Strandapósturinn - 01.06.1973, Side 26
i
sannfæringu, og hvikar hann hvergi frá henni hver sem í hlut
á, enda kappgjam maður að eðlisfari og vel fylginn sjer. Hann
þykir ekki auðsóttur í orðasennum, minnugur á röksemdir og
heldur fast á þeim og er hinsvegar hvassyrtur nokkuð og bein-
skeytur, þegar því er að skipta.
Guðjón hefur jafnan verið nytjamaður hinn mesti heima í
hjeraði sínu, verði þar lyftistöng ýmsra framfara, eigi hvað síst
hefur hann látið sjer ant um búnaðarmál, enda stuðst við sjer-
menntun í þeirri grein, eins og áður er sagt. Jarðimar, sem hann
hefur setið í Strandasýslu, bera og órækan vott um dugnað hans
og framtakssemi, og enn mun honum búskapurinn hugfólgnust
staða, þótt svo hafi skipast um ráð hans, að hann varð að láta af
þeim störfum, sem torvelt var að samþýða forstöðu hans fyrir um-
svifamikilli kaupfjelagsverslun. Strandasýsla á Guðjóni margt og
mikið gott að þakka, og yrði rúmfrekt mál, ef rekja ætti til
nokkurrar hlýtar giftudrjúg afskipti hans af hjeraðs-þrifa og fram-
faramálum sýslufjelagsins.
Sá er palladómana reit í „Vísi“ í fyrra, greindm- maður og
þingfróður, segir þar meðal margra ágæta um Guðjón Guðlaugs-
son: „Geta má þess Strandamönnum til þóknanlegrar íhugunar, að
þá er af allur skriður, er G. G. þokar ekki nauðsynjamálum þeirra
um hænufet á þingi.“
Guðjón var gerður riddari af Dannebrog 13. jan. 1909, og er
mjer ókunugt um nokkrar þær „eyður verðleikanna“ í fari hans,
sem þurft hafi að „uppfylla“ með því tiltæki.
Fyrir aldamótin bjuggu þeir andspænis hvor öðrum í Kollafirði,
sjera Amór Amason á Felli (nú í Hvammi í Skagafirði) og Guð-
jón á Ljúfustöðum: er bæjarleiðin stutt, en á er á milli, Fellsá,
Fór vel á þessu nábýli framan af, en skyndilega syrti í lofti og
dró upp ófrýnilega bliku yfir Kollafjörð, þótti mönnum sem
fjöllin nötruðu við. Sást nú hvar upp gusu tveir blossar hins foma
norræna víkingaeðlis og sindmðu neistamir í allar áttir. Það var
ofboð augljóst að þama áttust við tveir menn héraðsríkir og svo
stórgerðir í lund, að hvomgur mátti sveigja til fyrir öðmm. Oft
em lítil tilefni harðvítugra deilumála og svo mun verið hafa um
viðureign þeirra Guðjóns og Amórs prests, en víst er um það, að
24