Strandapósturinn - 01.06.1973, Page 25
Ljúfustaðir
seigju og málafylgi forsprakkanna, með Guðjón í broddi komust
lögin til lands, og heyrist ekki mikið kvartað yfir þessum girð-
ingum nú á tímum, síður en svo. Hjer yrði enganveginn rúm til
að rekja hin víðtækju afskipti Guðjóns Guðlaugssonar af mörgum
og miklum þjóðmálum, sem uppi hafa veiið síðustu áratugina.
Nokkra vetur var honum falið að yfirskoða landsreikningana og
þótti honum famast það vel og skilmerkilega.
Því er við brugðið — og eins af stjómmálaandstæðingum Guð-
jóns sem öðram — hve hann sje afkastamikill og notinvirkur í
nefndastörfum, þykir tillögugóður og ósjerhlífinn, ítarlegur og
skýr í hugsun, og votta þetta mörg nefndarálit þingsins, sem hann
hefur verið riðinn við Hann er prýðilega glöggskygn maður og
skjótur til skilnings á viðfangsefnum, hefur og djúpstæða og trausta
þekkingu á flestum landsmálum, mún hann og manna best meta
og vega viðhorf þeirra áður en hann reisir á þeim skoðanir sínar,
en sú skoðun verður að jafnaði föst og skýr, studd einarðlegri
23