Strandapósturinn - 01.06.1969, Blaðsíða 51
Félag þetta gat ekki þrifizt og misstu menn hluti sína. Keypti
Zöllner3) þá húsið af Pétri, en Bryde byggði nýtt hús á tangan-
um. Ur því féllu niður spekúlantaferðir til Borðeyrar og höfðu
þær staðið í 31 ár. En þetta varð 1879. (Vanadís 1. bindi 1915).
FÉLAGSVERZLUNIN VIÐ HÚNAFLÓA.
Verzlunarfélög voru nú í örum vexti og bættu mjög viðskipta-
hag þjóðarinnar. Af hinum íslenzku verslunarfélögum, er sjálf
ráku verzlun sína, má fyrst nefna Gránufélagið. Annað hið merk-
asta íslenzkra verslunarfélaga var Félagsverzlunin við Húnaflóa.
Árið 1869 er farið að ræða um stofnun verzlunarfélags fyrir
byggðarlögin við Húnaflóa. Var það Páll J. Vídalín, alþingis-
maður, er fyrstur bar upp þá tillögu á fundi á Þingeyrum 8.
október 1869. Tillagan fékk góðar undirtektir og voru kosnir
í framkvæmdanefnd þeir Páll J. Vídalín, Pétur Eggerz og Sveinn
Skúlason. Þann 15. marz 1870 var haldinn fundur að Gauks-
mýri, þar sem félagið var formlega stofnað og lög fyrir félagið
samþykkt.
Félagið hlaut nafnið „Félagsverzlunin við Húnaflóa“. Árið
vera Félagsverzlunin við Húnaflóa sem hann á við. 1 fyrsta lagi eru
það sömu mennirnir, sem hann nefnir, og þeir er stóðu fyrir stofnun
Félagsverzlunarinnar. í öðru lagi segir hann, að það hafi verið hluta-
félag og hluturinn á 25 dali, en það er sama og hjá félagsverzluninni.
í þriðja lagi er mjög ólíklegt að Jónadab eigi við verzlunarsamtök er
Páll Vidalín i Víðidalstungu gekkst fyrir og náðu yfir Víðidalstungu-
sókn, en þau samtök má telja að vísi veginn fram til stofnunar Fé-
lagsverzlunarinnar við Húnaflóa. En eins og fram kemur hér á eftir,
náði félagsverzlunin yfir Húnavatnssýslur báðar, Skagafjarðarsýslu,
Strandasýslu og einnig Borgarfjörð og Mýrasýslu, samanber hluthafa-
skrá, sem enn er til.
Og ennfremur segir Jónadab: „Félag þetta gat ekki þrifizt og misstu
menn hluti sína.“ Eftir þvi hefur félagið komizt í fjárþrot og væri
þá fengin skýring á því, hvers vegna félagið hættir starfsemi sinni
svo skyndilega.
3) Zöllner var tengdasonur Clausens og því sennilega á hans vegum,
sem húsið er keypt af Pétri Eggerz. J. J.
4
49