Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1969, Side 76

Strandapósturinn - 01.06.1969, Side 76
stafi höfðum við enga, sem þó var siður manna á þeim árum, þegar farið var yfir heiðar á vetrum. Von bráðar komumst við burt úr krapinu og þangað, sem fastara var undir fæti. Eftir það héldum við áfram á sama hátt og fyrr, unz fyrir varð önnur brekka, hærri og brattari, að því er okkur fannst. Þegar hún var að baki dró nokkuð úr veðurhæðinni og sortanum, enda rof- aði þá svo til, að öðru hvoru sá til jarðar nokkra faðma fram- undan. Eftir það komum við í hrískjörr og mýrasund, þar sem snjó hafði á sumum stöðum rifið af, svo að til grasrótar sá. Á einum eða tveimur stöðum veittum við athygli ljáförum, frá sumrinu áður, og lifnaði þá yfir okkur, þar sem þau báru vott um, að við værum komnir niður í byggð, og þá væntanlega einhvens staðar í Reykhólasveit. Nokkru síðar birti ögn í hálofti og sáum við þá fjallstopp framundan, sem sýndist svífa í lausu lofti, vegna hríðardimmunnar hið neðra. Um leið og ég leit hann augum, þekkti ég, að þar var Geitafell, sem er keilumyndaður hnúkur í fjallsbrúninni, rétt austan við og upp af bænum Gilla- stöðum í Reykhólasveit. Hnúkurinn er yfir 300 m hár og stend- ur einn sér, skammt ofan byggðarinnar. Er hann mjög auð- þekktur vegna lögunar sinnar, og líkist engum öðrum fjallshnúk á þeim slóðum. Gillastaðir eru tveimur stuttum bæjarleiðum austar en Hríshóll, svo að í raun og veru höfum við lítið sem ekkert farið afleiðis. Það áttum við allt veðurstöðunni að þakka, hefði hún verið önnur og austlægari, hefði þetta auðveldlega getað orðið feigðarflan, því að meginhluta leiðarinnar fórum við svo að segja blindandi, beint undan veðurofsanum. Með því, að við vorum orðnir anzi slæptir, þá fórum við heim að Gillastöðum og hugðumst hvílast þar um stund. Þar var okk- ur unninn hinn ágætasti beini, hjá Eyjólfi Sveinssyni úrsmið, sem þá bjó á Gillastöðum. Lét hann okkur heyra, að hann áhti það vel af sér vikið að fara suður yfir Laxárdalsheiði í því veðrí, sem vart hafði verið fært á milli bæja í sveitinni þá um daginn. Mun honum að vísu hafa fundizt, þótt eigi hefði orð um, að giftusamleg ferðalok væru meir að þakka einstakri heppni en hreysti eða fyrirhyggju okkra bræðra, sem og líka rétt var. Eftir langa og góða hvíld á Gillastöðum, héldum við þaðan vestur að 74
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.