Strandapósturinn - 01.06.1973, Blaðsíða 19
að veita viðnám málunum, svo merkjanlegt væri, hafi honum
boðið svo við að horfa. Og bannlagavin er hann ekki, þó margt
sje honum til lista lagt.
Geta má þess Strandamönnum til þóknanlegrar íhugunar, að
þá er af allur skriður, ef G.G. þokar ekki nauðsynjamálum þeirra
um hænufet á þingi.
Það mun sannleikanum samkvæmt, að Sambandsmönnum sje
um það hugarhaldið, að G.G. komist enn á þing. Jafnsatt mun
hitt, að Sjálfstæðismönnum er bölvanlega við, að láta hann sitja
fleiri þingin. Og um þetta mun brókeltingin standa út næstu
dymbilvikuna. Gefur því nú að vita hver betur má, Brúnn eða
Rauður.
En hvað sem brókelting þeirri líður, þá er það mál sumra vit-
urra manna, að G.G. eigi fremur þing að sitja en margur annar.
Og þó er ekki það að dylja, að nokkurir þeirra töldu hann anda
fremur kalt í drykk sinn eða fúlt yfir stjómarskránni á sdðasta
þingi.
Þingið 1893, fyrsta þingið, er G.G. sat, samþykkti stjómarskrár-
fmmvarp það, sem Sighvatur Ámason flutti, Landstjórafmm-
varpið (Aiþ.tíð. 1893. C, þgsk. 31 og 145), og var G.G. einn
þeirra manna, er því var jákvæða. Þarf varla að greina hjer afdrif
þessa stjómarskrárfmmvarps, nje það, að Bened. Sveinsson tók
það upp á aukáþinginu 1894 og að það var þá enn á ný samþykkt
(Alþ. tíð. 1894. C, þgsk. 11 og 82). Og vart þarf að geta þess,
að það náði þá ekki heldur staðfestingu konungs. Sennilega þarf
varla heldur að geta 'þess að enn var fmmvarpið borið upp í neðri
deild 1895 af Sk. Th. og G.G. og þrem þingmönnum öðrum,1) en
varð þá ekki útrætt í efri deild. (Sjá Alþ. tíð. 1895. C, þgsk. 23,
215 og 282.)2)
2) Þessir þrír þingmenn vom þeir Sighv. Ámason, Sig. Gunn-
arsson og Pjetur Jónsson.
2) Þess hefur ekki verið áður sjerstaklega getið, hverja þingdeild-
ina menn hafi skipað á fyrri þingum, þeir er langa eiga þingæfina.
Nú skal það þó gert um G. G. Hann hefur skipað Nd. 1894—-
1899, en Ed. 1893, 1901—1907 og svo tvö síðustu þingin.
17