Strandapósturinn - 01.06.1973, Síða 16
Alþingismaðurinn Guðjón Guðlaugsson.
Guðjón Guðlaugsson var kappgjarn maður og vd fylginn sér.
Hann þótti ekki auðsóttur í orðasennum, enda rökfastm-, hvass-
yrtur og beinskeytinn, svarakaldur gat hann verið andstæðingum
sínum ef því var að skipta.
I gömlu alþingisrímum er þessi vísa um Guðjón.
Guðjón rauðan hristi haus
með hrotta glotti á vörum
aldrei blauður, óttalaus
öskraði, sauð og vaU og gaus.
Og hefur mörgum stjómmálamanninum hlotnast minna hrós,
en falið er í þessari vísu.
Dagána 20. , 22., 24 og 25. marz 1914, birtust í blaðinu Vísi,
palladómar um alþingismanninn Guðjón Guðlaugsson. Um það,
hver hafi skrifað palladómana, er ekki vitað með vissu, en Axel
Thorstdnsson, sem skrifaði Vísisbókina kemst hdzt að þeirri nið-
urstöðu, að pal'ladómana hafi skrifað Einar Þorkellsson þáverandi
skrifstofustjóri alþingis og finnst honum rithátturinn benda ótví-
rætt til þess.
Hér á eftir fara palladómamir um Guðjón, orðréttir dns og þeir
birtust í Vísi árið 1914. /. /.
31. Guðjón Guðlaugsson, þingmaður Strandamanna.
(Fæddur 13. des.' 1857.)
Hann hefur farið með umboð Strandamanna á tíu þingum og
tveim betur (1893—1907 og 1912 og 1913), og er það mál góðra
manna og guðelskandi, að engum ætti það öfraun vera, þdm sem
ekki em tröllvolkaðir og því grdnt geta gott frá illu og nytsemi
frá nytsemdarleysi, að fá það sjeð, án fídonsmenntar, flagðsháttar
og fjölkyngis, að hann hefur skipað rúm sitt á þinginu langoftast
nýtilega með ráðdeild og röggsemi.
Að þar til gefnu tilefni og eftir atvikum, að því er snertir inn-
ganginn, sem og æ efni málsins — sbr. og stdnuna þ. á. (þ. e.
1914 — verða þessi formáls-orð vitanlega ekki fldri höfð, nema
bóli á vandræðaskap um eittleytið, enda mundi þá gætt óskoraðs
14