Strandapósturinn - 01.06.1969, Blaðsíða 122
hana og bar hana undir skörina, nokkra faðma. Þar lenti hún
á broti og þar grynnkaði áin mikið. Þarna var stór steinn, og náði
hún í hann og gat staðið upp. Hún sá þá, að hún var stödd
undir ísnum. Hún fann mikið til í höfðinu, því að hún hafði
fengið höfuðhögg, er hún datt, og á meðan hún var að jafna sig
drakk hún talsvert vatn. Hún mundi þá, að það síðasta er hún
hafði séð, áður en hún barst undir skörina, voru stjömumar á
himninum. Hún sagði þá við sjálfa sig: „Guð hjálpi mér, ef ég
á að deyja hér undir ísnum.“ Þá finnst henni allt í einu birta
hjá sér, það verður bjart undir ísnurn og birtuna leggur að aust-
urbakkanum, en þar var vatnið mikið grynnra. Hún gengur frá
steininum að austurbakkanum og heldur sér í ísskör og veður upp
ána, upp að vökinni. Þar nær hún handfestu á skörinni og heldur
sér þar. Bráðlega kom svo Guðmundur og varð þá fagnaðarfund-
ur. Guðmundur sagði, að það hefði verið sín mesta aflraun að
ná henni upp á skörina, því öll föt hennar vom orðin beingödduð.
Hann gekk undir henni heim að Ospaksstöðum.
Mér er það í minni, hvað okkur varð bilt við, þegar þau komu
inn í kjallarann, mamma var ein frostkúla. Mig minnir að frostið
væri 18 stig. Það varð að rista utan af henni fötin og var hún
síðan háttuð í upphitað rúm og var henni gefið heitt vatn og
kamfórudropar út í. Hún hresstist furðu fljótt og varð ekkert meint
af. Hún var hraust alla ævf og víkingur til allrar vinnu. Henni
hefur verið ætlað lengra líf og lifði hún í 16 ár eftir þetta við
góða heilsu. Hún dó á Hvammstanga í febrúar 1942. Við mamma
vomm mikið saman. Hún kenndi mér margt, m. a. að slá og
binda hey. Hún var nefnilega jafnvíg á allt er tilheyrði búskapn-
um, m. a. víkingur að slá.
Mamma var brjóstgóð. Hún vildi hlúa að þeim minni máttar,
en efnin vom lítil.
Að falla í á, fara undir skörina, en bjargast, það er guðs vilji.
Ég læt hér staðar numið að tala meira um mörnrnu mína.
Guð blessi minningu hennar.
Einar Elíesersson,
Borðeyri.
120