Strandapósturinn - 01.06.1969, Side 71
því yfirleitt skammur vegur fjarða í milli, svo að óvíða er um
mjög langa fjallvegi að ræða. Þó eru þar nokkuð tíðar heiðar, sem
eru 4—5 stunda ferð gangandi manni að sumarlagi, eða í góðu
vetrarfæri. Fjalllendið á milli Steingrímsfjarðar og Breiðafjarðar
er víðast hvar um 20-—30 km breitt og allt að 600 m hátt, þar sem
hæst er, en það er á milli Þiðriksvalladals og Reykhólasveitar auk
Heiðarbæjarheiðar, sem er allmiklu utar með Steingrímsfirði og
nú löngu aflögð sem ferðamannaleið. Yfir fjalllendi þetta liggja
þrír varðaðir heiðarvegir, suður til Reykhólasveitar, og hinn
fjórði suður til Geiradals, sem allir voru tíðfamir á fyrri áram.
Auk þessara aðalleiða var farið á ýmsum öðrum stöðum yfir
fjöllin, bæði með fjárrekstra og áburðarlestir, þegar gott var
veður, vildu menn þá stytta sér leið, enda þótt engir vegvísar
væra. Allar þessar heiðar urðu fjölfarnar eftir að lausakaup-
menn, sem alþýða manna kallaði „spekúlanta,“ tóku að verzla á
Skeljavík við Steingrímsfjörð, um miðja s.l. öld, en einkum eftir
að föst verzlun var sett á stofn í Hólmavík, árið 1895.
Einna fjölfamastar þessara heiða af bændum úr Reykhóla-
sveit, er verzlun sóttu norður til Hólmavíkur, vora Bæjardals-
heiði og Laxárdalsheiði. Laxárdalsheiði er fjalla hæst á þessum
slóðum, eða allt að 600 m eins og fyrr er sagt, þar sem hæst ber.
Að norðanverðu liggur leiðin frarn Húsadal, sem er hægari en
lengri leið, eða upp úr Þiðriksvalladal, en þar er heiðarbrúnin
miklu brattari og erfiðari upp að fara, og síðan suður í mynni
Laxárdals í Reykhólasveit, þar sem einnig era aflbrattar heiðar-
brekkur, en langtum lægri en norðan megin. Bæjardafeheiði er
sunnar á fjöllunum og ekki eins há og hin, var hún því oftar
farin á vetrum, enda betur vörðuð en Laxárdalsheiði. Hún
liggur upp frá Bæ í Króksfirði norður til Arnkötludals, eða norð-
ur til Hrófár og Víðidalsár, ef farnar eru svo nefndar Eggjar.
Vorið 1925 hafði faðir okkar bræðra hætt búskap í Vatns-
homi í Þiðriksvalladal, og setzt að í Hólmavíkurþorpi. Hann
fargaði þó ekki öllum fjárstofni sínum þrátt fyrir þá ráðabreytni,
heldur hélt eftir 30 fjár eða svo, sem hann ýmist kom í fóður
eða heyjaði fyrir á öðrum stöðum. Haustið 1927 var tíðarfar
yfirleitt gott, til veturnátta, en þá gerði töluvert íkast með all-
69