Strandapósturinn - 01.06.1969, Blaðsíða 83
út erfðir og áhrif gróinna uppeldishátta, ef fólkið er ekki rifið
frá rót.
Sigvaldi á Sandnesi var enginn sundurgerðarmaður. Glamur-
yrði sýndarmennskunnar var ekki sú eigind, sem færði honum
virðingu og traust samferðamannanna. Á efri árum var hann
sæmdur riddarakrossi Fálkaorðunnar og mun enginn, sem til
þekkti hafa dregið í efa að það var verðskuldaður heiður.
Eftir að þau Sigvaldi og Guðbjörg gáfu upp búið í hendur
syni sínum og tengdadóttur voru þau fyrst þar heima, en eftir
að Guðbjörg andaðist 1953, dvaldi hann lengst af á Drangs-
nesí hjá Einari syni sínum og Helgu konu hans.
Síðustu ár ævinnar var Sigvaldi blindur orðinn. Hann gat
þá ekki lengur, án aðstoðar, notið samfélags hins ritaða máls, er
svo lengi hafði verið honum lind fróðleiks og þekkingar. En þá var
það útvarpið og viðræður við þá sem að garði bar. Er almæli
þeirra er gjörst þekkja, að öldungurinn kominn á tíræðisaldur
væri oftast á þeim fundum fremur veitandi en þiggjandi. Kynni
hans af fyrri tíma háttum, virk þátttaka og afskipti af opinberum
málum um áratugi, samfara glöggri yfirsýn um flest það er efst
var á dagskrá hverju sinni, gerði hann sterkan og rökvísan við-
mælanda, sem allir hlutu að meta.
Við slíkar umræður kom oft í ljós, að þekking síðari tíma
manna, þó hátt létu, náði skammt inn á baksvið sögunnar og
því harla haldlaus grunnur á að byggja.
Sigvaldi andaðist 4. okt. 1964 og var þá 95 ára gamall.
Allt fram til hins síðasta var hann andlega sterkur og heill.
Með honum féll í valinn mikill félagshyggjumaður, víðsýnn og
gagnmenntaður bóndi.
Það er skaði sem lengur verður ekki bættur að óskráðar skyldu
minningar hans.
í meira en hálfa öld stóð Strandabyggð sterkari fyrir starf
þessa mæta manns.
Aths.: Þessi grein birtist nýlega í fslendingaþáttum dagbl. Tímans, en
er prentuð í „Strandapóstinn“ eftir sérstakri ósk ritstj. Þ.M.
6
81