Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1969, Side 90

Strandapósturinn - 01.06.1969, Side 90
Við fórum héðan á fimmtudag í vondu veðri og urðum því að liggja við akkeri meðan við stóðum hér við. Gengið var frá lestarlúgum og öðru eins og venjulega, þegar farið er út í siglingu, og einnig troðið með keðjuklussinu og steypt með steypu sem á að harðna á nokkrum mínútum ef það kemst ekki bleyta að henni. Á leiðinni til Hafnarfjarðar fengum við vont veður, en þar áttum við að taka kol. Þar var kastað akkeri við bryggjuna og kom þá í ljós að allt var farið úr keðjuklussinu og talsverður sjór kominn í keðjukjallarann og vorum við látnir tæma hann með hand-dælu meðan stoppað var. Klukkan fimm var svo lagt af stað og gengið frá öllu eins og venjulega, enn var vont veður, sjórinn gekk yfir skipið strax og komið var út úr höfninni og hélzt þar til á sunnudagsmorgun. Á þeim tíma hefði einhver látið athuga, til dæmis við Reykja- nes, hvort allt væri í lagi framundir, en það var ekki gert. Hefði einhver undirmannanna farið að minnast á það, þá hefði því ekki verið tekið vel, því það þykir ekki viðeigandi að undirmenn séu að minna á neitt. Þama hefði það verið talin afskiptasemi eða þá sjóhræðsla, þannig var aginn um borð. Ég var á vakt um nóttina til kl 3,30, og sáum við að skipið hallaðist óvenjulega mikið í bakborða og töluðum um það okkar í milli, að það myndi vera kominn sjór í lúkarinn. Annar stýri- maður tók við vakt af mér og sá hann það sama og við, og lýsti hann þá upp dekkið vandlega með ljóskastara og sá, að lúkar og hurðir undir hvalbak vora í lagi. K1 6,30 kom fyrsti stýrimaður á vakt, annar stýrimaður hafði þá orð á því, að skipið hallist óvenju mikið og sé farið að taka á sig sjóa framan- yfir. Þá var hringt niður i vél og spurt hvort brennt sé jafnt úr skipinu, og fékkst það svar, að það sé þó heldur meira úr bak- borða. Svona var látið standa til kl 8,30, þá þurfti matsveinninn að senda fram undir hvalbak eftir kosti. Tveir hásetar voru sendir og beðnir að athuga um leið hvort sjór sé í lúkamum. Að því athuguðu létu þeir vita, að lúkarinn væri hálf-fullur af sjó. Skipstjórinn var þá nýkominn upp. Klukkan 8,45 erum við allir ræstir út og okkur sagt hvemig 88
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.