Strandapósturinn - 01.06.1973, Síða 15
sagt, margt af því er með sérkennilegum og skemmtilegum rit-
hætti, sem flestir ættu að hafa gaman af. Og alveg sérstaklega
firmst okkur ritnefndarmönnum að Strandasýsla eigi Guðjóni svo
stóra skuld að gjalda, að ekki megi minna vera, en rit okkar
Strandapósturinn birti brot af lífssögu hans og geymi minningu
þessa vökula vormanns Strandamanna. /. /.
í íslenzkum æviskrám eftir Pál Eggert Ólason segir svo um
Guðjón. Guðjón Guðlaugsson var fæddur 13. des. 1857 dáinn
6. marz 1939. Kaupfélagsstjóri o. fl. Foreldrar Guðlaugur Jóns-
son lausamaður að Skarði á Skarðsströnd og Björg Tómasdóttir í
Galtardal Jónssonar.
Naut fyrst kennslu 2 mánuði í unglingaskóla hjá Torfa Bjama-
syni í Ólafsdal, nam síðan búfræði af Halldóri búfræðing Jóns-
syni að Laugabóli. Var veturinn 1880—81 í Danmörku í sama
marki. Stundaði síðan jarðabótastörf hjá bændum á Ströndum er
heim kom. Bjó að Hvalsá 1883 — 87, á Ljúfustöðum 1887—
1902, að Kleifum í Steingrímsfirði 1902—07, fluttist þá til Hólma-
víkur, en til Reykjavíkur 1919 og var þar til æviloka, bjó á ný-
býli, Hlíðarenda. Naut mikils trausts héraðsbúa, var hreppstjóri
1887 — 1902 og 1916 — 19 og oftast oddviti 1884 — 1919.
Var í stjóm Kaupfélags Dalasýslu, er og tók yfir Strendur 1892 —
1899. Er Strandamenn stofnuðu Verzlunarfélag Steingrímsfjarð-
ar 1899 varð hann formaður þess og framkvæmdastjóri til 1919.
Var í yfirfasteignamatsnefnd landsins 1919—1921 og verðlags-
nefnd 1920. í stjóm Búnaðarfélags íslands 1919—1924, féhirðir
félagsins 1923 — 1934, var um tíma endurskoðandi Landsbank-
ans. Riddari af fálkaorðu 26. júní 1930. Þingmaður Stranda-
manna 1893 — 1907 og 1912 — 13, landskjörinn þingmaðúr
1916 — 22. Kona 1. 16. jan. 1883, Ingbjörg Magnúsdóttir frá
Miðgili í Langadal Eiríkssonar dáin 1913. Kona 2. 27. des.
1914. Jóney GuðmiincLsdóttir frá Felli í Kollafirði Jónssonar.
Böm þeirra Guðmundur skipstjóri í Reykjavík og Mundhildur,
átti fyrst danskan mann Hansen, síðar Sigurgrím Stefánsson loft-
skeytamann, síðast Bandaríkjamann.
(Sjá. Alþ.tíðindi 1939. Óðinn xi. Alþingismannatal o. fl.).
13