörður“ fórst 29. janúar 1950. (Frá forseta-
skrifstofunni).
Guðmundur Halldórsson býr nú suður í Hafnarfirði, að
Bröttukinn 3, ásamt konu sinni og 2 ára bami. Hann var 29 ára
er slysið varð á Verði.
Hann var meðal níu manna sem komust á kjöl björgunar-
bátsins af Verði, er togarinn var sokkinn. Af kjöl bátsins sa
Guðmundur hvar skipstjórinn gat litla björg sér veitt. Kastaði
hann sér af kjölnum og synti með skipstjórann að bátnum. Því
næst bjargaði Guðmundur öðram skipsfélaga sínum af Verði frá
drakknun.
I dagblaðinu Tíminn, er frásögnin á þessa leið:
GUÐMUNDUR HALLDÓRSSON í BÆ, HLAUT FYRSTA
AFREKSMERKIÐ.
Fyrir frábœra framgöngu við björgun félaga sinna er VörSur
fórst 29. janúar 1950.
Afreksmerki hins íslenzka lýðveldis hefir verið veitt í fyrsta
sinn, og hlaut það Guðmundur Halldórsson frá Bæ í Steingríms-
firði fyrir vasklega framgöngu við björgun félaga sinna, er tog-
arinn Vörður fórst 29. janúar 1950.
Það var árið 1950, sem ákveðið var að stofna til þessara verð-
launaveitinga, er nefndust Afreksmerki hins íslenzka lýðveldis,
og er svo kveðið á, að það skuli veitt fyrir björgunarafrek úr
lífsháska, helzt á hverju ári, ef ástæða þykir til. Merkin eru
tvö, gullmerki og silfurmerki.
Fyrsta veitingin.
Guðmundur Halldórsson er fyrsti maðurinn, sem fær afreks-
merki hins íslenka lýðveldis, en ætlunin er að veita það í des-
ember ár hvert, þegar ástæða þykir til. Þeir, sem muna Varðar-
slysið og hafa veitt athygli þætti Guðmundar í björgun skip-
verja, munu á einu máli um, að hann sé vel að þessum heiðri
96