Strandapósturinn - 01.06.1973, Síða 28
„Þótt hafís, þoka og hrímkalt vor
hóti sumarleysi’ á Ströndum,
glóa munu Guðjóns spor
við geislarún á tímans söndum“.
Hann er tvímælalaust þinghæfasti og þingnýtasti maðurinn, sem
enn hefur boðist Strandamönnum. Fráleitt fer nokkur að neita
því, — nema þá flokksofstækið blint og heimskt.
Jak. Thor.
Guðjón Guðlaugsson sjötugur
Guðjón Guðlaugsson frá Ljúfustöðum — undir því nafni er
hann landskunnur —• er 70 ára í dag. Hann er fæddur í Dala-
sýslu, en í Strandasýslu hefir hann dvalið lengst. Reisti hann fyrst
bú á Hvalsá við Steingrímsfjörð, en þaðan fluttist hann að Ljúfu-
stöðum við Kollafjörð og bjó þar 15 ár. Frá Ljúfustöðum fluttist
hann að Kleifum við Steingrímsfjörð, þaðan til Hólmavíkur og
hingað til bæjarins fyrir nokkrum árum. Annars er hjer ekki
rúm til að rekja æfiferil hans nákvæmlega, enda hefir það verið
gert á öðrum stað (Óðinn 1915).
Það er kunnugra en frá þurfi að segja, að Guðjón Guðlaugs-
son er stórmerkur maður fyrir margra hluta sakir og þeir eru
ekki margir hinir íslenzku bændur, sem notið hafa meira trausts
en Guðjón. Kom það berlega fram í landskjörskosningunum 1916,
er hann var í kjöri og var fluttur upp á listanum af svo mörgum
kjósendum, að hann 'hlaut efra sæti, en röð hans á listanum sagði
til. Er þetta mjög sjaldgæft við hlutfallskosningar og sýnir greini-
lega það traust, sem Guðjón hafði aflað sjer með þingmennsku
sinni fyrir Strandamenn. — Launuðu bændur landsins honum
þar rjettilega forgöngu hans um ýms nytjamál þeirra, svo sem
stofnun Ræktunarsjóðsins, girðingalögin eldri o. fl.
Guðjón hefir ætíð verið hinn mesti framkvæmda- og framfara-
maður. Allar jarðir, sem hann hefir setið, hefir hann stórbætt.
26