Strandapósturinn - 01.06.1969, Side 100
Loftur ríki
Minningar frá Eyjum, eftir Jón Kjartansson frá Asparvík.
Ég var 16 ára gamall er ég réðist að Eyjum til Loftar Bjarna-
sonar, er kallaður var Loftur ríki. Ég hafði áður verið að vistum
hjá vandalausum og átt heldur illa ævi, jafnvel hðið hungur,
en nú breyttist allt til betri vegar. Arskaup mitt var 3 vættir,
sem jafngilti 30 krónum.
Það varð mitt starf fyrsta vorið að líta eftir lambánum. Eitt
atvik er mér sérstaklega minnisstætt frá þessum fyrstu vordögum
mínum á Eyjum.
Þá var það einn dag að eina ána vantaði, og var talið að
hún hefði rásað til fjalls. Nóttina eftir kl. um 4 fór ég af stað
að leita að ánni og fann hana nýborna upp í svokölluðum Leyn-
ingjum. Ég fór með hana heim í fjárhús, en þegar ég kom að bæj-
ardyrum mætti ég húsbónda mínum, sem var þá að búa sig af stað
í varplandið. Ég sagði honum að ærin væri borin og komin
í hús. Hann þakkaði mér fyrir árveknina og sagði mér að merkja
lambið vel, því ég mætti eiga bæði lambið og ána. Þannig var
Loftur, gjafmildur og veitti venjulega einhverja viðurkenningu
er honum þótti eitthvað vel gert. Eitt af því fyrsta er ég var
með í að vinna þetta vor, var að hreinsa eyjamar og búa til
hreiður. Það var gert þannig, að tekið var allt rusl úr hreiðrunum
nema eggjaskurn, hann var skilinn eftir í hreiðrinu, því næst
var sett hey í hvert hreiður, en þetta hey fékk Loftur bændur í
Bjamarfirði, oftast Skarðsbændur, til að slá og flytja norður að
Eyjum. Heyið varð að slá strax og snjóa leysti, því ekki mátti
gróðurnál vera í því. Þetta sinuhey var notað vegna þess að
það molnaði svo vel úr þegar farið var að hreinsa dúninn. Líka
voru stungin hreiður upp um eyjamar til að fá fuglinn lengra
98