Strandapósturinn - 01.06.1973, Page 29
Þegar hann fluttist hingað til Reykjavíkur keypti hann býlið Hlíð-
arenda við Öskjuhlíð og hefir gert þar mjög miklar umbætur.
Hann unir sjer ekki nema við starf og framkvæmdir og svo mikið
hefir hann bætt núverandi býli sitt, að hann fjekk af túni þess í
sumar yfir 250 töðuhesta.
Meðan hann dvaldi í Strandasýslu ljet hann mjög til sán taka
verslunarmál bænda og var um langa hríð framkvæmdastjóri
Verslunarfjelags Steingrímsfjarðar, og þegar hann flutti til Hólma-
víkur þá var það til þess að geta betur gefið sig við þeim störfum.
Þingmaður Strandamanna var Guðjón fyrst kosinn 1893 og
sat óslitið á þingi til 1908. Árið 1911 var hann endurkosinn og
1916 varð hann landskjörinn þingmaður eins og fyrr er vikið að.
Árið 1901 var hann skipaður í milliþinganefnd í fátækramálum og
sveitarstjómarmálum og eftir að hann flutti hingað var hann um
nokkur ár formaður Búnaðarfjelags Islands, en síðustu árin gjald-
keri þess.
Guðjón hefir ætíð verið fastur fyrir og á þingi vakti hann eftir-
tekt, bæði vegna þess, hve vel hann var máli farinn og rökfastur
og vegna kjarks og einbeitni.
Hinir mörgu kunningjar og vinir hans nær og fjær munu óska
honum á þessum degi alls hins besta og minnast hans sem góðs
drengs og vinfasts. Hann mun jafnan verða talinn meðal landsins
nýtustu sona.
(Höf. ókunnur)
Minningarorð um
Guðjón Guðlaugsson, alþm.
I dag verður til moldar borinn einn af elstu og merkustu bænda-
öldungum lands vors, Guðjón frá Ljúfustöðum, sem hann títt var
nefndur.
Guðjón hefir int af hendi óvenjulega langt, margbreytt og at-
hafnamikið æfistarf. Hann hefir verið smaladrengur, sjómaður,
27