Strandapósturinn - 01.06.1969, Blaðsíða 39
bindingar, og á dögum Hákonar háleggs 1302 kvörtuðu íslend-
ingar yfir vanefndum á siglingunum.
Ekki rættist betur úr eftir því sem lengra sótti fram. í íslenzk-
um annálum frá 14. öld er getið um algert siglingaleysi, eins
og árin 1326, 1350, 1355 og 1375.
Enn gerðu íslendingar tilraunir til siglinga af landinu. Árið
1362 keyptu Eyfirðingar ferju af Þverárstað og fóru á til Noregs.
Tóku þeir Hálogaland, en Hreiðar darri, ármaður konungs
grcip allt samt skip og góz, og færði áhöfnina í haldi til kon-
ungs. Árið 1374 fór Jón skalli Hólabiskup utan á Maríuboll-
anum, er hann hafði látið smíða, en þegar til Noregs kom
kallaði konungur sér skipið. Þannig komu Noregskonungar í veg
fyrir tilraunir lslendinga til að halda uppi siglingum.
í hyllingarbréfi íslendinga til Eiríks konungs frá Pommem
árið 1419 segir berum orðum, að réttarbætur geri svo ráð fyrir,
að 6 skip komi af Noregi árlega, en það hafi lengi ekki verið
haldið.
Björgynjar-kaupmenn, sem fengu einkarétt á íslandsverzl-
uninni, gátu ekki er tímar liðu haldið uppi siglingunum, og
hefði þá sennilega farið illa fyrir íslendingum, ef Englendingar
hefðu ekki tekið upp siglingar til íslands og lialdið þeim áfram
langa hríð, þvert ofan í öll konungsboð. Árið 1412 er þeirra
fyrst getið hér við land, og árið 1413 kom kaupskip af Englandi
til íslands. Englendingar gerðust brátt uppivöðslusamir og áttu
í illdeilum við landsmenn einkum umboðsmenn konungs, sem
bannaði verzlun þeirra hér við land. Allir þekkja söguna um Bjöm
hirðstjóra er þeir drápu í Rifi á Snæfellsnesi.
Árið 1423 em Hansakaupmennimir þýzku farnir að venja
komur sínar hingað og hinn 7. maí 1425 gaf Eiríkur kon-
ungur út bréf þar sem hann bannar siglingar þýzkra og annara
útlenzkra manna til íslands.
í hyllingarbréfi Islendinga hinu síðara til Eiríks konungs 14.31,
er getið um þýzka kaupmenn á íslandi.
Höfnum á íslandi var jafnan skipt niður í tvo flokka, fiski-
hafnir og sláturhafnir. Tvær af höfnunum vora stundum tald-
ar í sérstökum flokki, en það vom Húsavík og Reykjarfjörður.
37